Lögreglukona bjargaði lífi NFL leikmannsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 23:31 Ricky Pearsall er á lífi og er kominn heim til sín. Hann hafði heppnina heldur betur með sér. Getty/Michael Zagaris NFL útherjinn Ricky Pearsall er ekki bara á lífi heldur líka útskrifaður af sjúkrahúsi þrátt fyrir að hafa verið skotinn í brjóstkassann um helgina. Í ljós hefur komið að snör viðbrögð lögreglukonu eiga mikinn þátt í því að ekki fór miklu verr. Ránsmaðurinn sautján ára Pearsall lenti í útistöðum við ungan strák sem reyndi að ræna hann á Union torginu í San Francisco. Ránsmaðurinn, sem var aðeins sautján ára, vildi komast yfir Rolex úrið hans. Þeir börðust um byssu ræningjans sem endaði með því að þeir urðu báðir fyrir skoti. Skotið fór í gegnum brjóstkassa Pearsall. Sem betur fer fyrir hann þá var lögreglukonan Joelle Harrell á svæðinu og hún kom honum fljótt til bjargar. Mögulega mikill blóðmissir „Mikill blóðmissir hefði getað orðið hans stærsta vandamál þarna ef lögreglukonan hefði ekki komið að þarna strax að og hlúð að honum,“ sagði Ian Casselberry hjá Yahoo Sports. Hún bæði veitti honum skyndihjálp en einnig andlega hjálp í erfiðum aðstæðum. „Vertu sterkur, eins og þú værir að spila inn á vellinum, sagði lögreglukonan við Pearsall. Blaðamaður San Francisco Chronicle hefur þetta eftir eiginmanni hennar. „Ég varð að nota hendina mína til að halda fyrir skotsárið svo að loft færi ekki inn í sárið,“ sagði Joelle sjálf við San Francisco Chronicle. Róaði hann niður Hún segir að leikmaðurinn hafi sagt að hann væri fótboltamaður og hann spurði hana að því hvort hann myndi deyja. Hún fullvissaði hann um það að það væri ekki að fara að gerast og tókst að róa hann niður samkvæmt fréttinni hjá Yahoo Sports. Pearsall var valinn af San Francisco 49ers í fyrstu umferð nýliðvalsins og það var því búist við miklu af honum á komandi tímabili. Það verður eitthvað í það að hann spili amerískan fótbolta aftur enda heppinn að vera á lífi. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira
Í ljós hefur komið að snör viðbrögð lögreglukonu eiga mikinn þátt í því að ekki fór miklu verr. Ránsmaðurinn sautján ára Pearsall lenti í útistöðum við ungan strák sem reyndi að ræna hann á Union torginu í San Francisco. Ránsmaðurinn, sem var aðeins sautján ára, vildi komast yfir Rolex úrið hans. Þeir börðust um byssu ræningjans sem endaði með því að þeir urðu báðir fyrir skoti. Skotið fór í gegnum brjóstkassa Pearsall. Sem betur fer fyrir hann þá var lögreglukonan Joelle Harrell á svæðinu og hún kom honum fljótt til bjargar. Mögulega mikill blóðmissir „Mikill blóðmissir hefði getað orðið hans stærsta vandamál þarna ef lögreglukonan hefði ekki komið að þarna strax að og hlúð að honum,“ sagði Ian Casselberry hjá Yahoo Sports. Hún bæði veitti honum skyndihjálp en einnig andlega hjálp í erfiðum aðstæðum. „Vertu sterkur, eins og þú værir að spila inn á vellinum, sagði lögreglukonan við Pearsall. Blaðamaður San Francisco Chronicle hefur þetta eftir eiginmanni hennar. „Ég varð að nota hendina mína til að halda fyrir skotsárið svo að loft færi ekki inn í sárið,“ sagði Joelle sjálf við San Francisco Chronicle. Róaði hann niður Hún segir að leikmaðurinn hafi sagt að hann væri fótboltamaður og hann spurði hana að því hvort hann myndi deyja. Hún fullvissaði hann um það að það væri ekki að fara að gerast og tókst að róa hann niður samkvæmt fréttinni hjá Yahoo Sports. Pearsall var valinn af San Francisco 49ers í fyrstu umferð nýliðvalsins og það var því búist við miklu af honum á komandi tímabili. Það verður eitthvað í það að hann spili amerískan fótbolta aftur enda heppinn að vera á lífi. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira