Bjóða Sindra hjartanlega velkominn í vottað hlaup Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 08:02 Sindri Karl Sigurjónsson getur hlaupið frítt í Hjartadagshlaupinu sem haldið er árlega. UMSB/Hjartadagshlaup Eftir að hafa slegið 24 ára gamalt aldursflokkamet hlauparans mikla Kára Steins Karlssonar, en ekki fengið það skráð, hefur hinn 15 ára gamli Sindri Karl Sigurjónsson verið boðinn sérstaklega velkominn í Hjartadagshlaupið í ár. Sindri kom langfyrstur í mark í flokki 15 ára og yngri í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í síðasta mánuði, á 35:49 mínútum. Það er 17 sekúndum betri tími en aldursflokkamet Kára Steins. Met Kára Steins stendur hins vegar enn vegna þess að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins var ekki vottað, heldur aðeins hálfmaraþonið og maraþonið. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. Samkvæmt þeim reglum sem langhlaupanefnd hefur sett þá kostar það 150 krónur fyrir hvern keppanda að fá hlaup vottað, og er ætlast til að hlaupahaldarar hafi þann kostnað inni í skráningargjaldi. Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sagði í Bítinu í gærmorgun að þó að félagið hafi viljað fá vottun þá hafi þótt óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir það. Upphæðin er svo há vegna fjölda keppenda í hlaupinu. Gæti hlaupið frítt í Kópavogi En þó að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins hafi ekki verið vottað þá er enn tími til stefnu fyrir Sindra til að slá aldursflokkamet áður en hann verður of gamall. Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hjartadagshlaupsins, segir til að mynda að í ljósi þess að hlaupið sé nú í fyrsta sinn vottað þá vilji aðstandendur þess bjóða Sindra velkominn í hlaupið. Hægt er að velja á milli 5 og 10 kílómetra hlaups. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, hefur hlaupið í Hjartadagshlaupinu síðustu ár.@hjartadagshlaup Þar sem Sindri er 15 ára þarf hann ekki að greiða fyrir þátttöku því ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri. Hjartadagshlaupið fer fram 21. september og er ræsing á Kópavogsvelli, en um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Á meðal þátttakenda síðustu ár hafa verið þeir Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, og hlaupameistarinn Arnar Pétursson. Nánar má lesa um Hjartadagshlaupið hér. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Sindri kom langfyrstur í mark í flokki 15 ára og yngri í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í síðasta mánuði, á 35:49 mínútum. Það er 17 sekúndum betri tími en aldursflokkamet Kára Steins. Met Kára Steins stendur hins vegar enn vegna þess að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins var ekki vottað, heldur aðeins hálfmaraþonið og maraþonið. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. Samkvæmt þeim reglum sem langhlaupanefnd hefur sett þá kostar það 150 krónur fyrir hvern keppanda að fá hlaup vottað, og er ætlast til að hlaupahaldarar hafi þann kostnað inni í skráningargjaldi. Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sagði í Bítinu í gærmorgun að þó að félagið hafi viljað fá vottun þá hafi þótt óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir það. Upphæðin er svo há vegna fjölda keppenda í hlaupinu. Gæti hlaupið frítt í Kópavogi En þó að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins hafi ekki verið vottað þá er enn tími til stefnu fyrir Sindra til að slá aldursflokkamet áður en hann verður of gamall. Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hjartadagshlaupsins, segir til að mynda að í ljósi þess að hlaupið sé nú í fyrsta sinn vottað þá vilji aðstandendur þess bjóða Sindra velkominn í hlaupið. Hægt er að velja á milli 5 og 10 kílómetra hlaups. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, hefur hlaupið í Hjartadagshlaupinu síðustu ár.@hjartadagshlaup Þar sem Sindri er 15 ára þarf hann ekki að greiða fyrir þátttöku því ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri. Hjartadagshlaupið fer fram 21. september og er ræsing á Kópavogsvelli, en um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Á meðal þátttakenda síðustu ár hafa verið þeir Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, og hlaupameistarinn Arnar Pétursson. Nánar má lesa um Hjartadagshlaupið hér.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira