Nastassja Kinski heiðursgestur á RIFF í ár Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. september 2024 17:36 Nastassja Kinski verður heiðursgestur á kvikmyndhátíðinni RIFF. Getty Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að Kinski eigi að baki langan og glæsilegan feril á hvíta tjaldinu. Hún hefur allt frá 1978 leikið í yfir sextíu bíómyndum, þar á meðal í leikstjórn margra kunnustu kvikmyndagerðarmanna sögunnar á borð við David Lynch, Francis Ford Coppola, Paul Schrader, Roman Polanski, Wim Wenders og Wolfgang Petersen. „Það er auðvitað mikill heiður fyrir hátíðina að svo kunnur listamaður sem Kinski er komi hingað til lands og heiðri okkur með nærveru sinni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF og bætir því við að heiðursgesturinn í ár sé sannarlega „ein af goðsögnum bíómyndanna sem kynslóðir stelpna á sínum tíma hermdu eftir í hárgreiðslu og útliti.“ Sló í gegn sautján ára Stjarna Kinski reis skart undir lokin á áttunda áratugnum, en heita má að hún hafi slegið í gegn, aðeins sautján ára gömul, í kvikmynd Ítalans Alberto Lattuada, Stay as you are, þar sem hún lék eftirminnilega á móti sjálfum Marcello Mastroianni sem þar er í hlutverki miðaldra arkitekts í líflausu hjónabandi og fellur fyrir ungri skólamær, túlkaðri af Kinski. Aðeins ári seinna, 1979, hreif hún kvikmyndaunnendur upp úr skónum í hlutverki sínu í kynngimagnaðri kvikmynd Polanski, Tess, og hlaut fyrir vikið tilnefningu til Gullna hnattarins fyrir túlkun sína á ungri konu sem verður fórnarlamb eigin fegurðar. Myndin hlaut þrenn Óskarsverðlaun, meðal annars sem besta myndin. Og teningunum var kastað – og hver myndin af annarri festi leikkonuna í sessi á stjörnuhimni heimsfrægðarinnar á níunda áratug síðustu aldar, og má þar nefna One from the Heart eftir Coppola, Cat People í leikstjórn Paul Schrader, að ekki sé talað um Paris, Texas í höndum Wim Wenders. Tvær síðastnefndu myndirnar verða einmitt sýndar á hátíðinni í ár. Hvergi af baki dottin Nastassja Kinski hefur sem fyrr segir leikið í meira en sextíu kvikmyndum, bæði austan hafs og vestan, og er enn að, en á meðal þekktra mynda sem hún hefur leikið í á nýrri öld eru Inland Empire eftir David Lynch og Sugar í leikstjórn Rotimi Rainwater. Og svo því sé líka til haga haldið keppti þessi margverðlauna leikkona og dáða fyrirsæta í þýsku útgáfunni af Lets Dance á útmánuðum 2016, hvergi af baki dottin. Þetta er í fyrsta skipti sem Kinski kemur til Íslands og hér mun hún dvelja í nokkra daga og vera meðal annars með meistaraspjall við gesti þar sem hún fer yfir feril sinn og frama. RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að Kinski eigi að baki langan og glæsilegan feril á hvíta tjaldinu. Hún hefur allt frá 1978 leikið í yfir sextíu bíómyndum, þar á meðal í leikstjórn margra kunnustu kvikmyndagerðarmanna sögunnar á borð við David Lynch, Francis Ford Coppola, Paul Schrader, Roman Polanski, Wim Wenders og Wolfgang Petersen. „Það er auðvitað mikill heiður fyrir hátíðina að svo kunnur listamaður sem Kinski er komi hingað til lands og heiðri okkur með nærveru sinni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF og bætir því við að heiðursgesturinn í ár sé sannarlega „ein af goðsögnum bíómyndanna sem kynslóðir stelpna á sínum tíma hermdu eftir í hárgreiðslu og útliti.“ Sló í gegn sautján ára Stjarna Kinski reis skart undir lokin á áttunda áratugnum, en heita má að hún hafi slegið í gegn, aðeins sautján ára gömul, í kvikmynd Ítalans Alberto Lattuada, Stay as you are, þar sem hún lék eftirminnilega á móti sjálfum Marcello Mastroianni sem þar er í hlutverki miðaldra arkitekts í líflausu hjónabandi og fellur fyrir ungri skólamær, túlkaðri af Kinski. Aðeins ári seinna, 1979, hreif hún kvikmyndaunnendur upp úr skónum í hlutverki sínu í kynngimagnaðri kvikmynd Polanski, Tess, og hlaut fyrir vikið tilnefningu til Gullna hnattarins fyrir túlkun sína á ungri konu sem verður fórnarlamb eigin fegurðar. Myndin hlaut þrenn Óskarsverðlaun, meðal annars sem besta myndin. Og teningunum var kastað – og hver myndin af annarri festi leikkonuna í sessi á stjörnuhimni heimsfrægðarinnar á níunda áratug síðustu aldar, og má þar nefna One from the Heart eftir Coppola, Cat People í leikstjórn Paul Schrader, að ekki sé talað um Paris, Texas í höndum Wim Wenders. Tvær síðastnefndu myndirnar verða einmitt sýndar á hátíðinni í ár. Hvergi af baki dottin Nastassja Kinski hefur sem fyrr segir leikið í meira en sextíu kvikmyndum, bæði austan hafs og vestan, og er enn að, en á meðal þekktra mynda sem hún hefur leikið í á nýrri öld eru Inland Empire eftir David Lynch og Sugar í leikstjórn Rotimi Rainwater. Og svo því sé líka til haga haldið keppti þessi margverðlauna leikkona og dáða fyrirsæta í þýsku útgáfunni af Lets Dance á útmánuðum 2016, hvergi af baki dottin. Þetta er í fyrsta skipti sem Kinski kemur til Íslands og hér mun hún dvelja í nokkra daga og vera meðal annars með meistaraspjall við gesti þar sem hún fer yfir feril sinn og frama.
RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira