Segir óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir vottun hlaupsins Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 13:09 Reykjavíkurmaraþonið fór fram í blíðviðri í ágúst. vísir/Viktor Freyr Íþróttabandalag Reykjavíkur og langhlaupanefnd Frjálsíþróttasamband Íslands hafa deilt um kostnað við vottun hlaupanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og náðu ekki samkomulagi vegna 10 kílómetra hlaupsins í ár. Formaður ÍBR kallar eftir föstu verði fyrir vottun, burtséð frá fjölda keppenda. Deilan um vottun Reykjavíkurmaraþonsins hefur lengi staðið yfir en á endanum voru maraþon og hálft maraþon vottuð í ár, en ekki 10 kílómetra hlaupið. Það þýddi meðal annars að ungur Borgfirðingur fékk ekki aldursflokkamet sitt skráð í 10 kílómetra hlaupinu, en hann hefði slegið 24 ára met Kára Steins Karlssonar. Að fá vottun á 10 kílómetra hlaupinu hefði kostað um 900.000 krónur fyrir hlaupahaldara, þar sem FRÍ rukkar 150 krónur fyrir hvern keppanda, en hugsunin er sú að keppendur greiði sjálfir þennan kostnað og að það sé innifalið í mótsgjaldi. Ágreiningur um upphæðina „Það er mjög leiðinlegt að það hafi ekki verið klárað að votta þetta hlaup, svo að þessi árangur væri skráður. En þetta er sem sagt ákvörðun sem að frjálsíþróttasambandið tók á þingi hjá sér, um að hefja vottun þessara hlaupa, og um það hefur svo verið ákveðinn ágreiningur á milli okkar og þeirra um með hvaða hætti þetta fer fram,“ segir Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Brot úr þættinum má heyra hér að neðan. „Við höfum haldið þennan viðburð í 40 ár. Staðan er sú að þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru samtals um 15 þúsund. Þar af eru um 1.500 í maraþoninu sjálfu, um 4.000 í hálfu maraþoni og 6.500 í 10 kílómetrum. Til þess að geta fengið vottað hlaup þurfum við, samkvæmt frjálsíþróttasambandinu, að rukka hvern einasta hlaupara sem skilar sér í endamark um 150 krónur. Við höfum ekki verið sátt við þetta,“ segir Ingvar. Hann bendir á að Reykjavíkurmaraþon sé á vissan hátt ekki dæmigert keppnishlaup. „Alltaf sagt að við viljum fá vottun“ „Reykjavíkurmaraþon hefur verið byggt upp með þeim hætti að vera ekki bara eitt best skipulagða keppnishlaup á Íslandi, sem ég fullyrði að það sé, heldur einnig einn albesti lýðheilsuviðburður sem til er. Fólk er að taka sig á, vill hlaupa sér til skemmtunar og við erum að hvetja fólk til að vera með þrátt fyrir að það sé kannski ekki til að keppa til tíma. Ofan á það bætist að við erum að hvetja fólk til að taka þátt í góðgerðastarfsemi sem er orðin sú stærsta á Íslandi. Á þessu ári söfnuðust yfir 250 milljónir til góðgerðafélaga, þar sem hver einasta króna skilar sér í kassa félaganna. Þetta er ofboðslega mikilvægur þáttur og ýtir líka undir þátttöku.“ Arnar Pétursson hljóp til sigurs í hálfmaraþoni og var sú vegalengd vottuð, svo árangurinn fæst skráður.vísir/Viktor Freyr En telur Ingvar þá að Reykjavíkurmaraþonið eigi að fá vottun án þess að greiða fyrir það? „Nei, alls ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum fá vottun. Það sem við höfum aftur á móti bent á er að á viðburði sem þessum sé kannski óeðlilegt að við séum, til dæmis í 10 kílómetra hlaupinu, að þá hefði vottun kostað okkur um 900.000 krónur,“ segir Ingvar. Kostnaðurinn er að mestu leyti vegna skráningar fyrir hvern keppanda í afrekaskrá. „Okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það sé verið að halda utan um afrekaskrá en það er óeðlilegt að til dæmis í 42 kílómetra hlaupi Félags maraþonhlaupara í vor hafi vottun kostað 32.500 krónur, miðað við þátttöku, á meðan að fjórum sinnum styttra hlaup hjá okkur kosti 900.000 krónur,“ segir Ingvar. „Okkur finnst bara fullkomlega eðlilegt að við greiðum fyrir vottun, eitthvert fast verð, því það er bara einhver ákveðinn tími sem fer í það að fara yfir gögnin. Við erum búin að segja það allan tímann,“ segir Ingvar og bendir á að á fyrsta fundi með frjálsíþróttasambandinu hafi gjaldið átt að vera 500 krónur fyrir hvern keppanda, í stað 150 núna. Viðtalið má heyra hér að ofan. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Deilan um vottun Reykjavíkurmaraþonsins hefur lengi staðið yfir en á endanum voru maraþon og hálft maraþon vottuð í ár, en ekki 10 kílómetra hlaupið. Það þýddi meðal annars að ungur Borgfirðingur fékk ekki aldursflokkamet sitt skráð í 10 kílómetra hlaupinu, en hann hefði slegið 24 ára met Kára Steins Karlssonar. Að fá vottun á 10 kílómetra hlaupinu hefði kostað um 900.000 krónur fyrir hlaupahaldara, þar sem FRÍ rukkar 150 krónur fyrir hvern keppanda, en hugsunin er sú að keppendur greiði sjálfir þennan kostnað og að það sé innifalið í mótsgjaldi. Ágreiningur um upphæðina „Það er mjög leiðinlegt að það hafi ekki verið klárað að votta þetta hlaup, svo að þessi árangur væri skráður. En þetta er sem sagt ákvörðun sem að frjálsíþróttasambandið tók á þingi hjá sér, um að hefja vottun þessara hlaupa, og um það hefur svo verið ákveðinn ágreiningur á milli okkar og þeirra um með hvaða hætti þetta fer fram,“ segir Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Brot úr þættinum má heyra hér að neðan. „Við höfum haldið þennan viðburð í 40 ár. Staðan er sú að þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru samtals um 15 þúsund. Þar af eru um 1.500 í maraþoninu sjálfu, um 4.000 í hálfu maraþoni og 6.500 í 10 kílómetrum. Til þess að geta fengið vottað hlaup þurfum við, samkvæmt frjálsíþróttasambandinu, að rukka hvern einasta hlaupara sem skilar sér í endamark um 150 krónur. Við höfum ekki verið sátt við þetta,“ segir Ingvar. Hann bendir á að Reykjavíkurmaraþon sé á vissan hátt ekki dæmigert keppnishlaup. „Alltaf sagt að við viljum fá vottun“ „Reykjavíkurmaraþon hefur verið byggt upp með þeim hætti að vera ekki bara eitt best skipulagða keppnishlaup á Íslandi, sem ég fullyrði að það sé, heldur einnig einn albesti lýðheilsuviðburður sem til er. Fólk er að taka sig á, vill hlaupa sér til skemmtunar og við erum að hvetja fólk til að vera með þrátt fyrir að það sé kannski ekki til að keppa til tíma. Ofan á það bætist að við erum að hvetja fólk til að taka þátt í góðgerðastarfsemi sem er orðin sú stærsta á Íslandi. Á þessu ári söfnuðust yfir 250 milljónir til góðgerðafélaga, þar sem hver einasta króna skilar sér í kassa félaganna. Þetta er ofboðslega mikilvægur þáttur og ýtir líka undir þátttöku.“ Arnar Pétursson hljóp til sigurs í hálfmaraþoni og var sú vegalengd vottuð, svo árangurinn fæst skráður.vísir/Viktor Freyr En telur Ingvar þá að Reykjavíkurmaraþonið eigi að fá vottun án þess að greiða fyrir það? „Nei, alls ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum fá vottun. Það sem við höfum aftur á móti bent á er að á viðburði sem þessum sé kannski óeðlilegt að við séum, til dæmis í 10 kílómetra hlaupinu, að þá hefði vottun kostað okkur um 900.000 krónur,“ segir Ingvar. Kostnaðurinn er að mestu leyti vegna skráningar fyrir hvern keppanda í afrekaskrá. „Okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það sé verið að halda utan um afrekaskrá en það er óeðlilegt að til dæmis í 42 kílómetra hlaupi Félags maraþonhlaupara í vor hafi vottun kostað 32.500 krónur, miðað við þátttöku, á meðan að fjórum sinnum styttra hlaup hjá okkur kosti 900.000 krónur,“ segir Ingvar. „Okkur finnst bara fullkomlega eðlilegt að við greiðum fyrir vottun, eitthvert fast verð, því það er bara einhver ákveðinn tími sem fer í það að fara yfir gögnin. Við erum búin að segja það allan tímann,“ segir Ingvar og bendir á að á fyrsta fundi með frjálsíþróttasambandinu hafi gjaldið átt að vera 500 krónur fyrir hvern keppanda, í stað 150 núna. Viðtalið má heyra hér að ofan.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira