„Held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. september 2024 20:09 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var virkilega ánægður eftir torsóttan 3-2 útisigur gegn KA í fjörugum leik á Akureyri í dag. „Þetta er búið að vera langur og strembinn dagur frá því við mættum út á flugvöll klukkan 7:30 í morgun og enduðum svo á að lenda hérna korter í leik með tilheyrandi riðlun í undirbúningi. Aðstæður svakalega erfiðar, völlurinn náttúrulega þurr, mikill vindur, spila á móti hörkuliði þannig að þó leikurinn hafi ekki verið gæðamikill þá er ég gríðarlega ánægður með stigin þrjú.” Nokkuð hvasst var fyrir norðan sem hafði áhrif á leikinn en leikurinn var skemmtilegur og virtist vindurinn ekki hafa neitt alltof mikil áhrif á spilamennsku liðanna. „Hann var örugglega skemmtilegur, mikið fram og til baka, en gæðlítið, mikið af feilsendingum og vondum ákvörðunum og of opið kannski á köflum en örugglega skemmtilegt að horfa á hann og fullt af færum á báða bága og svoleiðis en ég hef séð betur spilaða leiki í sumar en jú skemmtilegur leikur og við tökum þessum sigri fagnandi.” Hvað skilur á milli liðanna í dag? “Ég held að það sé bara að Kristófer (Ingi Kristinsson) nýtti færið sitt sem þeir gerðu ekki í sókninni á undan, ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en sýndist þeir fá góða stöðu til að komast yfir en svo klárar Kristófer þetta frábærlega og búinn að koma inn á núna tvo leiki í röð og skora gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og bara frábærlega gert hjá honum.” Breiðablik hefur verið að bæta leik sinn mikið undanfarið og safnað gríðarlega mikið af stigum sem er gott vegnaesti inn í úrslitakeppni efri hlutans. „Já, klárt mál og mér líður svona eins og öll þessi stig séu verðskulduð. Mér líður eins og Skagaleikurinn hafi verið mjög verðskuldaður sigur því mér fannst við frábærir í þeim leik. Ég held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin frekar en það þarf að gera það líka og auðvitað komnir með 46 stig eftir 21 leik sem er auðvitað bara frábær stigasöfnun á hvaða ári sem er en við getum ekki hætt þar, eigum núna sex leiki eftir, fjóra heimaleiki og þurfum að halda áfram að safna stigum.” Er Breiðablik að toppa á réttum tíma miðað við gengið undanfarið og með úrslitakeppnina framundan? Ég veit það ekki, ég ætla vona að við séum ekki búnir að toppa, eigum sex leiki eftir og erum búnir að vera á skriði núna, við þurfum að hafa báðar lappirnar á jörðinni og bara halda áfram. Nota þetta frí núna vel, það eru margir ansi lemstraðir hjá okkur og við þurfum bara svona að koma mönnum á lappir aftur og æfa svo vel í fríinu og koma svo inn með sama krafti þegar þetta byrjar aftur.” Damir Muminovic hefur misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla en Halldór á von á honum til baka fljótlega. „Ég vona allavega að hann verði í hóp í næsta leik, ég er bjartsýnn á það.” Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Þetta er búið að vera langur og strembinn dagur frá því við mættum út á flugvöll klukkan 7:30 í morgun og enduðum svo á að lenda hérna korter í leik með tilheyrandi riðlun í undirbúningi. Aðstæður svakalega erfiðar, völlurinn náttúrulega þurr, mikill vindur, spila á móti hörkuliði þannig að þó leikurinn hafi ekki verið gæðamikill þá er ég gríðarlega ánægður með stigin þrjú.” Nokkuð hvasst var fyrir norðan sem hafði áhrif á leikinn en leikurinn var skemmtilegur og virtist vindurinn ekki hafa neitt alltof mikil áhrif á spilamennsku liðanna. „Hann var örugglega skemmtilegur, mikið fram og til baka, en gæðlítið, mikið af feilsendingum og vondum ákvörðunum og of opið kannski á köflum en örugglega skemmtilegt að horfa á hann og fullt af færum á báða bága og svoleiðis en ég hef séð betur spilaða leiki í sumar en jú skemmtilegur leikur og við tökum þessum sigri fagnandi.” Hvað skilur á milli liðanna í dag? “Ég held að það sé bara að Kristófer (Ingi Kristinsson) nýtti færið sitt sem þeir gerðu ekki í sókninni á undan, ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en sýndist þeir fá góða stöðu til að komast yfir en svo klárar Kristófer þetta frábærlega og búinn að koma inn á núna tvo leiki í röð og skora gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og bara frábærlega gert hjá honum.” Breiðablik hefur verið að bæta leik sinn mikið undanfarið og safnað gríðarlega mikið af stigum sem er gott vegnaesti inn í úrslitakeppni efri hlutans. „Já, klárt mál og mér líður svona eins og öll þessi stig séu verðskulduð. Mér líður eins og Skagaleikurinn hafi verið mjög verðskuldaður sigur því mér fannst við frábærir í þeim leik. Ég held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin frekar en það þarf að gera það líka og auðvitað komnir með 46 stig eftir 21 leik sem er auðvitað bara frábær stigasöfnun á hvaða ári sem er en við getum ekki hætt þar, eigum núna sex leiki eftir, fjóra heimaleiki og þurfum að halda áfram að safna stigum.” Er Breiðablik að toppa á réttum tíma miðað við gengið undanfarið og með úrslitakeppnina framundan? Ég veit það ekki, ég ætla vona að við séum ekki búnir að toppa, eigum sex leiki eftir og erum búnir að vera á skriði núna, við þurfum að hafa báðar lappirnar á jörðinni og bara halda áfram. Nota þetta frí núna vel, það eru margir ansi lemstraðir hjá okkur og við þurfum bara svona að koma mönnum á lappir aftur og æfa svo vel í fríinu og koma svo inn með sama krafti þegar þetta byrjar aftur.” Damir Muminovic hefur misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla en Halldór á von á honum til baka fljótlega. „Ég vona allavega að hann verði í hóp í næsta leik, ég er bjartsýnn á það.”
Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira