Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 13:31 Andrea Kimi Antonelli fær traustið hjá Mercedes þrátt fyrir að klessukeyra bílinn í frumraun sinni. Getty/Beata Zawrzel Mercedes liðið í formúlu 1 veðjar á hinn átján ára gamla Andrea Kimi Antonelli sem tekur við sæti Lewis Hamiltn þegar sjöfaldi heimsmeistarinn gengur til liðs við Ferrari eftir þetta tímabil. Antonelli fékk sína frumraun í F1 í vikunni þegar hann keyrði Mercedes bílinn á æfingu fyrir ítalska kappaksturinn. Það fór ekki vel því eftir aðeins tíu mínútur missti strákurinn stjórn á bílnum og endaði út í vegg. Antonelli var þá með fjórða besta tímann en náði ekki að halda þetta út. Antonelli gat stigið sjálfur út úr bílnum og fullvissaði alla að það væri í lagi með sig. Strákurinn bað síðan liðið sitt afsökunar en fékk óvænt svar frá sjálfum Toto Wolff. „Þetta er allt í góðu, Kimi,“ sagði Wolff í talstöðvarkerfinu. Toto Wolff er framkvæmdastjóri Mercedes og á 33 prósent í liðinu. Antonelli var síðan formlega kynntur sem ökumaður Mercedes árið 2025 ásamt George Russell. Antonelli into the wall! 💥It's a high-speed spin into the barrier at Parabolica for the youngster, who reports over the radio that he's OK.The red flags are out 🔴#F1 #ItalianGP pic.twitter.com/aQQQPqjaeb— Formula 1 (@F1) August 30, 2024 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Antonelli fékk sína frumraun í F1 í vikunni þegar hann keyrði Mercedes bílinn á æfingu fyrir ítalska kappaksturinn. Það fór ekki vel því eftir aðeins tíu mínútur missti strákurinn stjórn á bílnum og endaði út í vegg. Antonelli var þá með fjórða besta tímann en náði ekki að halda þetta út. Antonelli gat stigið sjálfur út úr bílnum og fullvissaði alla að það væri í lagi með sig. Strákurinn bað síðan liðið sitt afsökunar en fékk óvænt svar frá sjálfum Toto Wolff. „Þetta er allt í góðu, Kimi,“ sagði Wolff í talstöðvarkerfinu. Toto Wolff er framkvæmdastjóri Mercedes og á 33 prósent í liðinu. Antonelli var síðan formlega kynntur sem ökumaður Mercedes árið 2025 ásamt George Russell. Antonelli into the wall! 💥It's a high-speed spin into the barrier at Parabolica for the youngster, who reports over the radio that he's OK.The red flags are out 🔴#F1 #ItalianGP pic.twitter.com/aQQQPqjaeb— Formula 1 (@F1) August 30, 2024
Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira