Sol Bamba látinn aðeins 39 ára Smári Jökull Jónsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 1. september 2024 07:39 Sol Bamba í leik með Middlesbrough árið 2022. Vísir/Getty Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Sol Bamba er látinn aðeins 39 ára að aldri eftir að hafa veikst skyndilega á föstudag. Hann á að baki feril í ensku úrvalsdeildinni með Leicester, Leeds og Cardiff. Sol Bamba kom víða við á sínum ferli og á að baki 46 leiki fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Bamba var ættaður frá Fílabeinsströndinni en fæddist í úthverfi Parísar og hóf feril sinn hjá PSG sem miðvörður. Hann komst ekki í aðallið franska stórliðsins og fór því yfir til Skotlands þar sem hann spilaði sex tímabil, þrjú fyrir Dunfermline og þrjú hjá Hibernian. Eftir dvöl sína í Skotlandi flakkaði Bamba töluvert, lék nokkur tímabil fyrir Leicester, Leeds, Trabzonspor og einn leik fyrir Palermo. Lengst var hann hjá Cardiff í fimm tímabil, lék þar með Aroni Einari og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina í eitt tímabil. Bamba greindist með non-Hodgkin eitilfrumukrabbamein árið 2021 þegar hann var hjá Cardiff en sigraðist á því áður en hann tók eitt síðasta tímabil í boltanum með Middlesborough. Veiktist skyndilega á föstudag Eftir að hann lagði skóna á hilluna vann Bamba sem aðstoðarþjálfari Cardiff og tók í sumar við sem íþróttastjóri hjá tyrkneska liðinu Adanaspor. Hann veiktist fyrir leik liðsins á föstudag og var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést. Í tilkynningu frá Adanaspor sagði: „Íþróttastjórinn okkar Souleymane Bamba, sem veiktist fyrir leik gegn Manisa F.K. í gær, var fluttur á Manisa Celal Bayar háskólasjúkrahúsið og lét þar lífið.“ Dün oynanan Manisa Futbol Kulübü müsabakası öncesi rahatsızlanan Teknik Direktörümüz Souleymane Bamba Manisa Celal Bayar Üniversitesi Hastanesine kaldırılmış ve burada verdiği yaşam savaşını malesef kaybetmiştir. Başta ailesi olmak üzere camiamızın başı sağolsun.. pic.twitter.com/vUsZY7PfTW— Adanaspor A.Ş. 🇹🇷 (@AdanasporResmi) August 31, 2024 „Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum,“ skrifar félagið í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X. Fjöldi fólks hefur minnst Bamba a miðliðunum. Þar á meðal hans fyrrverandi félög og liðsfélagar, á X minnist Leeds miðvarðarins og segja alla innan félagsins í sárum. 🤍 Everyone at #LUFC is devastated to learn of the news that former #LUFC captain Sol Bamba has passed away. Our thoughts and condolences are with his family and friends at this tragic time. Rest in peace, Sol, you will be forever in our hearts. pic.twitter.com/HFqtYgsFkM— Leeds United (@LUFC) August 31, 2024 „Allir í Leeds eru miður sín eftir að fréttir bárust af andláti fyrrum fyrirliða félagsins Sol Bamba. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum á þessari sorgarstundu. Hvíldu í friði Sol, þú munt alltaf vera í hjörtum okkar,“ skrifar félagið og á X-síðu Middlesbrough er Bamba einnig minnst en hann lék með félaginu tímabilið 2021-22. We are devastated to learn of the passing of Sol Bamba at the age of 39.Our thoughts are with Sol's family and friends at this time. RIP Sol ❤️ pic.twitter.com/jNYNiHPKE7— Middlesbrough FC (@Boro) August 31, 2024 Í Leiceseter lék Bamba undir stjórn Sven Göran Eriksson sem lést í vikunni eftir baráttu við krabbamein. Bamba minntist Eriksson í vikunni og sagði hann besta knattspyrnustjóra sem hann hafði haft og „framúrskarandi manneskju.“ Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður Cardiff með krabbamein Sol Bamba, leikmaður enska B-deildarliðsins Cardiff City, hefur greinst með krabbamein og er í meðferð vegna þess. 12. janúar 2021 14:01 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Sjá meira
Sol Bamba kom víða við á sínum ferli og á að baki 46 leiki fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Bamba var ættaður frá Fílabeinsströndinni en fæddist í úthverfi Parísar og hóf feril sinn hjá PSG sem miðvörður. Hann komst ekki í aðallið franska stórliðsins og fór því yfir til Skotlands þar sem hann spilaði sex tímabil, þrjú fyrir Dunfermline og þrjú hjá Hibernian. Eftir dvöl sína í Skotlandi flakkaði Bamba töluvert, lék nokkur tímabil fyrir Leicester, Leeds, Trabzonspor og einn leik fyrir Palermo. Lengst var hann hjá Cardiff í fimm tímabil, lék þar með Aroni Einari og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina í eitt tímabil. Bamba greindist með non-Hodgkin eitilfrumukrabbamein árið 2021 þegar hann var hjá Cardiff en sigraðist á því áður en hann tók eitt síðasta tímabil í boltanum með Middlesborough. Veiktist skyndilega á föstudag Eftir að hann lagði skóna á hilluna vann Bamba sem aðstoðarþjálfari Cardiff og tók í sumar við sem íþróttastjóri hjá tyrkneska liðinu Adanaspor. Hann veiktist fyrir leik liðsins á föstudag og var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést. Í tilkynningu frá Adanaspor sagði: „Íþróttastjórinn okkar Souleymane Bamba, sem veiktist fyrir leik gegn Manisa F.K. í gær, var fluttur á Manisa Celal Bayar háskólasjúkrahúsið og lét þar lífið.“ Dün oynanan Manisa Futbol Kulübü müsabakası öncesi rahatsızlanan Teknik Direktörümüz Souleymane Bamba Manisa Celal Bayar Üniversitesi Hastanesine kaldırılmış ve burada verdiği yaşam savaşını malesef kaybetmiştir. Başta ailesi olmak üzere camiamızın başı sağolsun.. pic.twitter.com/vUsZY7PfTW— Adanaspor A.Ş. 🇹🇷 (@AdanasporResmi) August 31, 2024 „Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum,“ skrifar félagið í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X. Fjöldi fólks hefur minnst Bamba a miðliðunum. Þar á meðal hans fyrrverandi félög og liðsfélagar, á X minnist Leeds miðvarðarins og segja alla innan félagsins í sárum. 🤍 Everyone at #LUFC is devastated to learn of the news that former #LUFC captain Sol Bamba has passed away. Our thoughts and condolences are with his family and friends at this tragic time. Rest in peace, Sol, you will be forever in our hearts. pic.twitter.com/HFqtYgsFkM— Leeds United (@LUFC) August 31, 2024 „Allir í Leeds eru miður sín eftir að fréttir bárust af andláti fyrrum fyrirliða félagsins Sol Bamba. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum á þessari sorgarstundu. Hvíldu í friði Sol, þú munt alltaf vera í hjörtum okkar,“ skrifar félagið og á X-síðu Middlesbrough er Bamba einnig minnst en hann lék með félaginu tímabilið 2021-22. We are devastated to learn of the passing of Sol Bamba at the age of 39.Our thoughts are with Sol's family and friends at this time. RIP Sol ❤️ pic.twitter.com/jNYNiHPKE7— Middlesbrough FC (@Boro) August 31, 2024 Í Leiceseter lék Bamba undir stjórn Sven Göran Eriksson sem lést í vikunni eftir baráttu við krabbamein. Bamba minntist Eriksson í vikunni og sagði hann besta knattspyrnustjóra sem hann hafði haft og „framúrskarandi manneskju.“
Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður Cardiff með krabbamein Sol Bamba, leikmaður enska B-deildarliðsins Cardiff City, hefur greinst með krabbamein og er í meðferð vegna þess. 12. janúar 2021 14:01 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Sjá meira
Leikmaður Cardiff með krabbamein Sol Bamba, leikmaður enska B-deildarliðsins Cardiff City, hefur greinst með krabbamein og er í meðferð vegna þess. 12. janúar 2021 14:01
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn