Missti fótinn í hákarlaárás í fyrra en keppir á ÓL í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 08:32 Ali Truwit keppir á Ólympíumóti fatlaðra í ár aðeins rúmu ári eftir hryllilega hákarlaárás. @alitruwit Ólympíumót fatlaðra er farið í gang og meðal keppenda er bandaríska sundkonan Ali Truwit. Fyrir rúmu ári síðan hafði þó aldrei hvarflað að henni að keppa á Paralympics en svo tóku örlögin í taumana. Truwit keppir á Paralympics aðeins einu ári eftir að hún varð fyrir hryllilegri hákarlaárás í sumarfríi sínu. Ali var þá stödd ásamt vinkonum sínum í útskrifarferð á Turks- og Caicoseyjum sem eru suðaustan við Bahamaeyjar. Vinkonurnar voru að leika sér í sjónum þegar hákarl birtist allt í einu og réðst á þær. „Við reyndum að berjast á móti honum en fljótlega var hákarlinn kominn með fótinn minn upp í kjaftinn,“ lýsir Truwit í viðtali við ABC. @abcnews Ali var sú óheppna því hákarlinn beit af henni hluta fótarins. Henni tókst engu að síður að synda í land þaðan sem hún var síðan flutt með þyrlu á sjúkrahús. Missti fótinn á afmælisdaginn Læknarnir urðu á endanum að taka af henni fótinn. Hann var tekinn af fyrir neðan hné á 23 ára afmælisdeginum hennar. „Ég þurfti að læra að sitja á á ný og standa á ný. Læra að ganga og hlaupa,“ sagði Truwit. Hún fann líka ástríðu sína fyrir að synda. Hafði keppt í sundi í háskóla en nú var það sundið sem færði henni sjálfstraustið á nýjan leik. Hún byrjaði að synda með kút um sig miðja en náði fljótt valdi á sundinu með dugnaði og æfingum. Minna en ári eftir árásina var hún búin að vinna sér sæti í bandaríska keppnisliðinu á Ólympíumóti fatlaðra í París. Miklu sterkari en við höldum „Í byrjun vildi ég sýna og sanna fyrir sjálfri mér að það sem gerðist fyrir mig myndi ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem elska að gera,“ sagði Truwit. „Við erum svo miklu sterkari en við höldum og það býr svo miklu meira í okkur,“ sagði Truwit. Það má sjá umfjöllun ABC hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5vZ-8ucZ194">watch on YouTube</a> Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Truwit keppir á Paralympics aðeins einu ári eftir að hún varð fyrir hryllilegri hákarlaárás í sumarfríi sínu. Ali var þá stödd ásamt vinkonum sínum í útskrifarferð á Turks- og Caicoseyjum sem eru suðaustan við Bahamaeyjar. Vinkonurnar voru að leika sér í sjónum þegar hákarl birtist allt í einu og réðst á þær. „Við reyndum að berjast á móti honum en fljótlega var hákarlinn kominn með fótinn minn upp í kjaftinn,“ lýsir Truwit í viðtali við ABC. @abcnews Ali var sú óheppna því hákarlinn beit af henni hluta fótarins. Henni tókst engu að síður að synda í land þaðan sem hún var síðan flutt með þyrlu á sjúkrahús. Missti fótinn á afmælisdaginn Læknarnir urðu á endanum að taka af henni fótinn. Hann var tekinn af fyrir neðan hné á 23 ára afmælisdeginum hennar. „Ég þurfti að læra að sitja á á ný og standa á ný. Læra að ganga og hlaupa,“ sagði Truwit. Hún fann líka ástríðu sína fyrir að synda. Hafði keppt í sundi í háskóla en nú var það sundið sem færði henni sjálfstraustið á nýjan leik. Hún byrjaði að synda með kút um sig miðja en náði fljótt valdi á sundinu með dugnaði og æfingum. Minna en ári eftir árásina var hún búin að vinna sér sæti í bandaríska keppnisliðinu á Ólympíumóti fatlaðra í París. Miklu sterkari en við höldum „Í byrjun vildi ég sýna og sanna fyrir sjálfri mér að það sem gerðist fyrir mig myndi ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem elska að gera,“ sagði Truwit. „Við erum svo miklu sterkari en við höldum og það býr svo miklu meira í okkur,“ sagði Truwit. Það má sjá umfjöllun ABC hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5vZ-8ucZ194">watch on YouTube</a>
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira