„Ég myndi gera allt fyrir hana“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 11:02 Vinkonurnar Brynja Gísladóttir og Elsa Lyng Magnúsdóttir. vísir/samsett Vinkonur sem rökuðu hár sitt vegna krabbameinsmeðferðar annarrar þeirra segja allan stuðning gríðarlega mikilvægan í bataferlinu. Þær hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og segjast gera allt fyrir hvora aðra. Elsa Lyng Magnúsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í vor. Hún hefur alltaf haft sítt og mikið hár og segir það hafa verið hálfgert einkenni sitt. „Þegar það fór að falla ákvað ég með mjög stuttum fyrirvara að halda smá gleðskap fyrir mína nánustu vini, eða klappliðið mitt, og markmiðið var líka að þakka fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég greinist,“ segir Elsa. Í gleðskapnum stóð til að Elsa myndi láta raka af sér hárið umvafin sínum nánustu. Í þeim hópi er Brynja Gísladóttir sem ákvað að láta sitt hár einnig fjúka og styðja þannig kæra vinkonu. Rætt var við vinkonurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Brynja segir krabbameinsgreiningu Elsu hafa verið mikið áfall. „Maður verður svo varnarlaus og langar að gera allt sem maður getur til að aðstoða. Ég myndi gera allt fyrir hana. Svo er ekkert mikið sem maður getur gert, nema bara að vera til staðar,“ segir Brynja. „En ég vissi að hún kveið dálítið fyrir því að missa hárið þar sem hún er vön að vera með sítt og slegið hár.“ Væntumþykja og grátur Myndband úr gleðskapnum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki síst vegna einlægra viðbragða Elsu við uppátæki vinkonu sinnar. „Ég kem inn í stofu og þá var byrjað að raka af henni hárið líka og ég varð bara kjaftstopp,“ segir Elsa og hlær. „Ég fór bara að gráta og þessi mikla væntumþykja kom upp. Svona stuðningur gefur manni svo mikið og maður verður bara að njóta hvers dags. Hárið vex aftur og þetta er bara svo fallegur kærleikur.“ Að neðan má sjá Tiktok-myndbandið sem hefur vakið mikla athygli: Elsa segir allan stuðning afar mikilvægan í bataferlinu. Bæði þann sem hún hefur sótt til vina og þann sem hún fengið frá Ljósinu. „Ljósið er náttúrulega alveg ótrúleg þjónusta fyrir fólk með krabbamein. Og það sem mér finnst fallegt við Ljósið er að þetta er ekki síður endurhæfing fyrir þá sem greinast með krabbamein áður en það er farið í aðgerðir, lyfjameðferðir og hvað annað sem tekur við. Sú endurhæfing skiptir svo miklu máli. Þar eru sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar og margir sem hlúa að manni og það er svo mikilvægt“ segir Elsa og bætir við að hún finni fyrir miklu þakklæti fyrir starfsemina. Hún hvetur konur til þess að fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Mig langar að hvetja konur að fara reglulega í brjóstaskoðun og fylgjast með. Við erum því miður allt of margar sem eru m að greinast.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Elsa Lyng Magnúsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í vor. Hún hefur alltaf haft sítt og mikið hár og segir það hafa verið hálfgert einkenni sitt. „Þegar það fór að falla ákvað ég með mjög stuttum fyrirvara að halda smá gleðskap fyrir mína nánustu vini, eða klappliðið mitt, og markmiðið var líka að þakka fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég greinist,“ segir Elsa. Í gleðskapnum stóð til að Elsa myndi láta raka af sér hárið umvafin sínum nánustu. Í þeim hópi er Brynja Gísladóttir sem ákvað að láta sitt hár einnig fjúka og styðja þannig kæra vinkonu. Rætt var við vinkonurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Brynja segir krabbameinsgreiningu Elsu hafa verið mikið áfall. „Maður verður svo varnarlaus og langar að gera allt sem maður getur til að aðstoða. Ég myndi gera allt fyrir hana. Svo er ekkert mikið sem maður getur gert, nema bara að vera til staðar,“ segir Brynja. „En ég vissi að hún kveið dálítið fyrir því að missa hárið þar sem hún er vön að vera með sítt og slegið hár.“ Væntumþykja og grátur Myndband úr gleðskapnum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki síst vegna einlægra viðbragða Elsu við uppátæki vinkonu sinnar. „Ég kem inn í stofu og þá var byrjað að raka af henni hárið líka og ég varð bara kjaftstopp,“ segir Elsa og hlær. „Ég fór bara að gráta og þessi mikla væntumþykja kom upp. Svona stuðningur gefur manni svo mikið og maður verður bara að njóta hvers dags. Hárið vex aftur og þetta er bara svo fallegur kærleikur.“ Að neðan má sjá Tiktok-myndbandið sem hefur vakið mikla athygli: Elsa segir allan stuðning afar mikilvægan í bataferlinu. Bæði þann sem hún hefur sótt til vina og þann sem hún fengið frá Ljósinu. „Ljósið er náttúrulega alveg ótrúleg þjónusta fyrir fólk með krabbamein. Og það sem mér finnst fallegt við Ljósið er að þetta er ekki síður endurhæfing fyrir þá sem greinast með krabbamein áður en það er farið í aðgerðir, lyfjameðferðir og hvað annað sem tekur við. Sú endurhæfing skiptir svo miklu máli. Þar eru sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar og margir sem hlúa að manni og það er svo mikilvægt“ segir Elsa og bætir við að hún finni fyrir miklu þakklæti fyrir starfsemina. Hún hvetur konur til þess að fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Mig langar að hvetja konur að fara reglulega í brjóstaskoðun og fylgjast með. Við erum því miður allt of margar sem eru m að greinast.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira