„Greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 22:37 Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink FH komst aftur á sigurbraut eftir 2-3 útisigur gegn Fylki þar sem FH lenti tvisvar undir. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, var ánægður með sigurinn. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í þessum leik. Við fengum síðan þrjú eða fjögur góð færi en náðum ekki að skora. Í seinni hálfleik var maður farinn að halda að þetta yrði ekki dagurinn okkar en við náðum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og það var ljúft að vinna þetta,“ sagði Björn Daníel í viðtali beint eftir leik. Að mati Björns átti hann að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann tók boltann á bringuna og féll niður í teignum í kjölfarið. „Ég ætlaði að taka boltann á bringuna og þá var keyrt aftan í mig og ég hélt að ég væri að fá víti en heyrði ekkert flaut. Ég ætla ekki að fara út í ástæðurnar fyrir því sem ég fékk af hverju ég hafi ekki fengið víti en mér fannst þetta víti í augnablikinu.“ Björn Daníel lagði upp sigurmarkið á Arnór Borg Guðjohnsen sem gladdi hann mikið þar sem þeir hafa unnið saman í allt sumar. „Ég og Arnór erum búnir að vinna saman í allt sumar. Það var gott að sjá að það er komin tenging á milli okkar á fótboltavellinum líka. Ég er ánægður fyrir hann að hafa skorað því hann hefur unnið hart að því skora og þetta datt fyrir hann í kvöld. Það er mikilvægt að fá sem flesta í að skora því við þurfum að fá mörk úr öllum áttum.“ Aðspurður út í það hvort þetta væri hans besta tímabil frá því hann kom heim úr atvinnumennskunni tók hann undir það. „Já ég hugsa það. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra og mér fannst ég eiga nokkuð gott tímabil árið 2022 þrátt fyrir að við vorum ekki frábærir sem lið. Ég held að þetta sé besta tímabilið mitt frá því ég kom heim og það er greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig.“ Björn Daníel hefur skorað átta mörk í deildinni en það mesta sem hann hefur skorað í deildinni eru níu mörk en mun hann toppa það? „Ég veit það ekki. Boltinn hefur dottið fyrir mig upp á síðkastið og ég er ágætlega hættulegur í teignum og ég ætla að reyna að komast yfir níu mörk. Ég ætla ekki að fara gefa út nein markmið, ég er ekki með nein markmið ég mæti bara í leikina og ætla að reyna að skora,“ sagði Björn Daníel léttur að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira
„Við gerðum okkur erfitt fyrir í þessum leik. Við fengum síðan þrjú eða fjögur góð færi en náðum ekki að skora. Í seinni hálfleik var maður farinn að halda að þetta yrði ekki dagurinn okkar en við náðum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og það var ljúft að vinna þetta,“ sagði Björn Daníel í viðtali beint eftir leik. Að mati Björns átti hann að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann tók boltann á bringuna og féll niður í teignum í kjölfarið. „Ég ætlaði að taka boltann á bringuna og þá var keyrt aftan í mig og ég hélt að ég væri að fá víti en heyrði ekkert flaut. Ég ætla ekki að fara út í ástæðurnar fyrir því sem ég fékk af hverju ég hafi ekki fengið víti en mér fannst þetta víti í augnablikinu.“ Björn Daníel lagði upp sigurmarkið á Arnór Borg Guðjohnsen sem gladdi hann mikið þar sem þeir hafa unnið saman í allt sumar. „Ég og Arnór erum búnir að vinna saman í allt sumar. Það var gott að sjá að það er komin tenging á milli okkar á fótboltavellinum líka. Ég er ánægður fyrir hann að hafa skorað því hann hefur unnið hart að því skora og þetta datt fyrir hann í kvöld. Það er mikilvægt að fá sem flesta í að skora því við þurfum að fá mörk úr öllum áttum.“ Aðspurður út í það hvort þetta væri hans besta tímabil frá því hann kom heim úr atvinnumennskunni tók hann undir það. „Já ég hugsa það. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra og mér fannst ég eiga nokkuð gott tímabil árið 2022 þrátt fyrir að við vorum ekki frábærir sem lið. Ég held að þetta sé besta tímabilið mitt frá því ég kom heim og það er greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig.“ Björn Daníel hefur skorað átta mörk í deildinni en það mesta sem hann hefur skorað í deildinni eru níu mörk en mun hann toppa það? „Ég veit það ekki. Boltinn hefur dottið fyrir mig upp á síðkastið og ég er ágætlega hættulegur í teignum og ég ætla að reyna að komast yfir níu mörk. Ég ætla ekki að fara gefa út nein markmið, ég er ekki með nein markmið ég mæti bara í leikina og ætla að reyna að skora,“ sagði Björn Daníel léttur að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira