Heimir: Markmið Björns ætti að vera tíu fyrst hann er kominn með átta mörk Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 21:42 Heimir Guðjónsson Vísir/Hulda Margrét FH vann 2-3 útisigur gegn Fylki í 20. umferð Bestu deildarinnar. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var afar ánægður með sigurinn. „Mér fannst vandræðin okkar í byrjun þau að við mættum bara til þess að spila fótbolta en gleymdum því að við þurftum að vera með grunnatriðin á hreinu og þeir settu boltann inn fyrir vörnina okkar og unnu alla seinni bolta. Eftir fimmtán mínútur tókum við leikinn yfir og spiluðum frábæran fótbolta og vorum virkilega góðir og létum boltann ganga. Fylkir fær flest stigin sín á þessum velli og það var því sterkt að koma til baka. “ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. Þriðja mark FH kom seint en Heimir sagðist ekki hafa verið með áhyggjur af því að leikurinn myndi enda með jafntefli. „Við vorum alltaf að herja á þá og mér fannst það tímaspursmál hvenær það myndi koma. Við vorum klókir í því að hleypa þessu ekki í skyndisóknarleik. Við náðum að pressa þá vel og þetta var góður leikur fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar.“ Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var allt í öllu í leik FH-inga þar sem hann tók öll föstu leikatriðin sem skilaði sér í mörkum. „Kjartan Kári er búinn að vera góður í sumar. Hann er ekki bara góður sóknarlega hann er seigari varnarmaður en hann er sagður vera. Hann getur spilað bæði hægra megin og vinstra megin og við byrjuðum með hann hægra megin og svo kom hann vinstra megin. Hann er með frábærar fyrirgjafir hvort sem það sé með hægri eða vinstri og hann er einnig frábær skotmaður.“ Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk í kvöld og hefur því gert átta mörk á tímabilinu. Það mesta sem hann hefur skorað í efstu deild eru níu mörk en hann gerði það undir stjórn Heimis árið 2012 og 2013. „Ég var að þjálfa hann þá líka. Ég ætla að vona það og það hlýtur að vera markmiðið hans fyrst hann er kominn með átta þá hlýtur hann að vilja fara í tíu sem yrði vel gert hjá miðjumanni,“ sagði Heimir léttur að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira
„Mér fannst vandræðin okkar í byrjun þau að við mættum bara til þess að spila fótbolta en gleymdum því að við þurftum að vera með grunnatriðin á hreinu og þeir settu boltann inn fyrir vörnina okkar og unnu alla seinni bolta. Eftir fimmtán mínútur tókum við leikinn yfir og spiluðum frábæran fótbolta og vorum virkilega góðir og létum boltann ganga. Fylkir fær flest stigin sín á þessum velli og það var því sterkt að koma til baka. “ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. Þriðja mark FH kom seint en Heimir sagðist ekki hafa verið með áhyggjur af því að leikurinn myndi enda með jafntefli. „Við vorum alltaf að herja á þá og mér fannst það tímaspursmál hvenær það myndi koma. Við vorum klókir í því að hleypa þessu ekki í skyndisóknarleik. Við náðum að pressa þá vel og þetta var góður leikur fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar.“ Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var allt í öllu í leik FH-inga þar sem hann tók öll föstu leikatriðin sem skilaði sér í mörkum. „Kjartan Kári er búinn að vera góður í sumar. Hann er ekki bara góður sóknarlega hann er seigari varnarmaður en hann er sagður vera. Hann getur spilað bæði hægra megin og vinstra megin og við byrjuðum með hann hægra megin og svo kom hann vinstra megin. Hann er með frábærar fyrirgjafir hvort sem það sé með hægri eða vinstri og hann er einnig frábær skotmaður.“ Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk í kvöld og hefur því gert átta mörk á tímabilinu. Það mesta sem hann hefur skorað í efstu deild eru níu mörk en hann gerði það undir stjórn Heimis árið 2012 og 2013. „Ég var að þjálfa hann þá líka. Ég ætla að vona það og það hlýtur að vera markmiðið hans fyrst hann er kominn með átta þá hlýtur hann að vilja fara í tíu sem yrði vel gert hjá miðjumanni,“ sagði Heimir léttur að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira