Bestu mörkin: Köttarar meistarar en sorglegt hve fáir mæta á Hlíðarenda Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. ágúst 2024 16:01 Sigríður Theodóra hefur leikið fyrir bæði Þrótt og Val. Stemningin er mun meiri í Laugardalnum að hennar sögn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir voru á sínum stað til að hita upp fyrir lokaumferðina áður en úrslitakeppnin hefst í Bestu deild kvenna. Með þeim að þessu voru Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir og Hulda Hrund Arnarsdóttir, sem eiga hörkuleik fyrir höndum um helgina. Sigríður er leikmaður Þróttar og Hulda er hjá Stjörnunni. Liðin mætast á sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti í efri hluta deildarinnar. Stjörnunni dugir jafntefli en Þróttur þarf að sækja sigur. Liðið sem endar í neðri hlutanum er nú þegar búið að bjarga sér frá falli og því lítið spennandi leikir framundan. Þær fjórar fóru vel yfir málin og hituðu rækilega upp fyrir helgina. Alls verða fimm leikir á dagskrá samtímis á sunnudaginn, úrslitakeppnin hefst svo eftir viku. Allir sáttir í settinu.vísir / samúel Báðar eru þær uppaldar hjá öðrum félögum, Hulda Hrund hjá Fylki en Sigríður var í Val. Hún var spurð hver helsti munurinn væri á því að spila fyrir Val og fyrir Þrótt. „Það er sorglegt hvað það mæta fáir [á Hlíðarenda] miðað við gæðin inni á vellinum, en í Þrótti er það allt annað. Nóg af Kötturum, þeir láta sig aldrei vanta. Ég var í smá sjokki hvað það mættu margir, maður finnur bara strax þegar maður kemur, fyrir stuðningnum úr Laugardalnum og þeir eru svo miklir meistarar,“ svaraði Sigríður Theodóra. Talið færðist þá yfir til Huldu, sem kemur frá Fylki þar sem stemningin hefur verið mikil í sumar, en spilar nú með Stjörnunni þar sem stemningin er af skornum skammti. „Já [við finnum fyrir þessu]. Ég veit ekki alveg hvað það er, kannski er tíminn eitthvað vitlaus á leikjunum. Þetta er mjög skrítið, maður sér heldur aldrei yngri flokka æfingar í kring þegar maður er að koma. Miðað við Fylki, þar voru krakkar út um allt og maður heilsaði, svo í sundlaugina sá maður þau þar líka, [stemningin] byggðist upp einhvern veginn.“ Klippa: Upphitun fyrir 18. umferð Bestu deildar kvenna Upphitunarþáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Allir leikir lokaumferðarinnar fara fram klukkan 14:00 á sunnudag og verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. FH – Valur Breiðablik – Víkingur Fylkir – Þór/KA Stjarnan – Þróttur Tindastóll – Keflavík Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Sigríður er leikmaður Þróttar og Hulda er hjá Stjörnunni. Liðin mætast á sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti í efri hluta deildarinnar. Stjörnunni dugir jafntefli en Þróttur þarf að sækja sigur. Liðið sem endar í neðri hlutanum er nú þegar búið að bjarga sér frá falli og því lítið spennandi leikir framundan. Þær fjórar fóru vel yfir málin og hituðu rækilega upp fyrir helgina. Alls verða fimm leikir á dagskrá samtímis á sunnudaginn, úrslitakeppnin hefst svo eftir viku. Allir sáttir í settinu.vísir / samúel Báðar eru þær uppaldar hjá öðrum félögum, Hulda Hrund hjá Fylki en Sigríður var í Val. Hún var spurð hver helsti munurinn væri á því að spila fyrir Val og fyrir Þrótt. „Það er sorglegt hvað það mæta fáir [á Hlíðarenda] miðað við gæðin inni á vellinum, en í Þrótti er það allt annað. Nóg af Kötturum, þeir láta sig aldrei vanta. Ég var í smá sjokki hvað það mættu margir, maður finnur bara strax þegar maður kemur, fyrir stuðningnum úr Laugardalnum og þeir eru svo miklir meistarar,“ svaraði Sigríður Theodóra. Talið færðist þá yfir til Huldu, sem kemur frá Fylki þar sem stemningin hefur verið mikil í sumar, en spilar nú með Stjörnunni þar sem stemningin er af skornum skammti. „Já [við finnum fyrir þessu]. Ég veit ekki alveg hvað það er, kannski er tíminn eitthvað vitlaus á leikjunum. Þetta er mjög skrítið, maður sér heldur aldrei yngri flokka æfingar í kring þegar maður er að koma. Miðað við Fylki, þar voru krakkar út um allt og maður heilsaði, svo í sundlaugina sá maður þau þar líka, [stemningin] byggðist upp einhvern veginn.“ Klippa: Upphitun fyrir 18. umferð Bestu deildar kvenna Upphitunarþáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Allir leikir lokaumferðarinnar fara fram klukkan 14:00 á sunnudag og verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. FH – Valur Breiðablik – Víkingur Fylkir – Þór/KA Stjarnan – Þróttur Tindastóll – Keflavík
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira