Albert segir ummæli gamla yfirmannsins áfall Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2024 10:31 Albert Guðmundsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Hann gæti orðið dýrasti leikmaður í sögu Fiorentina. @acffiorentina Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var kynntur til leiks sem leikmaður Fiorentina á blaðamannafundi í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í nauðgunarmálið sem vofir yfir honum, og orð framkvæmdastjóra Genoa sem sagði Albert hafa suðað um að losna frá félaginu. Albert kemur til Fiorentina að láni frá Genoa, þar sem hann raðaði inn mörkum á síðustu leiktíð, en með kaupum næsta sumar og bónusgreiðslum mun Fiorentina á endanum greiða 28 milljónir evra fyrir hann, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri blaðamönnum. Andres Blazquez, framkvæmdastjóri Genoa, sagði félagið hafa reynt að halda Alberti og kenndi honum alfarið um hvernig fór: „Við reyndum að halda honum og buðum honum launahækkun upp á eina milljón (evra) en hann kom á skrifstofuna á hverjum degi til að mótmæla. Á endanum vildi stjórinn ekki leikmann sem ekki vildi vera hérna,“ var haft eftir Blazquez í ítölskum miðlum. Albert var spurður út í þessi ummæli og svaraði: „Þessi orð hans voru svolítið áfall fyrir mig. Ég átti í góðu sambandi við hann, þekkti hann og hans fallegu fjölskyldu. Svo ég vil ekki tala illa um hann, því hann hefur hjálpað mér mikið síðustu tvö og hálft ár, en auðvitað má fólk ekki trúa öllu sem er skrifað í fjölmiðlum. Hann segist hafa boðið mér eina milljón evra í kauphækkun á ári en það er fjarri sannleikanum.“ Sannfærður um sakleysi sitt Albert var einnig spurður út í þá staðreynd að nú styttist í dómsúrskurð í máli hans vegna ákæru um nauðgun á Íslandi á síðasta ári. Hann hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu og gerði það einnig í gær. „Málið verður tekið fyrir í september en það hefur engin áhrif á mig. Þetta hefur verið í gangi síðasta árið en ég einbeiti mér að fjölskyldu minni og fótboltanum. Ég er sannfærður um sakleysi mitt og ég get ekki beðið eftir að sannleikurinn komi í ljós.“ Getur ekki spilað strax Óvíst er hvenær Albert spilar sinn fyrsta leik fyrir Fiorentina en hann staðfesti á fundinum í gær að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli í kálfa. Hann var einnig spurður hvernig það væri að verða mögulega dýrasti leikmaður í sögu Fiorentina: „Það er mikill heiður fyrir mig að vera keyptur fyrir svona mikinn pening. En ég mun hvort sem er alltaf leggja mig 100% fram og læt svona lagað ekki vera neina aukabyrði á mér.“ Albert, sem er 27 ára gamall, skoraði 14 mörk í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð og varð fimmti markahæstur allra í deildinni. Í samræmi við reglur KSÍ spilaði hann ekki fyrir íslenska landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en hann var svo valinn í landsliðshópinn fyrir EM-umspilið í mars síðastliðnum eftir að héraðssaksóknari ákvað að láta málið niður falla. Þó að sú ákvörðun væri kærð rétt fyrir landsleikina gaf stjórn KSÍ leyfi fyrir því að Albert spilaði, í því ljósi að landsliðsverkefni væri hafið, og skoraði hann þrennu í 4-1 sigri gegn Ísrael, og mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Ítalski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Albert kynntur til leiks í Flórens Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu. 16. ágúst 2024 17:19 Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. 15. ágúst 2024 21:10 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Albert kemur til Fiorentina að láni frá Genoa, þar sem hann raðaði inn mörkum á síðustu leiktíð, en með kaupum næsta sumar og bónusgreiðslum mun Fiorentina á endanum greiða 28 milljónir evra fyrir hann, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri blaðamönnum. Andres Blazquez, framkvæmdastjóri Genoa, sagði félagið hafa reynt að halda Alberti og kenndi honum alfarið um hvernig fór: „Við reyndum að halda honum og buðum honum launahækkun upp á eina milljón (evra) en hann kom á skrifstofuna á hverjum degi til að mótmæla. Á endanum vildi stjórinn ekki leikmann sem ekki vildi vera hérna,“ var haft eftir Blazquez í ítölskum miðlum. Albert var spurður út í þessi ummæli og svaraði: „Þessi orð hans voru svolítið áfall fyrir mig. Ég átti í góðu sambandi við hann, þekkti hann og hans fallegu fjölskyldu. Svo ég vil ekki tala illa um hann, því hann hefur hjálpað mér mikið síðustu tvö og hálft ár, en auðvitað má fólk ekki trúa öllu sem er skrifað í fjölmiðlum. Hann segist hafa boðið mér eina milljón evra í kauphækkun á ári en það er fjarri sannleikanum.“ Sannfærður um sakleysi sitt Albert var einnig spurður út í þá staðreynd að nú styttist í dómsúrskurð í máli hans vegna ákæru um nauðgun á Íslandi á síðasta ári. Hann hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu og gerði það einnig í gær. „Málið verður tekið fyrir í september en það hefur engin áhrif á mig. Þetta hefur verið í gangi síðasta árið en ég einbeiti mér að fjölskyldu minni og fótboltanum. Ég er sannfærður um sakleysi mitt og ég get ekki beðið eftir að sannleikurinn komi í ljós.“ Getur ekki spilað strax Óvíst er hvenær Albert spilar sinn fyrsta leik fyrir Fiorentina en hann staðfesti á fundinum í gær að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli í kálfa. Hann var einnig spurður hvernig það væri að verða mögulega dýrasti leikmaður í sögu Fiorentina: „Það er mikill heiður fyrir mig að vera keyptur fyrir svona mikinn pening. En ég mun hvort sem er alltaf leggja mig 100% fram og læt svona lagað ekki vera neina aukabyrði á mér.“ Albert, sem er 27 ára gamall, skoraði 14 mörk í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð og varð fimmti markahæstur allra í deildinni. Í samræmi við reglur KSÍ spilaði hann ekki fyrir íslenska landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en hann var svo valinn í landsliðshópinn fyrir EM-umspilið í mars síðastliðnum eftir að héraðssaksóknari ákvað að láta málið niður falla. Þó að sú ákvörðun væri kærð rétt fyrir landsleikina gaf stjórn KSÍ leyfi fyrir því að Albert spilaði, í því ljósi að landsliðsverkefni væri hafið, og skoraði hann þrennu í 4-1 sigri gegn Ísrael, og mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins.
Ítalski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Albert kynntur til leiks í Flórens Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu. 16. ágúst 2024 17:19 Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. 15. ágúst 2024 21:10 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Albert kynntur til leiks í Flórens Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu. 16. ágúst 2024 17:19
Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. 15. ágúst 2024 21:10