„Við vorum tilbúnir að þjást“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 21:38 Viktor Jónsson sultuslakur eftir að hafa komið Skagamönnum í forystu en Hinrik Harðarson fagnar vel í bakgrunninum. Vísir/Anton Brink Viktor Jónsson skoraði sitt fimmtánda mark í Bestu deildinni þegar Skagamenn lögðu Víkinga að velli í Fossvoginum í kvöld. Viktor sagði Skagamenn ætla að sækja Evrópusæti á tímabilinu. „Þessi var risa, risastór. Að vinna Víkinga á heimavelli í þessari baráttu sem við erum í, þetta sýnir hvað við erum komnir langt sem lið og hvað við ætlum okkur. Að við séum ekkert í þessu bara til að vera með. Við ætlum að enda í efri sex og ætlum að sækja þetta Evrópusæti,“ sagði Viktor í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Skagamenn spiluðu afar vel í fyrri hálfleiknum og skoruðu tvö mörk eftir vel útfærðar skyndisóknir þar sem vörn Víkinga var reyndar ekki til útflutnings. „Mér fannst við geggjaðir. Við vorum mjög þéttir varnarlega og vorum að loka öllum þeim svæðum sem þeir vilja spila í. Þeir sköpuðu sér ekki neitt af viti í fyrri hálfleik fyrir utan þetta mark sem þeir skora. Mér fannst við spila fyrri hálflekinn fullkomlega. Við beittum góðum skyndisóknum, skorum tvö mörk og þetta var bara geggjaður hálfleikur.“ Víkingar gerðu fjórar breytingar á liði sínu í hálfleik og pressuðu meira á Skagamenn í síðari hálfleik. Skagamenn vörðust þó vel og þó Víkingar hafi fengið færi undir lokin þá gerðu Skagamenn vel í að halda Víkingum í skefjum. Viktor er kominn með fimmtán mörk í Bestu deildinni.Vísir/Anton Brink „Seinni hálfleikur var þannig að þeir lágu á okkur og við náðum nokkrum skyndisóknum sem við hefðum getað gert betur í. Við vitum alveg hvernig þjálfari Arnar [Gunnlaugsson] er sem er örugglega einhvers staðar uppi í stúku með tölvuna og er búinn að skoða þetta vel og vandlega. Við vissum að þeir myndu breyta einhverju í seinni hálfleik og við vorum bara tilbúnir að þjást. Við gerðum það og gerðum það vel.“ Viktor segir að Skagamenn ætli sér Evrópusæti en þeir eru nú einu stigi á eftir Val og sitja í fjórða sæti Bestu deildarinnar. „Ekki spurning og við viljum enda sem hæst í töflunni Ef við þurfum að klára þetta þriðja sæti til að ná þessu Evrópusæti þá bara gerum við það. Við erum að koma hratt á eftir Völsurum og vonandi náum við að byggja ofan á þetta sem við erum að gera hér.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
„Þessi var risa, risastór. Að vinna Víkinga á heimavelli í þessari baráttu sem við erum í, þetta sýnir hvað við erum komnir langt sem lið og hvað við ætlum okkur. Að við séum ekkert í þessu bara til að vera með. Við ætlum að enda í efri sex og ætlum að sækja þetta Evrópusæti,“ sagði Viktor í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Skagamenn spiluðu afar vel í fyrri hálfleiknum og skoruðu tvö mörk eftir vel útfærðar skyndisóknir þar sem vörn Víkinga var reyndar ekki til útflutnings. „Mér fannst við geggjaðir. Við vorum mjög þéttir varnarlega og vorum að loka öllum þeim svæðum sem þeir vilja spila í. Þeir sköpuðu sér ekki neitt af viti í fyrri hálfleik fyrir utan þetta mark sem þeir skora. Mér fannst við spila fyrri hálflekinn fullkomlega. Við beittum góðum skyndisóknum, skorum tvö mörk og þetta var bara geggjaður hálfleikur.“ Víkingar gerðu fjórar breytingar á liði sínu í hálfleik og pressuðu meira á Skagamenn í síðari hálfleik. Skagamenn vörðust þó vel og þó Víkingar hafi fengið færi undir lokin þá gerðu Skagamenn vel í að halda Víkingum í skefjum. Viktor er kominn með fimmtán mörk í Bestu deildinni.Vísir/Anton Brink „Seinni hálfleikur var þannig að þeir lágu á okkur og við náðum nokkrum skyndisóknum sem við hefðum getað gert betur í. Við vitum alveg hvernig þjálfari Arnar [Gunnlaugsson] er sem er örugglega einhvers staðar uppi í stúku með tölvuna og er búinn að skoða þetta vel og vandlega. Við vissum að þeir myndu breyta einhverju í seinni hálfleik og við vorum bara tilbúnir að þjást. Við gerðum það og gerðum það vel.“ Viktor segir að Skagamenn ætli sér Evrópusæti en þeir eru nú einu stigi á eftir Val og sitja í fjórða sæti Bestu deildarinnar. „Ekki spurning og við viljum enda sem hæst í töflunni Ef við þurfum að klára þetta þriðja sæti til að ná þessu Evrópusæti þá bara gerum við það. Við erum að koma hratt á eftir Völsurum og vonandi náum við að byggja ofan á þetta sem við erum að gera hér.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira