„Karakter að koma til baka“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 15. ágúst 2024 20:21 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/diego „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. Þór/KA var betra liðið í fyrri hálfleik og uppskar mark á 37. mínútu þegar Margrét Árnadóttir skoraði. Það liðu þó ekki nema þrjár mínútur þar til Stjarnan hafði jafnað eftir mistök Hörpu Jóhannsdóttir í marki Þór/KA. „Manni leið í hálfleik eins og við hefðum átt að vera búnar að setja þennan leik í rúmið, breiða yfir og slökkva ljósin. Samt sem áður fórum við inn í hálfleikinn með 1-1. Það var ekki góð tilfinning.“ Stjarnan komst yfir í seinni hálfleik og leiddi lengst af 2-1 en þegar skammt var eftir af leiknum jafnaði Sandra María Jessen. „Í heildina er eg ánægður með stelpurnar, það er karakter að koma til baka. Stjörnuliðið er í hörku baráttu og búið að snúa sínu gengi við þannig við eigum að vera sáttar með stig á móti þeim. Ég vona að þetta hafi verið fjörugur leikur, ég vona að fólkið sem kom hérna hafi bara haft gaman af. Við fórum illa með góð færi en það jákvæða við það er að við vorum að búa þau til.“ Þór/KA hefur fengið á sig sjö mörk í leikjunum tveimur á undan þessum og bætust tvö við í dag. „Við höfum verið góðar í því að skora, tvö mörk í dag og í síðasta leik. Þar áður skoruðum við þrjú mörk en vandamálið er að við erum alltaf að fá á okkur mörk og yfirleitt þegar mörk eru skoruð eru það einhvers konar mistök sem við þurfum að koma í veg fyrir.“ Framundan er síðasti leikurinn í deildarkeppninni á móti Fylkir. „Við þurfum að klára þennan síðasta leik í deildarkeppninni og ég held að ef við klárum hann að þá erum við nokkuð öruggar með þriðja sætið sem varð markmiðið okkar snemma í mótinu þar sem Breiðablik og Valur eru of langt frá okkur. Það þýðir þrír heimaleikir en ekki tveir, í fyrra fengum við bara tvo. Gott markmið að ná þriðja og við ætlum að ná því.“ Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Þór/KA var betra liðið í fyrri hálfleik og uppskar mark á 37. mínútu þegar Margrét Árnadóttir skoraði. Það liðu þó ekki nema þrjár mínútur þar til Stjarnan hafði jafnað eftir mistök Hörpu Jóhannsdóttir í marki Þór/KA. „Manni leið í hálfleik eins og við hefðum átt að vera búnar að setja þennan leik í rúmið, breiða yfir og slökkva ljósin. Samt sem áður fórum við inn í hálfleikinn með 1-1. Það var ekki góð tilfinning.“ Stjarnan komst yfir í seinni hálfleik og leiddi lengst af 2-1 en þegar skammt var eftir af leiknum jafnaði Sandra María Jessen. „Í heildina er eg ánægður með stelpurnar, það er karakter að koma til baka. Stjörnuliðið er í hörku baráttu og búið að snúa sínu gengi við þannig við eigum að vera sáttar með stig á móti þeim. Ég vona að þetta hafi verið fjörugur leikur, ég vona að fólkið sem kom hérna hafi bara haft gaman af. Við fórum illa með góð færi en það jákvæða við það er að við vorum að búa þau til.“ Þór/KA hefur fengið á sig sjö mörk í leikjunum tveimur á undan þessum og bætust tvö við í dag. „Við höfum verið góðar í því að skora, tvö mörk í dag og í síðasta leik. Þar áður skoruðum við þrjú mörk en vandamálið er að við erum alltaf að fá á okkur mörk og yfirleitt þegar mörk eru skoruð eru það einhvers konar mistök sem við þurfum að koma í veg fyrir.“ Framundan er síðasti leikurinn í deildarkeppninni á móti Fylkir. „Við þurfum að klára þennan síðasta leik í deildarkeppninni og ég held að ef við klárum hann að þá erum við nokkuð öruggar með þriðja sætið sem varð markmiðið okkar snemma í mótinu þar sem Breiðablik og Valur eru of langt frá okkur. Það þýðir þrír heimaleikir en ekki tveir, í fyrra fengum við bara tvo. Gott markmið að ná þriðja og við ætlum að ná því.“
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira