Vinícius fengi milljarð á viku í Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 17:16 Vinícius Junior var lykilmaður í liði Real Madrid sem varð Evrópu- og Spánarmeistari á síðustu leiktíð. Getty/Grant Halverson Vinícius Junior, brasilíska stórstjarnan í liði Evrópumeistara Real Madrid, gæti hugsanlega verið á leiðinni frá Spáni til Sádi-Arabíu, samkvæmt heimildum ESPN. Vinícius er 24 ára gamall og átti ríkan þátt í að vinna Meistaradeildina og spænsku deildina á síðustu leiktíð. Hann er einn af þeim sem þykja koma til greina í baráttunni um Gullknöttinn í ár. Sagt er að með því að fara til Sádi-Arabíu gæti hann fengið allt að 350 milljónir evra í árslaun, eða um það bil milljarð króna í hverri viku, og því kannski ekki skrýtið að kappinn sé í það minnsta opinn fyrir hugmyndinni. Samkvæmt upplýsingum ESPN hafa verið í gangi viðræður á milli Almenna fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu (PIF) og Real Madrid varðandi Vinícius, jafnvel þó að spænska félagið vilji helst halda leikmanninum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó enn verið lagt fram. Vinícius skoraði 24 mörk alls í öllum keppnum fyrir Real Madrid á síðsutu leiktíð og er orðinn algjör lykilmaður hjá liðinu eftir að hafa komið árið 2018. Hann hefur til að mynda skorað í tveimur úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu. Samkvæmt ESPN hefur hann hingað til ekki viljað hafna þeirri hugmynd að flytjast til Sádi-Arabíu. PIF-sjóðurinn á 75% hlut í fjórum af helstu knattspyrnufélögum Sádi-Arabíu; Al Ahli, Al Ittihad, Al Hilal og Al Nassr. ESPN segir að hugmyndin sé sú að Vinícius verði sérlegur sendiherra Sádi-Arabíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem þar fer fram eftir tíu ár. Vinícius er með samning við Real Madrid sem gildir til sumarsins 2027. Klásúla er í samningi hans sem gerir hann falan fyrir einn milljarð evra en samkvæmt upplýsingum ESPN þyrfti Real þó að sætta sig við lægri upphæð til þess að salan gengi í gegn. Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinícius Júnior valinn bestur í Meistaradeildinni Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili. 3. júní 2024 15:31 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Vinícius er 24 ára gamall og átti ríkan þátt í að vinna Meistaradeildina og spænsku deildina á síðustu leiktíð. Hann er einn af þeim sem þykja koma til greina í baráttunni um Gullknöttinn í ár. Sagt er að með því að fara til Sádi-Arabíu gæti hann fengið allt að 350 milljónir evra í árslaun, eða um það bil milljarð króna í hverri viku, og því kannski ekki skrýtið að kappinn sé í það minnsta opinn fyrir hugmyndinni. Samkvæmt upplýsingum ESPN hafa verið í gangi viðræður á milli Almenna fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu (PIF) og Real Madrid varðandi Vinícius, jafnvel þó að spænska félagið vilji helst halda leikmanninum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó enn verið lagt fram. Vinícius skoraði 24 mörk alls í öllum keppnum fyrir Real Madrid á síðsutu leiktíð og er orðinn algjör lykilmaður hjá liðinu eftir að hafa komið árið 2018. Hann hefur til að mynda skorað í tveimur úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu. Samkvæmt ESPN hefur hann hingað til ekki viljað hafna þeirri hugmynd að flytjast til Sádi-Arabíu. PIF-sjóðurinn á 75% hlut í fjórum af helstu knattspyrnufélögum Sádi-Arabíu; Al Ahli, Al Ittihad, Al Hilal og Al Nassr. ESPN segir að hugmyndin sé sú að Vinícius verði sérlegur sendiherra Sádi-Arabíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem þar fer fram eftir tíu ár. Vinícius er með samning við Real Madrid sem gildir til sumarsins 2027. Klásúla er í samningi hans sem gerir hann falan fyrir einn milljarð evra en samkvæmt upplýsingum ESPN þyrfti Real þó að sætta sig við lægri upphæð til þess að salan gengi í gegn.
Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinícius Júnior valinn bestur í Meistaradeildinni Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili. 3. júní 2024 15:31 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Vinícius Júnior valinn bestur í Meistaradeildinni Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili. 3. júní 2024 15:31