„Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 13:02 Luciana Dal Agnol og Gui Malheiros áður en heimsleikarnir hófust. Hún sagði frá því á samfélagsmiðlum hvað fór fram á bak við tjöldin hjá CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði. @ludalagnol Eiginkona eins keppandans á heimsleikunum í CrossFit hefur gagnrýnt hvernig staðið var að ákvörðuninni um að halda keppni áfram á heimsleikunum. Það var gert þrátt fyrir að einn keppandi hafi drukknað í fyrstu grein leikanna. Luciana Dal Agnol er eiginkona Gui Malheiros, keppanda á heimsleikunum í CrossFit. Hann var einn af þeim sem treysti sér ekki til að halda keppni áfram. CrossFit samtökin héldu fundu með keppendum um kvöldið á þessum hræðilega degi þar sem Lazar Dukic drukknaði. Fjölmiðlafólk hafði ekki aðgang að fundinum. Stóðu upp og yfirgáfu fundinn Dal Agnol sagði frá því sem fór fram á fundinum á samfélagsmiðum sínum. Fundurinn tók marga klukkutíma. Það er hennar mat að ákvörðunin um að halda keppni áfram hafi verið tekin án þess að taka almennilega mið af andlegu ástandi íþróttafólksins eða hvaða áhrif það hefði á alla, að halda keppni áfram. „Strax í upphafi þá tilkynntu þau að keppninni yrði haldið áfram. Á þeim tímapunkti stóðu nokkrir keppendur upp og yfirgáfu fundinn. Þar á meðal var Gui því að hans mati var það óásættanlegt að halda áfram eftir slíkan harmleik,“ sagði Dal Agnol samkvæmt frétt Boxrox vefsins. Luciana segir þó að þau hjónin hafi snúið aftur á fundinn með von um það að geta komið með sín sjónarmið inn í umræðuna. Fundurinn tók alls fjóra klukkutíma. Eyddu mörgum klukkutímum þarna „Við eyddum mörgum klukkutímum þarna. Íþróttafólkið kom með hugmyndir um hvað væri hægt að gera til að þeim liði aðeins betur með það að keppa. Sem dæmi að allir væru í bol með nafninu hans og ekki því að auglýsa einhver fyrirtæki. Gera allt til heiðurs Lazars,“ sagði Dal Agnol. „Það var líka lagt til að verðlaunafénu yrði skipt jafnt á milli allra keppenda þannig að þetta yrði ekki lengur peningakeppni. Restin færi síðan til fjölskyldu Lazars. Þrátt fyrir allt þetta þá var lokaákvörðunin að halda áfram eins og hafði verið skipulagt. Þetta var ákvörðun sem gaf ekki rétta mynd af því sem íþróttafólkið vildi gera,“ sagði Dal Agnol. Ekki hlustað „Það var ekki hlustað á það sem íþróttafólkið eða þjálfararnir höfðu lagt til. Þeir vildu bara deila ábyrgðinni með íþróttafólkinu en gerðu síðan bara það sem þeir vildu gera. Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf,“ sagði Dal Agnol. Það má lesa meira hér. View this post on Instagram A post shared by BOXROX (@boxrox) CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Luciana Dal Agnol er eiginkona Gui Malheiros, keppanda á heimsleikunum í CrossFit. Hann var einn af þeim sem treysti sér ekki til að halda keppni áfram. CrossFit samtökin héldu fundu með keppendum um kvöldið á þessum hræðilega degi þar sem Lazar Dukic drukknaði. Fjölmiðlafólk hafði ekki aðgang að fundinum. Stóðu upp og yfirgáfu fundinn Dal Agnol sagði frá því sem fór fram á fundinum á samfélagsmiðum sínum. Fundurinn tók marga klukkutíma. Það er hennar mat að ákvörðunin um að halda keppni áfram hafi verið tekin án þess að taka almennilega mið af andlegu ástandi íþróttafólksins eða hvaða áhrif það hefði á alla, að halda keppni áfram. „Strax í upphafi þá tilkynntu þau að keppninni yrði haldið áfram. Á þeim tímapunkti stóðu nokkrir keppendur upp og yfirgáfu fundinn. Þar á meðal var Gui því að hans mati var það óásættanlegt að halda áfram eftir slíkan harmleik,“ sagði Dal Agnol samkvæmt frétt Boxrox vefsins. Luciana segir þó að þau hjónin hafi snúið aftur á fundinn með von um það að geta komið með sín sjónarmið inn í umræðuna. Fundurinn tók alls fjóra klukkutíma. Eyddu mörgum klukkutímum þarna „Við eyddum mörgum klukkutímum þarna. Íþróttafólkið kom með hugmyndir um hvað væri hægt að gera til að þeim liði aðeins betur með það að keppa. Sem dæmi að allir væru í bol með nafninu hans og ekki því að auglýsa einhver fyrirtæki. Gera allt til heiðurs Lazars,“ sagði Dal Agnol. „Það var líka lagt til að verðlaunafénu yrði skipt jafnt á milli allra keppenda þannig að þetta yrði ekki lengur peningakeppni. Restin færi síðan til fjölskyldu Lazars. Þrátt fyrir allt þetta þá var lokaákvörðunin að halda áfram eins og hafði verið skipulagt. Þetta var ákvörðun sem gaf ekki rétta mynd af því sem íþróttafólkið vildi gera,“ sagði Dal Agnol. Ekki hlustað „Það var ekki hlustað á það sem íþróttafólkið eða þjálfararnir höfðu lagt til. Þeir vildu bara deila ábyrgðinni með íþróttafólkinu en gerðu síðan bara það sem þeir vildu gera. Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf,“ sagði Dal Agnol. Það má lesa meira hér. View this post on Instagram A post shared by BOXROX (@boxrox)
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira