„Líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu“ Hinrik Wöhler skrifar 10. ágúst 2024 18:58 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, naut sín vel í blíðunni í dag á Kópavogsvelli. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, hrósaði sigri á Kópavogsvelli í dag. Blikar sigruðu Þór-KA í miklum markaleik og endaði leikurinn 4-2. Það var létt yfir þjálfaranum í blíðunni í Kópavogi þegar hann var gripinn í viðtal skömmu eftir leik. „Í þau skipti sem við höfum spilað við þær þá hefur það verið á slæmum velli í vondu veðri þannig það var gott að hafa góðan fótboltaleik við frábærar aðstæður. Bæði lið spiluðu vel í dag,“ sagði Nik. Breiðablik stjórnaði fyrri hálfleiknum en liðið fékk á sig jöfnunarmark á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Nik hefði viljað klára leikinn fyrr en var þó sáttur með spilamennskuna. „Í fyrri hálfleik hefðum við átt við að klára leikinn, allavega vera 2-0 yfir hálfleik, það var frekar lélegt að gefa þeim jöfnunarmark í 1-1 og svo strax aftur í 2-2. Þegar við náðum fjórða markinu var leikurinn búinn. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu.“ Nik hélt síðan áfram að ræða um fyrra jöfnunarmark Þór/KA og telur að liðið eigi að geta gert betur. „Sérstaklega hvernig það kom til en við lærum af því. Við fórum inn í hálfleikinn eins og jöfnunarmarkið skipti ekki máli. Í síðari hálfleik héldum við bara áfram því sem við vorum að gera og vorum viss um að við myndum ná sigri,“ sagði Nik. Með sigrinum munar aðeins einu stigi á toppliði Vals og Breiðabliks. Nik er brattur fyrir lokasprettinum í Bestu deildinni. Bikarúrslit framundan „Sjö leikir eftir og ef við vinnum þá alla þá vinnum við deildina. En fyrst er það bikarúrslitin á föstudaginn og það verður mikið sjónarspil.“ Einn af máttarstólpum í liði Blika, Ásta Eir Árnadóttir, var á varamannabekknum í dag en Nik segir að hún hafi meiðst lítillega. „Smá meiðsli á mjöðm, kom eiginlega upp úr engu. Við munum sjá hvernig það verður á föstudaginn fyrir bikarinn. Þetta er stundum svona en við fengum Kristínu Dís [Árnadóttur] sem getur staðið vaktina þarna en þetta er ekki langtímameiðsli.“ Framundan er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum þar sem Breiðablik mætir Val á föstudag. „Í dag var erfiður leikur sem við þurftum að klára og tryggja þessi þrjú stig svo við erum nálægt Val. Nú færist einbeitingin á bikarinn og við munum klárlega njóta bikarúrslitanna,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Fleiri fréttir Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
Það var létt yfir þjálfaranum í blíðunni í Kópavogi þegar hann var gripinn í viðtal skömmu eftir leik. „Í þau skipti sem við höfum spilað við þær þá hefur það verið á slæmum velli í vondu veðri þannig það var gott að hafa góðan fótboltaleik við frábærar aðstæður. Bæði lið spiluðu vel í dag,“ sagði Nik. Breiðablik stjórnaði fyrri hálfleiknum en liðið fékk á sig jöfnunarmark á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Nik hefði viljað klára leikinn fyrr en var þó sáttur með spilamennskuna. „Í fyrri hálfleik hefðum við átt við að klára leikinn, allavega vera 2-0 yfir hálfleik, það var frekar lélegt að gefa þeim jöfnunarmark í 1-1 og svo strax aftur í 2-2. Þegar við náðum fjórða markinu var leikurinn búinn. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu.“ Nik hélt síðan áfram að ræða um fyrra jöfnunarmark Þór/KA og telur að liðið eigi að geta gert betur. „Sérstaklega hvernig það kom til en við lærum af því. Við fórum inn í hálfleikinn eins og jöfnunarmarkið skipti ekki máli. Í síðari hálfleik héldum við bara áfram því sem við vorum að gera og vorum viss um að við myndum ná sigri,“ sagði Nik. Með sigrinum munar aðeins einu stigi á toppliði Vals og Breiðabliks. Nik er brattur fyrir lokasprettinum í Bestu deildinni. Bikarúrslit framundan „Sjö leikir eftir og ef við vinnum þá alla þá vinnum við deildina. En fyrst er það bikarúrslitin á föstudaginn og það verður mikið sjónarspil.“ Einn af máttarstólpum í liði Blika, Ásta Eir Árnadóttir, var á varamannabekknum í dag en Nik segir að hún hafi meiðst lítillega. „Smá meiðsli á mjöðm, kom eiginlega upp úr engu. Við munum sjá hvernig það verður á föstudaginn fyrir bikarinn. Þetta er stundum svona en við fengum Kristínu Dís [Árnadóttur] sem getur staðið vaktina þarna en þetta er ekki langtímameiðsli.“ Framundan er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum þar sem Breiðablik mætir Val á föstudag. „Í dag var erfiður leikur sem við þurftum að klára og tryggja þessi þrjú stig svo við erum nálægt Val. Nú færist einbeitingin á bikarinn og við munum klárlega njóta bikarúrslitanna,“ sagði Nik að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Fleiri fréttir Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira