Keppni heldur áfram á heimsleikunum: „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. ágúst 2024 08:00 Snorri Barón Jónsson er staddur á heimsleikunum þar sem Lazar Ðukic lést í gær. Heimsleikarnir í CrossFit hófust á fimmtudag en keppni var skyndilega hætt þegar Lazar Ðukic drukknaði. Umdeild ákvörðun var svo tekin í gær um að halda keppni áfram yfir helgina. Umboðsmaðurinn Snorri Barón segir íþróttafólk ekki allt andlega tilbúið til þess. Hræðilegur atburður átti sér stað í fyrstu grein keppninnar þar sem keppendur hlupu fyrst fimm kílómetra og áttu svo að synda átta hundruð metra. Lazar Ðukic var meðal fremstu manna í sundinu en skilaði sér ekki upp úr vatninu. „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni, drukkni eða hvað annað. Það er rosalega margt búið að koma fram núna eftir á sem bendir skýrt á að það var eitt og annað ábótavant. Mögulega eða örugglega jafnvel, hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega slys,“ segir Snorri Barón Jónsson, CrossFit umboðsmaður sem staddur er á heimsleikunum í Fort Worth, Texas. Andlegt ójafnvægi Umdeild ákvörðun var tekin að halda áfram keppni á heimsleikunum um helgina, sem íþróttafólkið þarf að sætta sig við eða segja sig frá keppni. „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið. Það er enginn búinn að ná utan um þetta. Fólki líður mjög skringilega en ég finn alveg líka til með þeim sem eru að halda viðburðinn, það eru þúsundir manna samankomnir og rosalega mikið á línunni. Það er bara verið að finna út úr því hvernig er best að gera þetta því það bjó sig enginn undir þetta. Þetta er bara erfitt, sama hver niðurstaðan er verður þetta alltaf erfitt.“ Hlupu áður en þau stungu sér til sunds Gagnrýni beindist einnig að skipuleggjendum fyrir röðun keppnisgreina. Margir benda á hættuna sem felst í því að hafa sund á eftir hlaupi, frekar en öfugt. Til dæmis má nefna að í þríþrautarkeppnum er sund alltaf fyrsta grein, svo keppendur örmagnist frekar á landi en í vatni. „Svo ég gefi smá samhengi. Á heimsleikunum í CrossFit er búið að sía úr hundruðum þúsunda íþróttamanna niður í áttatíu, sem koma saman á hverju ári og leggja á sig ótrúlegt erfiði í fjóra daga. Þetta var fyrsti viðburðurinn, snemma um morgun… Það er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á og benda á að sundið hefði örugglega átt að vera fyrst en ég hef ekki sérþekkingu til að tjá mig um það,“ segir Snorri og bætir við: „Lazar var gríðarlega góður sundmaður, einn af þeim sem var talinn hvað líklegastur til að vinna þessa fyrstu þraut og hann var nokkuð framarlega. Fyrir lífverðina var ekkert endalaust af fólki sem þurfti að hafa augu á þegar þetta gerist, sem gerir þetta svo sárt líka.“ Ákvörðunin tekin í samráði við fjölskylduna Hávær áköll bárust úr ýmsum áttum að blása keppnina af en ákvörðunin er tekin í samráði fjölskyldu Lazars, þar með talið bróður hans Luka Ðukic sem var einnig meðal keppenda. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Snorri Barón veitti viðtal í Sportpakkanum í gær sem má sjá í spilaranum hér að ofan. CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Hræðilegur atburður átti sér stað í fyrstu grein keppninnar þar sem keppendur hlupu fyrst fimm kílómetra og áttu svo að synda átta hundruð metra. Lazar Ðukic var meðal fremstu manna í sundinu en skilaði sér ekki upp úr vatninu. „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni, drukkni eða hvað annað. Það er rosalega margt búið að koma fram núna eftir á sem bendir skýrt á að það var eitt og annað ábótavant. Mögulega eða örugglega jafnvel, hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega slys,“ segir Snorri Barón Jónsson, CrossFit umboðsmaður sem staddur er á heimsleikunum í Fort Worth, Texas. Andlegt ójafnvægi Umdeild ákvörðun var tekin að halda áfram keppni á heimsleikunum um helgina, sem íþróttafólkið þarf að sætta sig við eða segja sig frá keppni. „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið. Það er enginn búinn að ná utan um þetta. Fólki líður mjög skringilega en ég finn alveg líka til með þeim sem eru að halda viðburðinn, það eru þúsundir manna samankomnir og rosalega mikið á línunni. Það er bara verið að finna út úr því hvernig er best að gera þetta því það bjó sig enginn undir þetta. Þetta er bara erfitt, sama hver niðurstaðan er verður þetta alltaf erfitt.“ Hlupu áður en þau stungu sér til sunds Gagnrýni beindist einnig að skipuleggjendum fyrir röðun keppnisgreina. Margir benda á hættuna sem felst í því að hafa sund á eftir hlaupi, frekar en öfugt. Til dæmis má nefna að í þríþrautarkeppnum er sund alltaf fyrsta grein, svo keppendur örmagnist frekar á landi en í vatni. „Svo ég gefi smá samhengi. Á heimsleikunum í CrossFit er búið að sía úr hundruðum þúsunda íþróttamanna niður í áttatíu, sem koma saman á hverju ári og leggja á sig ótrúlegt erfiði í fjóra daga. Þetta var fyrsti viðburðurinn, snemma um morgun… Það er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á og benda á að sundið hefði örugglega átt að vera fyrst en ég hef ekki sérþekkingu til að tjá mig um það,“ segir Snorri og bætir við: „Lazar var gríðarlega góður sundmaður, einn af þeim sem var talinn hvað líklegastur til að vinna þessa fyrstu þraut og hann var nokkuð framarlega. Fyrir lífverðina var ekkert endalaust af fólki sem þurfti að hafa augu á þegar þetta gerist, sem gerir þetta svo sárt líka.“ Ákvörðunin tekin í samráði við fjölskylduna Hávær áköll bárust úr ýmsum áttum að blása keppnina af en ákvörðunin er tekin í samráði fjölskyldu Lazars, þar með talið bróður hans Luka Ðukic sem var einnig meðal keppenda. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Snorri Barón veitti viðtal í Sportpakkanum í gær sem má sjá í spilaranum hér að ofan.
CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira