Aflýsir fundi eftir viðvörun um mögulegan ofurskjálfta Jón Þór Stefánsson skrifar 9. ágúst 2024 16:41 Öflugir jarðskjálftar urðu í Japan skömmu eftir áramót á þessu ári. Sá stærsti var 7,1 að stærð, jafnstór og skjálfti sem var við landið í vikunni en olli talsvert minna tjóni. Getty Japönsk stjórnvöld hafa gefið út viðvörun vegna mögulegs ofurjarðskjálfta í kjölfar stórs skjálfta sem reið yfir á þriðjudag sem mældist 7,1 að stærð. Sá skjálfti varð á um það bil þrjátíu kílómerta dýpi sunnan við eyjuna Kyushu, sem er þriðja stærsta eyja Japan og telst ein af fjórum aðaleyjum landsins. Nokkrir slösuðust en enginn lést og engar meiriháttar skemmdir urðu vegna skjálftans. Í kjölfarið gaf Veðurstofa Japan út áðurnefnda viðvörun vegna mögulegs ofurskjálfta og vegna mögulegrar skjálftaflóðbylgju. Þrátt fyrir að veðurstofan telji áhættuna á risastórum jarðskjálfta meiri en vanalega telur hún ekki víst að slíkur skjálfti muni eiga sér stað á næstu dögum. Haft hefur verið eftir vísindamönnum að sjötíu til áttatíu prósent líkur séu á að ofurskjálfti, sem myndi mælast um 8 eða 9 að stærð, eigi sér stað á næstu þrjátíu árum. Samkvæmt verstu sviðsmynd sem sérfræðingar hafa teiknað upp myndu 300 þúsund manns láta lífið í slíkum atburði. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, aflýsti opinberri heimsókn sinni til mið-Asíu sem átti að fara fram um helgina í kjölfar viðvörunarinnar. Hann ætlaði að funda með leiðtogum Kasakstan, Kirgistan, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan í Astana, höfuðborg fyrstnefnda landsins. Ef umræddur jarðskjálfti myndi eiga sér stað er talið að hann myndi verða í Nanki-öldudölnum, sem er á milli tveggja jarðskropufleka á Kyrrahafinu. En öldudalurinn er við suðurströnd Japan. Japan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Sá skjálfti varð á um það bil þrjátíu kílómerta dýpi sunnan við eyjuna Kyushu, sem er þriðja stærsta eyja Japan og telst ein af fjórum aðaleyjum landsins. Nokkrir slösuðust en enginn lést og engar meiriháttar skemmdir urðu vegna skjálftans. Í kjölfarið gaf Veðurstofa Japan út áðurnefnda viðvörun vegna mögulegs ofurskjálfta og vegna mögulegrar skjálftaflóðbylgju. Þrátt fyrir að veðurstofan telji áhættuna á risastórum jarðskjálfta meiri en vanalega telur hún ekki víst að slíkur skjálfti muni eiga sér stað á næstu dögum. Haft hefur verið eftir vísindamönnum að sjötíu til áttatíu prósent líkur séu á að ofurskjálfti, sem myndi mælast um 8 eða 9 að stærð, eigi sér stað á næstu þrjátíu árum. Samkvæmt verstu sviðsmynd sem sérfræðingar hafa teiknað upp myndu 300 þúsund manns láta lífið í slíkum atburði. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, aflýsti opinberri heimsókn sinni til mið-Asíu sem átti að fara fram um helgina í kjölfar viðvörunarinnar. Hann ætlaði að funda með leiðtogum Kasakstan, Kirgistan, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan í Astana, höfuðborg fyrstnefnda landsins. Ef umræddur jarðskjálfti myndi eiga sér stað er talið að hann myndi verða í Nanki-öldudölnum, sem er á milli tveggja jarðskropufleka á Kyrrahafinu. En öldudalurinn er við suðurströnd Japan.
Japan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira