Ræddu um liðsval og tíðar breytingar Jökuls: „Þetta er bara bull“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Jökull Elísabetarson er á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari Stjörnunnar. vísir/diego Tíðar breytingar Jökuls Elísabetarsonar á byrjunarliði Stjörnunnar voru til umræðu í Stúkunni í gær. Jökull gerði sjö breytingar á Stjörnuliðinu fyrir leikinn gegn Fram sem tapaðist, 2-1. Í síðustu sex leikjum hefur hann gert 29 breytingar á byrjunarliði Garðbæinga. „Við hrósuðum Jökli og fannst eiginlega hálf ótrúlegt hvernig þeir komust í gegnum leikinn gegn ÍA með allar þessar breytingar, sérstaklega hvað voru margir að spila út úr stöðu. Þetta er ekkert hægt svona,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Stúkunni í gær. Hann benti ennfremur á að auk breytinga á byrjunarliðinu væri Jökull gjarn á að færa menn til í stöðum. „Það er eiginlega bara einn leikmaður í þessu liði sem er með stöðu, fyrir utan markverðina, og það er Emil Atlason. Allir aðrir hafa á einhverjum tímapunkti verið færðir,“ sagði Albert. „Þetta er bara bull. Jökull fer sínar eigin leiðir en stundum aðeins of mikið.“ Fá svör eftir undirbúningstímabilið Atli Viðar Björnsson tók undir með Alberti. „Mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika. Þeir hrærðu mjög mikið í liðinu í vetur og þegar líða fór nær móti gat enginn sagt með vissu hvernig liðið væri og hvernig þeir kæmu undan vetri,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Stúkan - Umræða um Stjörnuna „Þetta fór hægt af stað og tímabilið er ekki búið að vera gott í stóra samhengingu. En fyrir svona tíu dögum, hálfum mánuði, hefði ég viljað segja að Stjarnan væri á besta mögulega stað upp undir heilt ár, níu mánuði. Mér fannst þetta vera að smella. Svo bíða þeir þetta afhroð í Evrópuleik í síðustu viku [gegn Paide, 4-0] og það er eins og þetta hafi verið kjaftshögg sem þeir voru ekki staðnir upp eftir í Úlfarárdalnum. Frammistaðan þar var beint framhald af leiknum úti þar sem þeir voru meðvitundarlausir.“ Stjarnan er í 7. sæti Bestu deildarinnar með 23 stig eftir sautján leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Jökull gerði sjö breytingar á Stjörnuliðinu fyrir leikinn gegn Fram sem tapaðist, 2-1. Í síðustu sex leikjum hefur hann gert 29 breytingar á byrjunarliði Garðbæinga. „Við hrósuðum Jökli og fannst eiginlega hálf ótrúlegt hvernig þeir komust í gegnum leikinn gegn ÍA með allar þessar breytingar, sérstaklega hvað voru margir að spila út úr stöðu. Þetta er ekkert hægt svona,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Stúkunni í gær. Hann benti ennfremur á að auk breytinga á byrjunarliðinu væri Jökull gjarn á að færa menn til í stöðum. „Það er eiginlega bara einn leikmaður í þessu liði sem er með stöðu, fyrir utan markverðina, og það er Emil Atlason. Allir aðrir hafa á einhverjum tímapunkti verið færðir,“ sagði Albert. „Þetta er bara bull. Jökull fer sínar eigin leiðir en stundum aðeins of mikið.“ Fá svör eftir undirbúningstímabilið Atli Viðar Björnsson tók undir með Alberti. „Mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika. Þeir hrærðu mjög mikið í liðinu í vetur og þegar líða fór nær móti gat enginn sagt með vissu hvernig liðið væri og hvernig þeir kæmu undan vetri,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Stúkan - Umræða um Stjörnuna „Þetta fór hægt af stað og tímabilið er ekki búið að vera gott í stóra samhengingu. En fyrir svona tíu dögum, hálfum mánuði, hefði ég viljað segja að Stjarnan væri á besta mögulega stað upp undir heilt ár, níu mánuði. Mér fannst þetta vera að smella. Svo bíða þeir þetta afhroð í Evrópuleik í síðustu viku [gegn Paide, 4-0] og það er eins og þetta hafi verið kjaftshögg sem þeir voru ekki staðnir upp eftir í Úlfarárdalnum. Frammistaðan þar var beint framhald af leiknum úti þar sem þeir voru meðvitundarlausir.“ Stjarnan er í 7. sæti Bestu deildarinnar með 23 stig eftir sautján leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
„Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn