Mikil viðbrögð eftir atvikið hræðilega á heimsleikunum Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2024 19:22 Leitað var að Lazar Dukic á Marine Creek vatninu í Texas í dag. Vísir/AP Forsvarsmenn heimsleikanna í CrossFit fá mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum eftir dauðsfall keppanda á leikunum í dag. Annie Mist Þórisdóttir hefur sent fjölskyldu hins látna samúðarkveðjur. Forráðamenn heimsleikanna í CrossFit staðfestu í dag að keppandi hefði látist í fyrstu grein dagsins en leikarnir hófust í morgun í Texas í Bandaríkjunum. Dauðsfallið átti sér stað í sundhluta greinar þar sem keppendur áttu bæði að synda og hlaupa. Leit hófst að Serbanum Lazar Dukic þegar hann skilaði sér ekki yfir endalínuna en forráðamenn heimsleikanna nafngreindu ekki þann sem lést í yfirlýsingu sinni. Í kjölfar yfirlýsingarinnar hafa forsvarsmenn heimsleikana fengið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum. Á samfélagsmiðlinum X má finna myndband þar sem sýnt er frá sundkeppninni. Þar sjást keppendur koma að landi og skammt frá bakkanum má sjá þar sem Dukic á í miklum erfiðleikum á sundinu. Starfsmenn sjást á brettum og í landi örskammt frá en virðast ekki taka eftir því sem er í gangi. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan og við vörum lesendur við því sem þar má sjá. Can’t fathom being at this race and witnessing this man gasping for air & his body going missingHow in the world did nobody working the CrossFit Games not see this man drowning this close to the finish line???What a fuckin horrific moment pic.twitter.com/B9kHzpWhcq— Will Compton (@_willcompton) August 8, 2024 Fjölmargir kalla eftir því að forráðamenn heimsleikanna séu látnir svara fyrir atvikið í dag. Gagnrýni í garð þeirra snýst meðal annars að skorti á starfsmönnum og á viðbrögðum þeirra sem til staðar eru. Keppni á heimsleikunum var frestað út daginn eftir að Dukic fannst og óvíst er hvenær og hvort hún hefst á ný. This tragedy happened right in our backyard.... preventable drowning at CrossFit games in Fort Worth. Video shows two officials on paddleboards did not lend assistance when the athlete was struggling in water. Just terrible. @oldwaver @corbydavidson https://t.co/G1IYgWuzbA— Baker Mayfield Statue (@statue_baker) August 8, 2024 The fact that a CrossFit spectator attempting to save a drowning man was turned away by a clown lifeguard on a paddle board is beyond abhorrent. There’s a reason swimming is first in triathlons. The negligence is unbelievable and tragic— Megs (@Rad_Megss) August 8, 2024 Þekktir íþróttamenn úr CrossFit-heiminum hafa sent samúðarkveðjur á samfélagsmiðlum. Annie Mist Þórisdóttir er ein þeirra en hún hefur í tvígang borið sigur úr býtum á heimsleikunum. Annie Mist sendir samúðarkveðjur á Instagram.Skjáskot „Hugur minn er hjá Dukic-fjölskyldunni. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þeim líður en þið megið vita að hugur minn og hjarta er hjá ykkur,“ skrifar Annie Mist en meðal annarra íþróttamanna sem hafa sent kveðju er margfaldur sigurvegari heimsleikanna í kvennaflokki Tia-Clair Toomey-Orr og Rich Froning sem fjórum sinnum hefur unnið í karlaflokki. CrossFit Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Forráðamenn heimsleikanna í CrossFit staðfestu í dag að keppandi hefði látist í fyrstu grein dagsins en leikarnir hófust í morgun í Texas í Bandaríkjunum. Dauðsfallið átti sér stað í sundhluta greinar þar sem keppendur áttu bæði að synda og hlaupa. Leit hófst að Serbanum Lazar Dukic þegar hann skilaði sér ekki yfir endalínuna en forráðamenn heimsleikanna nafngreindu ekki þann sem lést í yfirlýsingu sinni. Í kjölfar yfirlýsingarinnar hafa forsvarsmenn heimsleikana fengið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum. Á samfélagsmiðlinum X má finna myndband þar sem sýnt er frá sundkeppninni. Þar sjást keppendur koma að landi og skammt frá bakkanum má sjá þar sem Dukic á í miklum erfiðleikum á sundinu. Starfsmenn sjást á brettum og í landi örskammt frá en virðast ekki taka eftir því sem er í gangi. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan og við vörum lesendur við því sem þar má sjá. Can’t fathom being at this race and witnessing this man gasping for air & his body going missingHow in the world did nobody working the CrossFit Games not see this man drowning this close to the finish line???What a fuckin horrific moment pic.twitter.com/B9kHzpWhcq— Will Compton (@_willcompton) August 8, 2024 Fjölmargir kalla eftir því að forráðamenn heimsleikanna séu látnir svara fyrir atvikið í dag. Gagnrýni í garð þeirra snýst meðal annars að skorti á starfsmönnum og á viðbrögðum þeirra sem til staðar eru. Keppni á heimsleikunum var frestað út daginn eftir að Dukic fannst og óvíst er hvenær og hvort hún hefst á ný. This tragedy happened right in our backyard.... preventable drowning at CrossFit games in Fort Worth. Video shows two officials on paddleboards did not lend assistance when the athlete was struggling in water. Just terrible. @oldwaver @corbydavidson https://t.co/G1IYgWuzbA— Baker Mayfield Statue (@statue_baker) August 8, 2024 The fact that a CrossFit spectator attempting to save a drowning man was turned away by a clown lifeguard on a paddle board is beyond abhorrent. There’s a reason swimming is first in triathlons. The negligence is unbelievable and tragic— Megs (@Rad_Megss) August 8, 2024 Þekktir íþróttamenn úr CrossFit-heiminum hafa sent samúðarkveðjur á samfélagsmiðlum. Annie Mist Þórisdóttir er ein þeirra en hún hefur í tvígang borið sigur úr býtum á heimsleikunum. Annie Mist sendir samúðarkveðjur á Instagram.Skjáskot „Hugur minn er hjá Dukic-fjölskyldunni. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þeim líður en þið megið vita að hugur minn og hjarta er hjá ykkur,“ skrifar Annie Mist en meðal annarra íþróttamanna sem hafa sent kveðju er margfaldur sigurvegari heimsleikanna í kvennaflokki Tia-Clair Toomey-Orr og Rich Froning sem fjórum sinnum hefur unnið í karlaflokki.
CrossFit Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira