Harris orðin frambjóðandi demókrata og kynnir varaforsetaefni sitt Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 07:49 Aldrei áður hefur þeldökk kona verið frambjóðandi annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum til forseta. Hér sést Kamala Harris veifa til stuðningsmanna sinna á kosningafundi í Atlanta í Georgíu í síðustu viku. AP/John Bazemore Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, tryggði sér formlega útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni hans í gær. Hún hyggst kynna varaforsetaefni sitt á kosningafundi í Pennsylvaníu í dag. Rafrænni atkvæðagreiðslu landsfundarfulltrúa Demókrataflokksins lauk í gær og greiddu 99 prósent þeirra henni atkvæði sitt. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt og áður en formlegur landsfundur flokksins fer fram síðar í þessum mánuði til þess að tryggja að frambjóðandi demókrata komist á kjörseðilinn í öllum ríkjum. Harris verður þar með fyrsta þeldökka konan sem er forsetaefni annars stóru flokkanna tveggja. Til marks um hversu fljót Harris var að fylkja flokknum að baki sér eftir að Joe Biden forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér áfram í síðasta mánuði segir AP-fréttastofan að það hafi aðeins tekið varaforsetann 32 klukkustundir að tryggja sér stuðning nægilega marga landsfundarfulltrúa til þess að hljóta útnefninguna. Öll athyglin hefur því beinst að því hvern Harris velur sem varaforsetaefni sitt. Gengið hefur verið út frá því að hún velji hvítan karlmann til verksins. Washington Post segir Harris hafa fundað með að minnsta kosti þremur mögulegum varaforsetaefnum á sunnudag, þeim Josh Shapiro, ríkisstjóra í Pennsylvaníu, Mark Kelly, öldungadeildarþingmanni frá Arizona, og Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota. Búist er við því að framboðið tilkynni hver hreppir hnossið í dag og þau Harris komi svo fram saman á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í kvöld. Í framhaldinu ferðast Harris til lykilríkjanna Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu, Arizona og Nevada. Töluverður viðsnúningur hefur orðið í kosningabaráttunni eftir brotthvarf Biden. Harris mælist nú með umtalsvert meiri stuðning en hann gerði gegn Donald Trump í skoðanakönnunum. Frambjóðendurnir eru nú svo gott sem jafnir en útlit hafði verið fyrir að Biden ætti verulega undir högg að sækja gegn Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. 3. ágúst 2024 23:15 „Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. 3. ágúst 2024 09:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Rafrænni atkvæðagreiðslu landsfundarfulltrúa Demókrataflokksins lauk í gær og greiddu 99 prósent þeirra henni atkvæði sitt. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt og áður en formlegur landsfundur flokksins fer fram síðar í þessum mánuði til þess að tryggja að frambjóðandi demókrata komist á kjörseðilinn í öllum ríkjum. Harris verður þar með fyrsta þeldökka konan sem er forsetaefni annars stóru flokkanna tveggja. Til marks um hversu fljót Harris var að fylkja flokknum að baki sér eftir að Joe Biden forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér áfram í síðasta mánuði segir AP-fréttastofan að það hafi aðeins tekið varaforsetann 32 klukkustundir að tryggja sér stuðning nægilega marga landsfundarfulltrúa til þess að hljóta útnefninguna. Öll athyglin hefur því beinst að því hvern Harris velur sem varaforsetaefni sitt. Gengið hefur verið út frá því að hún velji hvítan karlmann til verksins. Washington Post segir Harris hafa fundað með að minnsta kosti þremur mögulegum varaforsetaefnum á sunnudag, þeim Josh Shapiro, ríkisstjóra í Pennsylvaníu, Mark Kelly, öldungadeildarþingmanni frá Arizona, og Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota. Búist er við því að framboðið tilkynni hver hreppir hnossið í dag og þau Harris komi svo fram saman á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í kvöld. Í framhaldinu ferðast Harris til lykilríkjanna Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu, Arizona og Nevada. Töluverður viðsnúningur hefur orðið í kosningabaráttunni eftir brotthvarf Biden. Harris mælist nú með umtalsvert meiri stuðning en hann gerði gegn Donald Trump í skoðanakönnunum. Frambjóðendurnir eru nú svo gott sem jafnir en útlit hafði verið fyrir að Biden ætti verulega undir högg að sækja gegn Trump.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. 3. ágúst 2024 23:15 „Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. 3. ágúst 2024 09:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. 3. ágúst 2024 23:15
„Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. 3. ágúst 2024 09:01