Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 15:00 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum féll umtalsvert í dag, í kjölfar mikillar lækkunar í Asíu og Evrópu. Lækkunin í Asíu og Evrópu kom til vegna áhyggna af bandaríska efnahagnum. Í Bandaraíkjunum féll S&P 500 um 4,1 prósent, og tæknirisinn Nasdaq féll um 6,3 prósent. Í Lundúnum féll FTSE 100 sjóðurinn um 2,8 prósent, og í París féll CAC-40 um 2,5 prósent. DAX í Frankfurt féll um 3,2 prósent. Þar áður féllu markaðir í Asíu, þar sem Nikkei 225 í Japan féll um 12,4 prósent, eða um 4,451 stig. Það er stærsta hrun þess frá upphafi. Markaðir féllu einnig í Taiwan, Suður-Kóreu, Indlandi, Ástralíu, Hong Kong og Shanghai. Kemur til vegna vinnumarkaðstalna Lækkunin kom beint í kjölfar nýrra vinnumarkaðstalna í Bandaríkjunum, en þar jókst atvinnuleysi úr 4,1 prósentum í 4,3 prósent. Þetta olli áhyggjum um að vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum væri farinn að kólna. Gunnar Örn Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion Banka, segir að vinnumarkaðstölurnar í síðustu viku hafi ýtt þessu öllu af stað. Þetta hafi ef til vill komið á óvart, því hagvaxtartölur vikuna þar á undan vestanhafs voru yfir væntingum markaðsaðila. „Markaðurinn hefur verið frekar yfirspenntur virðist vera, og miklar væntingar í honum,“ segir Gunnar. Yfirleitt rétti markaðurinn svo úr kútnum. Lækkunin hefur fyrst og fremst áhrif á tæknifyrirtæki, segir Gunnar, en áhrifin hafi smitáhrif á allan hlutabréfamarkaðinn. Gunnar segir að nú séu meiri líkur á því að bandaríski seðlabankinn lækki vexti í september. Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í Bandaraíkjunum féll S&P 500 um 4,1 prósent, og tæknirisinn Nasdaq féll um 6,3 prósent. Í Lundúnum féll FTSE 100 sjóðurinn um 2,8 prósent, og í París féll CAC-40 um 2,5 prósent. DAX í Frankfurt féll um 3,2 prósent. Þar áður féllu markaðir í Asíu, þar sem Nikkei 225 í Japan féll um 12,4 prósent, eða um 4,451 stig. Það er stærsta hrun þess frá upphafi. Markaðir féllu einnig í Taiwan, Suður-Kóreu, Indlandi, Ástralíu, Hong Kong og Shanghai. Kemur til vegna vinnumarkaðstalna Lækkunin kom beint í kjölfar nýrra vinnumarkaðstalna í Bandaríkjunum, en þar jókst atvinnuleysi úr 4,1 prósentum í 4,3 prósent. Þetta olli áhyggjum um að vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum væri farinn að kólna. Gunnar Örn Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion Banka, segir að vinnumarkaðstölurnar í síðustu viku hafi ýtt þessu öllu af stað. Þetta hafi ef til vill komið á óvart, því hagvaxtartölur vikuna þar á undan vestanhafs voru yfir væntingum markaðsaðila. „Markaðurinn hefur verið frekar yfirspenntur virðist vera, og miklar væntingar í honum,“ segir Gunnar. Yfirleitt rétti markaðurinn svo úr kútnum. Lækkunin hefur fyrst og fremst áhrif á tæknifyrirtæki, segir Gunnar, en áhrifin hafi smitáhrif á allan hlutabréfamarkaðinn. Gunnar segir að nú séu meiri líkur á því að bandaríski seðlabankinn lækki vexti í september.
Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira