Ólympíumeistarinn algjörlega óhuggandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 12:30 Uta Abe áttar sig á því að hún hefur tapað bardaganum og er úr leik á Ólympíuleikunum. Getty/Michael Reaves Hin japanska Uta Abe varð Ólympíumeistari í júdó á síðustu Ólympíuleikunum og ætlaði sér mikið á leikunum í París í ár. Það var því mikil áfall fyrir hana þegar hún datt úr leik strax í annarri umferð í gær. Abe keppir í -52 kílóa flokki og hefur unnið tvo heimsmeistaratitla síðan hún vann Ólympíugullið í Tókyó 2021. Hún vann gullið á síðustu leikum með því að vinna Diyora Keldiyorova frá Úsbekistan í úrslitaglímunni. Hefnd frá síðustu leikum Í gær mættust þær stöllur aftur en strax í annarri umferð, sextán manna úrslitum. Þar tókst Úsbekanum að hefna fyrir tapið fyrir þremur árum síðan. Það var í raun ótrúlegt að þær skildu mætast svo snemma í keppninni. Keldiyorova fór síðan alla leið og tryggði sér Ólympíugullið með sigri á Kósóvanum Distria Krasniqi í úrslitaglímunni. Brotnaði niður Tapið í annarri umferð var hins vegar mikið sjokk fyrir Abe sem tók því afar illa. Hún sýndi þó íþróttamennsku og þakkaði Keldiyorovu fyrir bardagann en eftir að hún kom til þjálfara síns þá brotnaði hún algjörlega niður. Ólympíumeistarinn fráfarandi var algjörlega óhuggandi og hágrét í örmum þjálfara síns. Hann reyndi sitt besta að hugga hana og áhorfendur reyndu að hvetja hana áfram með því að klappa fyrir henni. Það gekk aftur á móti lítið enda var Abe greyið algjörlega niðurbrotin eins og sjá má hér fyrir neðan. Reigning Olympic champion, Uta Abe, was absolutely devastated after losing in the second round against Uzbekistan’s Diyora Keldiyorova 💔#Paris2024 #Olympics #Judo pic.twitter.com/k3LPNXqhtB— Eurosport (@eurosport) July 28, 2024 Abe er af mikilli íþróttafjölskyldu en bróðir hennar keppir líka í júdó. Þau unnu bæði gull á leikunum í Tókíó fyrir þremur árum og ætluðu að upplifa drauminn að vinna gull sama daginn í París. Hifumi Abe bróður hennar tókst að landa gullinu og sagðist hafa hugsað mikið til systur sinnar í baráttu sinni fyrir sigrinum í 66 kílógramma flokkinum. „Ég reyndi að sýna styrk minn og vildi virkilega berjast fyrir hönd systur minnar, fyrir systur mína. Ég endurtók það í hugsunum mínum. Þannig mætti ég til leiks,“ sagði Hifumi Abe, bróðir Uta Abe. Ólympíuleikar 2024 í París Júdó Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Sjá meira
Abe keppir í -52 kílóa flokki og hefur unnið tvo heimsmeistaratitla síðan hún vann Ólympíugullið í Tókyó 2021. Hún vann gullið á síðustu leikum með því að vinna Diyora Keldiyorova frá Úsbekistan í úrslitaglímunni. Hefnd frá síðustu leikum Í gær mættust þær stöllur aftur en strax í annarri umferð, sextán manna úrslitum. Þar tókst Úsbekanum að hefna fyrir tapið fyrir þremur árum síðan. Það var í raun ótrúlegt að þær skildu mætast svo snemma í keppninni. Keldiyorova fór síðan alla leið og tryggði sér Ólympíugullið með sigri á Kósóvanum Distria Krasniqi í úrslitaglímunni. Brotnaði niður Tapið í annarri umferð var hins vegar mikið sjokk fyrir Abe sem tók því afar illa. Hún sýndi þó íþróttamennsku og þakkaði Keldiyorovu fyrir bardagann en eftir að hún kom til þjálfara síns þá brotnaði hún algjörlega niður. Ólympíumeistarinn fráfarandi var algjörlega óhuggandi og hágrét í örmum þjálfara síns. Hann reyndi sitt besta að hugga hana og áhorfendur reyndu að hvetja hana áfram með því að klappa fyrir henni. Það gekk aftur á móti lítið enda var Abe greyið algjörlega niðurbrotin eins og sjá má hér fyrir neðan. Reigning Olympic champion, Uta Abe, was absolutely devastated after losing in the second round against Uzbekistan’s Diyora Keldiyorova 💔#Paris2024 #Olympics #Judo pic.twitter.com/k3LPNXqhtB— Eurosport (@eurosport) July 28, 2024 Abe er af mikilli íþróttafjölskyldu en bróðir hennar keppir líka í júdó. Þau unnu bæði gull á leikunum í Tókíó fyrir þremur árum og ætluðu að upplifa drauminn að vinna gull sama daginn í París. Hifumi Abe bróður hennar tókst að landa gullinu og sagðist hafa hugsað mikið til systur sinnar í baráttu sinni fyrir sigrinum í 66 kílógramma flokkinum. „Ég reyndi að sýna styrk minn og vildi virkilega berjast fyrir hönd systur minnar, fyrir systur mína. Ég endurtók það í hugsunum mínum. Þannig mætti ég til leiks,“ sagði Hifumi Abe, bróðir Uta Abe.
Ólympíuleikar 2024 í París Júdó Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Sjá meira