Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan komnar á blað á Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2024 14:15 Það var eðlilega mikil gleði í leikslok. Suður-Súdan Landslið Suður-Súdan í körfubolta vakti verðskuldaða athygli í aðdraganda Ólympíuleikanna sem nú fara fram í París þegar það þurfti stjörnuframmistöðu frá LeBron James til að tryggja Bandaríkjunum eins stigs sigur. Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan sýndu í dag það var engin tilviljun að liðið stóð í stjörnuliði Bandaríkjanna þegar það mætti Puerto Rico. Lið Suður-Súdan er með gælunafnið Björtu stjörnurnar og hefur unnið hug allra í heimalandinu sem og víðar um Afríku ef marka má frétt The Guardian. Battling early! pic.twitter.com/UrnpAZW4Gg— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Þjóðin er í 33. sæti heimslista FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, sem er afrek þar sem ekki eru neinir vellir innanhúss í landinu. Þá er vert að taka fram að Suður-Súdan er yngsta land í heimi en landsið fékk sjálfstæði árið 2011 eftir margra ára borgarstyrjöld. Tíð átök, fátækt og hungursneið eru þó enn vandamál sem Suður-Súdan glímir við. Þrátt fyrir að Suður-Súdan sé skipað sumu af hávaxnasta fólki í heimi má segja að Ólympíulið þeirra sé skipað flóttamönnum vegna ástandsins þar í landi. Luol Deng spilaði á sínum tíma fyrir Bretland og átti góðan feril í NBA-deildinni. Hann kemur upprunalega frá Suður-Súdan og hefur bæði þjálfað landsliðið sem og verið forseti körfuknattleiksambandsins þar í landi. Leikmenn liðsins eru nær allt flóttamenn eða þá menn sem fæddust erlendis eftir að foreldrar þeirra flúðu bágar aðstæður þar í landi. Þrátt fyrir allt þetta hefur lið Suður-Súdan vakið mikla athygli undanfarna daga, þá sérstaklega fyrir ótrúlega frammistöðu gegn stjörnuprýddu liði Bandaríkjanna. Vissulega var um vináttuleik að ræða en Bandaríkjamenn fögnuðu ógurlega þegar LeBron tókst að snúa leiknum þeim í hag, lokatölur 101-100. Suður-Súdan hefur haldið góðu gengi sínu áfram og vann frábæran ellefu stiga sigur á Puerto Rico í C-riðli Ólympíuleikanna, lokatölur 90-79. Um er að ræða fyrsta sigur þjóðarinnar á Ólympíuleikunum og hver veit nema þeir verði enn fleiri. HISTORY MADE!! 🇸🇸 pic.twitter.com/8qIYJeVE6h— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Carlik Jones, fyrrverandi leikmaður Dallas Mavericks, Denver Nuggets og Chicago Bulls, var stigahæstur með 22 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bul Kuol, leikmaður Sydney Kings í Ástralíu, með 17 stig, 3 fráköst og jafn margar stoðsendingar. Þá skoraði Wenyen Gabriel 9 stig og tók 9 fráköst en hann hefur spilað fyrir lið á borð við Sacramento Kings, Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans, Brooklyn Nets, Los Angeles Lakers og Clippers ásamt Memphis Grizzlies. Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan sýndu í dag það var engin tilviljun að liðið stóð í stjörnuliði Bandaríkjanna þegar það mætti Puerto Rico. Lið Suður-Súdan er með gælunafnið Björtu stjörnurnar og hefur unnið hug allra í heimalandinu sem og víðar um Afríku ef marka má frétt The Guardian. Battling early! pic.twitter.com/UrnpAZW4Gg— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Þjóðin er í 33. sæti heimslista FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, sem er afrek þar sem ekki eru neinir vellir innanhúss í landinu. Þá er vert að taka fram að Suður-Súdan er yngsta land í heimi en landsið fékk sjálfstæði árið 2011 eftir margra ára borgarstyrjöld. Tíð átök, fátækt og hungursneið eru þó enn vandamál sem Suður-Súdan glímir við. Þrátt fyrir að Suður-Súdan sé skipað sumu af hávaxnasta fólki í heimi má segja að Ólympíulið þeirra sé skipað flóttamönnum vegna ástandsins þar í landi. Luol Deng spilaði á sínum tíma fyrir Bretland og átti góðan feril í NBA-deildinni. Hann kemur upprunalega frá Suður-Súdan og hefur bæði þjálfað landsliðið sem og verið forseti körfuknattleiksambandsins þar í landi. Leikmenn liðsins eru nær allt flóttamenn eða þá menn sem fæddust erlendis eftir að foreldrar þeirra flúðu bágar aðstæður þar í landi. Þrátt fyrir allt þetta hefur lið Suður-Súdan vakið mikla athygli undanfarna daga, þá sérstaklega fyrir ótrúlega frammistöðu gegn stjörnuprýddu liði Bandaríkjanna. Vissulega var um vináttuleik að ræða en Bandaríkjamenn fögnuðu ógurlega þegar LeBron tókst að snúa leiknum þeim í hag, lokatölur 101-100. Suður-Súdan hefur haldið góðu gengi sínu áfram og vann frábæran ellefu stiga sigur á Puerto Rico í C-riðli Ólympíuleikanna, lokatölur 90-79. Um er að ræða fyrsta sigur þjóðarinnar á Ólympíuleikunum og hver veit nema þeir verði enn fleiri. HISTORY MADE!! 🇸🇸 pic.twitter.com/8qIYJeVE6h— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Carlik Jones, fyrrverandi leikmaður Dallas Mavericks, Denver Nuggets og Chicago Bulls, var stigahæstur með 22 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bul Kuol, leikmaður Sydney Kings í Ástralíu, með 17 stig, 3 fráköst og jafn margar stoðsendingar. Þá skoraði Wenyen Gabriel 9 stig og tók 9 fráköst en hann hefur spilað fyrir lið á borð við Sacramento Kings, Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans, Brooklyn Nets, Los Angeles Lakers og Clippers ásamt Memphis Grizzlies.
Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum