„Það er erfitt að brjóta okkur niður“ Hinrik Wöhler skrifar 26. júlí 2024 21:30 Ásta Eir Árnadóttir skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Vilhelm Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði eina mark leiksins þegar liðið sigraði Fylki á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Þrátt fyrir sigur fannst Ástu frammistaðan ekki upp á marga fiska. „Þetta var ekkert spes, mér fannst við eiga fína spilkafla í fyrri hálfleik en frekar „sloppy“. Oft á tíðum lélegar sendingar og við þurftum að hlaupa að þeim. Mjög gott þó að klára þetta,“ sagði Ásta Eir eftir leikinn. Blikar voru með góð tök á leiknum og sóttu mikið að marki Fylkis. Þær náðu þó aðeins einu sinni að koma boltanum fram hjá Tinnu Brá Magnúsdóttur í marki Fylkis. „Við vorum að komast inn í teiginn en það vantaði aðeins sjálfstraust eða eitthvað til þess að skjóta á markið og reyna á markmanninn. Við ætluðum bara að rekja hann inn en ég held að þessar sem voru þarna frammi vita best hvernig eigi að klára þetta. Við vorum ekki alveg að opna þær nægilega vel. Mér fannst þó aldrei nein hætta, þær fengu ekki færi þó þær lágu aðeins á okkur í lokin. Vorum góðar til baka og engin opin færi frá þeim,“ sagði Ásta um sóknarleik liðsins. Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Breiðablik sigrar og hafa haldið hreinu í þeim öllum. Ásta er að vonum sátt með varnarleikinn í undanförnum leikjum. „Mjög gott, við erum að færa vel og erum þéttar, það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum sáttar með að halda markinu hreinu, svo lengi sem við skorum.“ Eftir stuttan darraðardans í vítateignum fór skot Ástu í markið í upphafi leiks. Hún var ekki í miklum vafa um að markið væri hennar þegar hún var spurð. „Ég ætla rétt að vona það, ég setti hann á nær. Kannski smá viðkoma en það var mjög gott að skora,“ sagði Ásta Eir glettin á svip að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Þetta var ekkert spes, mér fannst við eiga fína spilkafla í fyrri hálfleik en frekar „sloppy“. Oft á tíðum lélegar sendingar og við þurftum að hlaupa að þeim. Mjög gott þó að klára þetta,“ sagði Ásta Eir eftir leikinn. Blikar voru með góð tök á leiknum og sóttu mikið að marki Fylkis. Þær náðu þó aðeins einu sinni að koma boltanum fram hjá Tinnu Brá Magnúsdóttur í marki Fylkis. „Við vorum að komast inn í teiginn en það vantaði aðeins sjálfstraust eða eitthvað til þess að skjóta á markið og reyna á markmanninn. Við ætluðum bara að rekja hann inn en ég held að þessar sem voru þarna frammi vita best hvernig eigi að klára þetta. Við vorum ekki alveg að opna þær nægilega vel. Mér fannst þó aldrei nein hætta, þær fengu ekki færi þó þær lágu aðeins á okkur í lokin. Vorum góðar til baka og engin opin færi frá þeim,“ sagði Ásta um sóknarleik liðsins. Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Breiðablik sigrar og hafa haldið hreinu í þeim öllum. Ásta er að vonum sátt með varnarleikinn í undanförnum leikjum. „Mjög gott, við erum að færa vel og erum þéttar, það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum sáttar með að halda markinu hreinu, svo lengi sem við skorum.“ Eftir stuttan darraðardans í vítateignum fór skot Ástu í markið í upphafi leiks. Hún var ekki í miklum vafa um að markið væri hennar þegar hún var spurð. „Ég ætla rétt að vona það, ég setti hann á nær. Kannski smá viðkoma en það var mjög gott að skora,“ sagði Ásta Eir glettin á svip að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira