Bónorð í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 09:31 Pablo Simonet bað kærustu sinnar Pilar Campoy í Ólympíuþorpinu í París í gær. @olympics Það var mikil gleði í herbúðum argentínska Ólympíuhópsins í gær þar sem rómantíkin réði svo sannarlega ríkjum. Pablo Simonet fór þá niður á hnén og bað kærustu sinnar Pilar Campoy í Ólympíuþorpinu í París. Þetta er fyrsta bónorðið á þessum Ólympíuleikum en kannski verða þau fleiri. Allir liðsfélagar þeirra beggja voru á svæðinu sem gerði þessa stund enn skemmtilegri. Það var líka sannkölluð fjölskyldustemmning því tveir bræður Pablo eru einnig að keppa á leikunum. Pablo og Pilar hafa verið saman frá árinu 2015. Þau voru bæði í Ólympíuliði Argentínu á leikunum í Ríó fyrir átta árum en hún missti af síðustu leikum. Nú þegar þau voru bæði mætt á ný þá greip Pablo tækifærið. Pablo Simonet spilar með argentínska handboltalandsliðinu. Hann er 32 ára vinstri skytta sem leikur með spænska liðinu BM Puente Genil. Þetta verða hans þriðju Ólympíuleikar því hann var einnig með í Río 2016 og í Tókýó 2021. Simonet hefur leikið 117 landsleiki og skoraði í þeim 252 mörk. Bræður Pablo, Diego og Sebastián spila einnig með argentínska handboltalandsliðinu. Pilar Campoy er 33 ára gömul og spilar með argentínska hokkílandsliðinu. Hún spilar með Hacoaj í heimalandinu. Þetta eru hennar aðrir Ólympíuleikar því hún var einnig með í Ríó 2016. Campoy hefur spilað 96 landsleiki og leikur því væntanlega sinn hundraðasta leik á Ólympíuleikunum. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira
Pablo Simonet fór þá niður á hnén og bað kærustu sinnar Pilar Campoy í Ólympíuþorpinu í París. Þetta er fyrsta bónorðið á þessum Ólympíuleikum en kannski verða þau fleiri. Allir liðsfélagar þeirra beggja voru á svæðinu sem gerði þessa stund enn skemmtilegri. Það var líka sannkölluð fjölskyldustemmning því tveir bræður Pablo eru einnig að keppa á leikunum. Pablo og Pilar hafa verið saman frá árinu 2015. Þau voru bæði í Ólympíuliði Argentínu á leikunum í Ríó fyrir átta árum en hún missti af síðustu leikum. Nú þegar þau voru bæði mætt á ný þá greip Pablo tækifærið. Pablo Simonet spilar með argentínska handboltalandsliðinu. Hann er 32 ára vinstri skytta sem leikur með spænska liðinu BM Puente Genil. Þetta verða hans þriðju Ólympíuleikar því hann var einnig með í Río 2016 og í Tókýó 2021. Simonet hefur leikið 117 landsleiki og skoraði í þeim 252 mörk. Bræður Pablo, Diego og Sebastián spila einnig með argentínska handboltalandsliðinu. Pilar Campoy er 33 ára gömul og spilar með argentínska hokkílandsliðinu. Hún spilar með Hacoaj í heimalandinu. Þetta eru hennar aðrir Ólympíuleikar því hún var einnig með í Ríó 2016. Campoy hefur spilað 96 landsleiki og leikur því væntanlega sinn hundraðasta leik á Ólympíuleikunum. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira