„Bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 24. júlí 2024 20:45 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var gott sem orðlaus eftir úrslit kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Guðni Eiríksson, þjálfari FH, trúði varla sínum eigin augum í leikslok eftir að lið hans tapaði á dramatískan hátt á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. „Það er bara galið að við fáum ekkert út úr þessum leik. Þá sjaldan sem við tölum um ósanngjörn úrslit þá er það sannarlega úrslitin í dag. FH-liðið var mun betra í þessum leik og bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik, galið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Leikurinn var hraður og opinn. Liðin skiptust á að sækja og fengu Hafnfirðingar mörg hættuleg færi til að jafna og síðan til að gera út um leikinn en allt kom fyrir ekki. „Það var markmaðurinn í markinu sem við réðum ekki nægilega vel við. Hún [Erin McLeod] varði og hélt þeim algjörlega á floti. Við komum okkur í mjög álitlegar stöður, hún varði einn á móti einum í tví- eða þrígang. Svo skot í stöngina og það er ótrúlega sárt að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Guðni. „Ég held að allir sem sáu þetta geta verið sammála um það að þetta er með betri frammistöðum FH-liðsins í sumar. Fyrri hálfleikur var fínn en seinni hálfleikur, við algjörlega „dómineruðum“ hann frá upphafi.“ Fyrri hálfleikur var markalaus en Stjarnan komst yfir á 63. mínútu eftir að FH hafði tapað boltanum á miðjum vellinum. „Fáum á okkur mark eftir einstaklingsmistök og mér fannst leikur liðsins riðlast svo lítið eftir það, í tíu mínútur eða korter, komum svo til baka og jöfnuðum, sanngjarnt. Við áttum síðan að skora náttúrulega og koma okkur yfir en þær skora svo í andlitið á okkur úr svona ‚transition' sem ég var búinn að tala um fyrir leik. Á þeim tímapunkti var leikurinn mjög opinn því að bæði lið vildu og þurftu sigur,“ sagði Guðni. Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH þurfti að fara af velli í upphafi síðari hálfleiks vegna meiðsla og er það skarð fyrir skildi fyrir Hafnfirðinga. „Hún lenti illa í fyrri hálfleik eftir eitthvað skutl hjá henni. Fékk tak í mjöðmina og var bara óleikfær,“ sagði Guðni að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
„Það er bara galið að við fáum ekkert út úr þessum leik. Þá sjaldan sem við tölum um ósanngjörn úrslit þá er það sannarlega úrslitin í dag. FH-liðið var mun betra í þessum leik og bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik, galið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Leikurinn var hraður og opinn. Liðin skiptust á að sækja og fengu Hafnfirðingar mörg hættuleg færi til að jafna og síðan til að gera út um leikinn en allt kom fyrir ekki. „Það var markmaðurinn í markinu sem við réðum ekki nægilega vel við. Hún [Erin McLeod] varði og hélt þeim algjörlega á floti. Við komum okkur í mjög álitlegar stöður, hún varði einn á móti einum í tví- eða þrígang. Svo skot í stöngina og það er ótrúlega sárt að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Guðni. „Ég held að allir sem sáu þetta geta verið sammála um það að þetta er með betri frammistöðum FH-liðsins í sumar. Fyrri hálfleikur var fínn en seinni hálfleikur, við algjörlega „dómineruðum“ hann frá upphafi.“ Fyrri hálfleikur var markalaus en Stjarnan komst yfir á 63. mínútu eftir að FH hafði tapað boltanum á miðjum vellinum. „Fáum á okkur mark eftir einstaklingsmistök og mér fannst leikur liðsins riðlast svo lítið eftir það, í tíu mínútur eða korter, komum svo til baka og jöfnuðum, sanngjarnt. Við áttum síðan að skora náttúrulega og koma okkur yfir en þær skora svo í andlitið á okkur úr svona ‚transition' sem ég var búinn að tala um fyrir leik. Á þeim tímapunkti var leikurinn mjög opinn því að bæði lið vildu og þurftu sigur,“ sagði Guðni. Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH þurfti að fara af velli í upphafi síðari hálfleiks vegna meiðsla og er það skarð fyrir skildi fyrir Hafnfirðinga. „Hún lenti illa í fyrri hálfleik eftir eitthvað skutl hjá henni. Fékk tak í mjöðmina og var bara óleikfær,“ sagði Guðni að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira