Lögreglumaður skaut konu í höfuðið á heimili hennar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júlí 2024 09:23 Sonya Massey var móðir og var sögð hafa glímt við andleg veikindi. Saksóknarar og lögmaður fjölskyldu Massey eru hins vegar sammála um að lögreglumönnunum hafi ekki stafað ógn af henni. Facebook Lögregluyfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum hefur birt myndskeið úr búkmyndavél lögreglumanns sem sýnir hvernig kollegi hans skaut konu í höfuðið á heimili hennar. Sonya Massey, 36 ára, hringdi sjálf í neyðarnúmerið 911 í byrjun júlí til að tilkynna um mögulegt innbrot. Lögregla svaraði útkallinu og mætti á heimili hennar í Springfield, um 320 km suður af Chicago. Lögreglumennirnir fylgdu Massey inn á heimili hennar, þar sem hún leitaði að skilríkjum. Lögreglumaðurinn Sean Grayson varð þá var við að það var pottur með sjóðandi vatni á eldavélinni og gaf Massey ábendingu um að slökkva undir. „Við viljum ekki eldsvoða á meðan við erum hérna,“ segir einn lögreglumannanna og virðist hlæja með Massey. Massey tekur pottinn og segir tvisvar: „Ég átel þig í nafni Jesús.“ Grayson virðist upplifa að honum sé ógnað, þrátt fyrir að Massey standi nokkuð langt frá honum. Hótar hann að skjóta Massey í andlitið og hrópar á hana að sleppa pottinum. Massey biðst afsökunar en á erfitt með að losa sig við pottinn og reynir að skýla sér á bakvið eldhúsinnréttinguna. Grayson bregst við því með því að skjóta á hana. Hann segir síðar að það sé ekki þörf á að kalla á aðstoð þar sem hann hafi hæft Massey beint í höfuðið. Grayson hefur verið ákærður fyrir morð og brot í starfi. Þá hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmt atvikið. „Dauðsfall Sonyu af völdum lögreglumanns í útkalli er áminning um að alltof oft þurfa svartir Bandaríkjamenn að óttast um öryggi sitt á hátt sem við hin þurfum ekki,“ sagði Biden. Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Sonya Massey, 36 ára, hringdi sjálf í neyðarnúmerið 911 í byrjun júlí til að tilkynna um mögulegt innbrot. Lögregla svaraði útkallinu og mætti á heimili hennar í Springfield, um 320 km suður af Chicago. Lögreglumennirnir fylgdu Massey inn á heimili hennar, þar sem hún leitaði að skilríkjum. Lögreglumaðurinn Sean Grayson varð þá var við að það var pottur með sjóðandi vatni á eldavélinni og gaf Massey ábendingu um að slökkva undir. „Við viljum ekki eldsvoða á meðan við erum hérna,“ segir einn lögreglumannanna og virðist hlæja með Massey. Massey tekur pottinn og segir tvisvar: „Ég átel þig í nafni Jesús.“ Grayson virðist upplifa að honum sé ógnað, þrátt fyrir að Massey standi nokkuð langt frá honum. Hótar hann að skjóta Massey í andlitið og hrópar á hana að sleppa pottinum. Massey biðst afsökunar en á erfitt með að losa sig við pottinn og reynir að skýla sér á bakvið eldhúsinnréttinguna. Grayson bregst við því með því að skjóta á hana. Hann segir síðar að það sé ekki þörf á að kalla á aðstoð þar sem hann hafi hæft Massey beint í höfuðið. Grayson hefur verið ákærður fyrir morð og brot í starfi. Þá hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmt atvikið. „Dauðsfall Sonyu af völdum lögreglumanns í útkalli er áminning um að alltof oft þurfa svartir Bandaríkjamenn að óttast um öryggi sitt á hátt sem við hin þurfum ekki,“ sagði Biden.
Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira