Flest smit í fyrsta sinn utan Afríkuríkjanna sunnan Sahara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 12:09 Skimað fyrir HIV í Kampala í Úganda. Getty/Anadolu Agency/Nicholas Kajoba Það gerðist í fyrsta sinn árið 2023 að flest ný tilfelli HIV greindust utan ríkja sunnan Sahara í Afríku. Afríkuríkjunum hefur tekist mjög vel til í baráttunni gegn veirunni og hefur fjöldi nýrra tilfella dregist saman um 56 prósent frá 2010. Á heimsvísu hefur nýjum greiningum fækkað um 39 prósent. Samkvæmt nýrri skýrslu UNAids hefur tilfellum fjölgað í Austur-Evrópu, Mið-Asíu, Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Framkvæmdastjórinn Winnie Byanyima segir bakslag gegn mannréttindum í mörgum ríkjum hafa gert jaðarhópum erfiðara fyrir með að leita sér aðstoðar og á sama tíma glími ríki við erfiða skuldastöðu og samdrátt í fjárhagsaðstoð. Hún segir einnig hættu á því að ný lyf sem hafa gjörbreytt baráttunni gegn sjúkdómnum verði aðeins aðgengileg í efnaðri ríkjum. Leiðtogar ríkja heims samþykktu fyrir áratug að útrýma Aids fyrir árið 2030. „Heimurinn er ekki á réttri leið til þess að ná markmiðinu,“ segir Byanyima. Hægt sé að ná því en til þess þurfi leiðtogar bæði ríkja og fyrirtækja að grípa til aðgerða. Samkvæmt skýrslu UNAids voru 39,9 milljónir manna með HIV árið 2023. 1,3 milljón greindist með HIV á árinu og 630 þúsund létust af völdum veirunnar, þar af 76 þúsund börn. Samkvæmt umfjöllun Guardian tilheyra flestir sem smitast jaðarsettum hópum en þar má nefna fíkla, kynlífsstarfsmenn, trans konur og samkynhneigða karla. Um sé að ræða samfélagslegan vanda. Þá segir Byanyima ungar konur í Afríkuríkjum sunnan Sahara einnig sérlega viðkvæman hóp. Mikilvægt sé að útrýma fordómum og afnema lög sem banna til að mynda samkynhneigð og gera fólki þannig erfitt fyrir að fá hjálp. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Heilbrigðismál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Á heimsvísu hefur nýjum greiningum fækkað um 39 prósent. Samkvæmt nýrri skýrslu UNAids hefur tilfellum fjölgað í Austur-Evrópu, Mið-Asíu, Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Framkvæmdastjórinn Winnie Byanyima segir bakslag gegn mannréttindum í mörgum ríkjum hafa gert jaðarhópum erfiðara fyrir með að leita sér aðstoðar og á sama tíma glími ríki við erfiða skuldastöðu og samdrátt í fjárhagsaðstoð. Hún segir einnig hættu á því að ný lyf sem hafa gjörbreytt baráttunni gegn sjúkdómnum verði aðeins aðgengileg í efnaðri ríkjum. Leiðtogar ríkja heims samþykktu fyrir áratug að útrýma Aids fyrir árið 2030. „Heimurinn er ekki á réttri leið til þess að ná markmiðinu,“ segir Byanyima. Hægt sé að ná því en til þess þurfi leiðtogar bæði ríkja og fyrirtækja að grípa til aðgerða. Samkvæmt skýrslu UNAids voru 39,9 milljónir manna með HIV árið 2023. 1,3 milljón greindist með HIV á árinu og 630 þúsund létust af völdum veirunnar, þar af 76 þúsund börn. Samkvæmt umfjöllun Guardian tilheyra flestir sem smitast jaðarsettum hópum en þar má nefna fíkla, kynlífsstarfsmenn, trans konur og samkynhneigða karla. Um sé að ræða samfélagslegan vanda. Þá segir Byanyima ungar konur í Afríkuríkjum sunnan Sahara einnig sérlega viðkvæman hóp. Mikilvægt sé að útrýma fordómum og afnema lög sem banna til að mynda samkynhneigð og gera fólki þannig erfitt fyrir að fá hjálp. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Heilbrigðismál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira