Keppir á sínum fyrstu Ólympíuleikum 58 ára gömul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 14:01 Zhiying Zeng sýnir það að aldrei eru of seint að byrja að elta draumana sína. Getty/Ezra Shaw/ Hún hætti að keppa í íþróttinni sinni árið 1986 en sneri óvænt aftur og vann sér sæti á Ólympíuleikunum árið 2024. Zhiying Zeng keppir í borðtennis á Ólympíuleikunum í París sem væri kannski ekkert stórmál nema af því að hún er orðin 58 ára gömul og hefur aldrei keppt áður á stærstu íþróttahátíð heims. Zeng var í kínverska landsliðinu árinu 1983 en hætti árið 1986 vegna furðulegs máls. Hún vildi ekki spila með tvílituðum spaða en ný reglubreyting tók þá gildi. View this post on Instagram A post shared by NextShark (@nextshark) Reglubreytingin auðveldaði andstæðingunum að lesa hraða og snúning boltans eftir því hvernig mótherjinn sló boltann. „Þessi regla gerði út af við minn leikstíl. Mér fannst ég veikgeðja, bæði andlega og tæknilega,“ sagði Zhiying Zeng. Eftir næstum því fjörutíu ár þá byrjaði Zeng aftur að keppa. Hún vann sér þátt í Ólympíuliði en þó ekki í Kína eða í Asíu heldur í Síle í Suður Ameríku. Hún hafði flutti til Síle árið 1989 til að þjálfa skólabörn en skipti fljótlega yfir í húsgagnasölurekstur. Hún hafði aldrei íhugað að keppa aftur í borðtennis fyrr en í kórónuverufaraldrinum. Zeng byrjaði að spila borðtennis á ný þegar hún var föst heima hjá sér þegar allt lokaði í Síle. Zeng fór síðan að taka þátt í borðtennismótum á svæðinu og náði á endanum að vinna sér sæti í Ólympíuliði Síle. ‘I play with happiness’: the table tennis star making her Olympic debut at 58 https://t.co/2tCqqQKT3a— Guardian US (@GuardianUS) July 10, 2024 „Þegar þú ert kominn á minn aldur þá verður þú að spila með hamingjuna að vopni í stað þess að láta slæmar hugsanir trufla þig. Ég elska þetta land. Ég náði ekki að upplifa draum minn í Kína en saga mín sýnir að það er mikilvægt að gefast aldrei upp,“ sagði Zeng við Guaridan. Síle sendir alls 48 keppendur til leiks á Ólympíuleikana í París. Þrír af þeim taka þátt í borðtennis, einn karlmaður og tvær konur. Hin borðtenniskona Sílemanna, María Paulina Vega, er þó bara átján árum yngri en Zeng. Meðalaldur kvennalandsliðs Síle í borðtennis á leikunum er nefnilega 49 ár. Ólympíuleikar 2024 í París Borðtennis Chile Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Sjá meira
Zhiying Zeng keppir í borðtennis á Ólympíuleikunum í París sem væri kannski ekkert stórmál nema af því að hún er orðin 58 ára gömul og hefur aldrei keppt áður á stærstu íþróttahátíð heims. Zeng var í kínverska landsliðinu árinu 1983 en hætti árið 1986 vegna furðulegs máls. Hún vildi ekki spila með tvílituðum spaða en ný reglubreyting tók þá gildi. View this post on Instagram A post shared by NextShark (@nextshark) Reglubreytingin auðveldaði andstæðingunum að lesa hraða og snúning boltans eftir því hvernig mótherjinn sló boltann. „Þessi regla gerði út af við minn leikstíl. Mér fannst ég veikgeðja, bæði andlega og tæknilega,“ sagði Zhiying Zeng. Eftir næstum því fjörutíu ár þá byrjaði Zeng aftur að keppa. Hún vann sér þátt í Ólympíuliði en þó ekki í Kína eða í Asíu heldur í Síle í Suður Ameríku. Hún hafði flutti til Síle árið 1989 til að þjálfa skólabörn en skipti fljótlega yfir í húsgagnasölurekstur. Hún hafði aldrei íhugað að keppa aftur í borðtennis fyrr en í kórónuverufaraldrinum. Zeng byrjaði að spila borðtennis á ný þegar hún var föst heima hjá sér þegar allt lokaði í Síle. Zeng fór síðan að taka þátt í borðtennismótum á svæðinu og náði á endanum að vinna sér sæti í Ólympíuliði Síle. ‘I play with happiness’: the table tennis star making her Olympic debut at 58 https://t.co/2tCqqQKT3a— Guardian US (@GuardianUS) July 10, 2024 „Þegar þú ert kominn á minn aldur þá verður þú að spila með hamingjuna að vopni í stað þess að láta slæmar hugsanir trufla þig. Ég elska þetta land. Ég náði ekki að upplifa draum minn í Kína en saga mín sýnir að það er mikilvægt að gefast aldrei upp,“ sagði Zeng við Guaridan. Síle sendir alls 48 keppendur til leiks á Ólympíuleikana í París. Þrír af þeim taka þátt í borðtennis, einn karlmaður og tvær konur. Hin borðtenniskona Sílemanna, María Paulina Vega, er þó bara átján árum yngri en Zeng. Meðalaldur kvennalandsliðs Síle í borðtennis á leikunum er nefnilega 49 ár.
Ólympíuleikar 2024 í París Borðtennis Chile Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Sjá meira