Reyndist saklaus eftir að hafa setið inni í 43 ár fyrir morð Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2024 23:45 Sandra Hemme, sem sést hér fyrir miðju, hitti fjölskyldu sína og stuðningsfólk eftir að henni var sleppt frá Chillicothe Correctional Center fangelsinu á föstudag. Ap/The Kansas City Star/HG Biggs Kona sem vistuð var í fangelsi í 43 ár fyrir morð sem hún framdi ekki var sleppt eftir að dómi hennar var hnekkt. Hin bandaríska Sandra Hemme var tvítug þegar hún var sakfelld fyrir að stinga bókasafnsvörðinn Patricia Jeschke frá Missouri til bana í nóvember árið 1980. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi en við endurupptöku málsins kom í ljós að engin gögn tengdu hana við glæpinn önnur en játning sem hún bar fram undir áhrifum mjög slævandi lyfja á geðsjúkrahúsi. Hemme er í dag 64 ára gömul og talið að engin kona hafi þurft að sæta jafn langri fangelsisvist í Bandaríkjunum að ósekju. Greint er frá þessu í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC en lögfræðiteymi hennar segist þakklátt því að hún hafi loks fengið að sameinast fjölskyldu sinni. Þau muni halda áfram þeirri vinnu að hreinsa nafn hennar. Fram kemur í dómsorði dómara sem sneri við sakfellingu Hemme að lögfræðingar hennar, sem starfa fyrir samtökin Innocence Project, hafi fært sönnur á að Hemme væri í reynd saklaus. Byggði sú niðurstaða meðal annars á gögnum sem verjendur hafi ekki vitað af þegar mál hennar var upphaflega rekið fyrir dómstólum. Litu fram hjá gögnum sem tengdu samstarfsmann við morðið Í ljós kom að lögregluyfirvöld höfðu horft fram hjá sönnunargögnum sem tengdu lögreglumanninn Michael Holman við málið en hann var síðar dæmdur í fangelsi fyrir annan glæp og lést árið 2015. Pallbíll Holmans sást til að mynda nærri vettvangi daginn sem morðið átti sér stað og ekki reyndist hægt að staðfesta fjarvistarsönnun hans. Sýna gögn að hann hafi notað kreditkort fórnarlambsins sem hann sagðist hafa séð í skurði og auk þess fundust gulleyrnalokkar á heimili Holmans sem faðir hinnar myrtu taldi vera hennar. Verjendur Hemme voru ekki upplýstir um neitt af þessu á sínum tíma. Hemme var nokkrum sinnum yfirheyrð af lögreglu undir áhrifum geðrofslyfja og öflugs róandi lyfs eftir að hafa verið lögð inn á geðsjúkrahús. Hún hafði áður stöku sinnum gengist undir geðmeðferð frá því að hún var tólf ára. Hemme yfirgaf loksins Chillicothe Correctional Center fangelsið í Missouri á föstudag og mun hún búa með systur sinni. Eftir að hún var látin laus átti hún endurfundi með fjölskyldu sinni í nálægum almenningsgarði þar sem hún faðmaði systur sína, dóttur og barnabarn. Bandaríkin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi en við endurupptöku málsins kom í ljós að engin gögn tengdu hana við glæpinn önnur en játning sem hún bar fram undir áhrifum mjög slævandi lyfja á geðsjúkrahúsi. Hemme er í dag 64 ára gömul og talið að engin kona hafi þurft að sæta jafn langri fangelsisvist í Bandaríkjunum að ósekju. Greint er frá þessu í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC en lögfræðiteymi hennar segist þakklátt því að hún hafi loks fengið að sameinast fjölskyldu sinni. Þau muni halda áfram þeirri vinnu að hreinsa nafn hennar. Fram kemur í dómsorði dómara sem sneri við sakfellingu Hemme að lögfræðingar hennar, sem starfa fyrir samtökin Innocence Project, hafi fært sönnur á að Hemme væri í reynd saklaus. Byggði sú niðurstaða meðal annars á gögnum sem verjendur hafi ekki vitað af þegar mál hennar var upphaflega rekið fyrir dómstólum. Litu fram hjá gögnum sem tengdu samstarfsmann við morðið Í ljós kom að lögregluyfirvöld höfðu horft fram hjá sönnunargögnum sem tengdu lögreglumanninn Michael Holman við málið en hann var síðar dæmdur í fangelsi fyrir annan glæp og lést árið 2015. Pallbíll Holmans sást til að mynda nærri vettvangi daginn sem morðið átti sér stað og ekki reyndist hægt að staðfesta fjarvistarsönnun hans. Sýna gögn að hann hafi notað kreditkort fórnarlambsins sem hann sagðist hafa séð í skurði og auk þess fundust gulleyrnalokkar á heimili Holmans sem faðir hinnar myrtu taldi vera hennar. Verjendur Hemme voru ekki upplýstir um neitt af þessu á sínum tíma. Hemme var nokkrum sinnum yfirheyrð af lögreglu undir áhrifum geðrofslyfja og öflugs róandi lyfs eftir að hafa verið lögð inn á geðsjúkrahús. Hún hafði áður stöku sinnum gengist undir geðmeðferð frá því að hún var tólf ára. Hemme yfirgaf loksins Chillicothe Correctional Center fangelsið í Missouri á föstudag og mun hún búa með systur sinni. Eftir að hún var látin laus átti hún endurfundi með fjölskyldu sinni í nálægum almenningsgarði þar sem hún faðmaði systur sína, dóttur og barnabarn.
Bandaríkin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira