Úrhellið var það mesta í júní frá upphafi mælinga Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2024 14:49 Vatnið rann yfir veginn vestan Grundarfjarðar á laugardag. JÓK Úrhellisrigning í Grundarfirði um helgina er sú mesta sem mælst hefur í júlímánuði á landsvísu. Á laugardegi og aðfaranótt sunnudags mældist úrkoman 227 millimetrar. Það er jafnframt mesta úrkoma sem mælst hefur í Grundarfirði. Greint var frá því um helgina að fádæma úrkoma hefði verið um vestanvert landið dagana á undan. Bóndi í Dölum sagði „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hans nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hafði áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun hafi verið í gildi liðna helgi vegna úrkomu og vinds á Faxaflóa og í Breiðafirði, og að sama skapi hafi verið varað við vatnavöxtum og skriðuhættu. Spár hafi ræst og það orðið svo að mikil úrkoma var á Snæfellsnesi og Barðaströnd um liðna helgi. Mesta ákefðin hafi verið á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags. Í Grundarfirði mesta úrkoman mælst, 227 mm af regni, sem sé mesta úrkoma sem mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu. Svæðið móttækilegt fyrir úrkomu Þá segir að áhugavert sé að þó að úrkomumet hafi verið slegið hafi ekki verið mikið um skriðuföll á svæðinu umhverfis Grundarfjörð. „Svo virðist sem að þetta svæði sé móttækilegra fyrir aftakaúrkomu en önnur, en samverkandi áhrif jarðfræðilegra- og landslagsaðstæðna gera það að verkum að skriðuhætta ógnar ekki byggð. Áður hefur verið aftakaúrkoma á Grundarfirði, til dæmis í miklu vatnsveðri í september 2011, þá féllu engar skriður nærri bænum. Ein skriða þó Í veðrinu um liðna helgi hafi þó verið miklir vatnavextir og ein skriða fallið sunnan við Grundarfjörð. Vatn hafi flætt yfir vegi beggja vegna bæjarins, úr farvegi Ytri-Búðarár sem er vestan við bæinn og Grundarár austan hans. Miklir vatnavextir hafi verið víðar á Vesturlandi. Á Skarðsströnd hafi Staðarhólsá í Staðarhólsdal vaxið mikið. Í Gufudal hafi vatnavextir verið eins og þeir gerast mestir að sögn heimamanna og Gufudalsvatn hafi vaxið um einn og hálfan metra og vatn flætt yfir tún. Aðrar ár sem uxu mikið séuVatnsdalsá í Vatnsfirði á Barðaströnd og Haffjarðará á Snæfellsnesi. Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Sjá meira
Greint var frá því um helgina að fádæma úrkoma hefði verið um vestanvert landið dagana á undan. Bóndi í Dölum sagði „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hans nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hafði áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun hafi verið í gildi liðna helgi vegna úrkomu og vinds á Faxaflóa og í Breiðafirði, og að sama skapi hafi verið varað við vatnavöxtum og skriðuhættu. Spár hafi ræst og það orðið svo að mikil úrkoma var á Snæfellsnesi og Barðaströnd um liðna helgi. Mesta ákefðin hafi verið á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags. Í Grundarfirði mesta úrkoman mælst, 227 mm af regni, sem sé mesta úrkoma sem mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu. Svæðið móttækilegt fyrir úrkomu Þá segir að áhugavert sé að þó að úrkomumet hafi verið slegið hafi ekki verið mikið um skriðuföll á svæðinu umhverfis Grundarfjörð. „Svo virðist sem að þetta svæði sé móttækilegra fyrir aftakaúrkomu en önnur, en samverkandi áhrif jarðfræðilegra- og landslagsaðstæðna gera það að verkum að skriðuhætta ógnar ekki byggð. Áður hefur verið aftakaúrkoma á Grundarfirði, til dæmis í miklu vatnsveðri í september 2011, þá féllu engar skriður nærri bænum. Ein skriða þó Í veðrinu um liðna helgi hafi þó verið miklir vatnavextir og ein skriða fallið sunnan við Grundarfjörð. Vatn hafi flætt yfir vegi beggja vegna bæjarins, úr farvegi Ytri-Búðarár sem er vestan við bæinn og Grundarár austan hans. Miklir vatnavextir hafi verið víðar á Vesturlandi. Á Skarðsströnd hafi Staðarhólsá í Staðarhólsdal vaxið mikið. Í Gufudal hafi vatnavextir verið eins og þeir gerast mestir að sögn heimamanna og Gufudalsvatn hafi vaxið um einn og hálfan metra og vatn flætt yfir tún. Aðrar ár sem uxu mikið séuVatnsdalsá í Vatnsfirði á Barðaströnd og Haffjarðará á Snæfellsnesi.
Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Sjá meira