Fer frá Barcelona til Chelsea Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2024 12:30 Lucy Bronze er gengin í raðir Chelsea. Mynd/Chelsea Stórstjarnan Lucy Bronze hefur samið við Englandsmeistara Chelsea. Hún kemur til liðsins frá Barcelona á Spáni. Hin 32 ára gamla Bronze semur við Chelsea til tveggja ára en hún kemur frítt til félagsins í kjölfar þess að samningur hennar í Katalóníu rann út. Hún hefur verið lykilleikmaður hjá Börsungum og enska landsliðinu undanfarin ár og talin á meðal betra leikmanna heims. Hún vann EM með Englandi árið 2022 og fagnar því að koma aftur til heimalandsins eftir að hafa verið á Spáni í rúm tvö ár. Bronze hefur komið víða við á ferlinum. Hún er uppalin hjá Sunderland en lék með bæði Liverpool og Everton í Bítlaborginni. Hún fór frá Liverpool til Manchester City, þaðan til Lyon í Frakkalandi, aftur til City og þaðan til Barcelona. You better believe it: Lucy Bronze is a Blue. pic.twitter.com/LKguK6gV30— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) July 17, 2024 Chelsea er því fimmta enska félagið sem þessi margreyndi leikmaður spilar fyrir. Bronze hefur unnið enska meistaratitilinn í þrígang, tvisvar með Liverpool og einu sinni með Manchester City. Hún vann franska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu þrisvar á þremur árum með Lyon og þá fagnaði hún spænskum meistaratitli og sigri í Meistaradeildinni bæði ár sín hjá Barcelona. Hún gengur í raðir Chelsea-liðs sem hefur unnið enska meistaratitilinn fimm ár í röð. Liðið situr hins vegar á tímamótum eftir brotthvarf þjálfarans Emmu Hayes sem tók við bandaríska landsliðinu eftir 13 ár við stjórnvölin. Franska goðsögnin Sonia Bompastor tók við þjálfun liðsins af Hayes og hefur verið dugleg á markaðnum. Tvær löndur hennar Oriane Jean-François og Sandy Baltimore komu frá Paris Saint-Germain og hin spænska Júlia Bartel frá Bacrcelona. Bronze fer nú sömu leið og Bartel og vonast til að bæta enn frekar í titlasafnið með Lundúnafélaginu. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Sjá meira
Hin 32 ára gamla Bronze semur við Chelsea til tveggja ára en hún kemur frítt til félagsins í kjölfar þess að samningur hennar í Katalóníu rann út. Hún hefur verið lykilleikmaður hjá Börsungum og enska landsliðinu undanfarin ár og talin á meðal betra leikmanna heims. Hún vann EM með Englandi árið 2022 og fagnar því að koma aftur til heimalandsins eftir að hafa verið á Spáni í rúm tvö ár. Bronze hefur komið víða við á ferlinum. Hún er uppalin hjá Sunderland en lék með bæði Liverpool og Everton í Bítlaborginni. Hún fór frá Liverpool til Manchester City, þaðan til Lyon í Frakkalandi, aftur til City og þaðan til Barcelona. You better believe it: Lucy Bronze is a Blue. pic.twitter.com/LKguK6gV30— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) July 17, 2024 Chelsea er því fimmta enska félagið sem þessi margreyndi leikmaður spilar fyrir. Bronze hefur unnið enska meistaratitilinn í þrígang, tvisvar með Liverpool og einu sinni með Manchester City. Hún vann franska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu þrisvar á þremur árum með Lyon og þá fagnaði hún spænskum meistaratitli og sigri í Meistaradeildinni bæði ár sín hjá Barcelona. Hún gengur í raðir Chelsea-liðs sem hefur unnið enska meistaratitilinn fimm ár í röð. Liðið situr hins vegar á tímamótum eftir brotthvarf þjálfarans Emmu Hayes sem tók við bandaríska landsliðinu eftir 13 ár við stjórnvölin. Franska goðsögnin Sonia Bompastor tók við þjálfun liðsins af Hayes og hefur verið dugleg á markaðnum. Tvær löndur hennar Oriane Jean-François og Sandy Baltimore komu frá Paris Saint-Germain og hin spænska Júlia Bartel frá Bacrcelona. Bronze fer nú sömu leið og Bartel og vonast til að bæta enn frekar í titlasafnið með Lundúnafélaginu.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Sjá meira