„Myndi skipta á öllu fyrir sigur á EM“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2024 21:01 Harry Kane og þjálfarinn Gareth Southgate eru mættir til Berlínar þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Vísir/Getty Harry Kane mun leiða lið Englands til leiks í Berlín á morgun þegar enska liðið mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á ferli sínum. Úrslitaleiks Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu annað kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Liðin hafa farið nokkuð ólíka leið í úrslitaleikinn. Spænska liðið hefur verið afar sannfærandi og það besta á mótinu að flestra mati. Englendingar hafa hins vegar fengið töluverða gagnrýni fyrir leiðinlega knattspyrnu á mótinu en eru engu að síður komnir í úrslitaleikinn. Harry Kane er fyrirliði enska liðsins og sá markahæsti í sögu þess. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á sínum ferli en á hins vegar fjögur silfurverðlaun í safni sínu. „Þetta er ekkert leyndarmál, ég hef ekki unnið liðstitil og með hverju árinu sem líður verð ég staðráðnari í að breyta því,“ sagði Kane á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Á morgun fæ ég tækifæri til að vinna til einna stærstu verðlauna sem möguleiki er á og skrifa söguna með minni þjóð. Það er engin spurning að ég myndi skipta á öllu sem ég hef gert á ferlinum til að eiga frábært kvöld og vinna annað kvöld.“ „Sé það ekki þannig“ Stuðningsmenn enska landsliðsins hafa beðið óþreyjufullir eftir titli í fjölmörg ár en endað með brostin hjörtu á hverju stórmótinu á fætur öðru. Kane segir að það yrði magnað augnablik fyrir stuðningsmennina ef enska liðið yrði Evrópumeistari á morgun. „Það myndi breyta öllu. Það yrði ótrúlegasta tilfinning sem hægt er að finna sem atvinnumaður í knattspyrnu og ég er viss um að þannig sé það líka fyrir stuðningsmennina. Að eignast þetta augnablik í sögunni og fá tækifæri til að fagna væri ansi sérstakt.“ Enska liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins árið 2021 gegn Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley í London. „Það var erfitt en nú er hungrið enn meira að sjá til þess að þetta falli okkar megin. Við vitum að þetta verður erfitt kvöld. Eins og þjálfarinn sagði þá mun þetta ráðast á litlum atriðum, við höfum náð þeim rétt hingað til á mótinu. Við munum þurfa þess á morgun og meira til.“ England hefur ekki unnið titil síðan liðið varð heimsmeistari árið 1966 og biðin því orðin ansi löng. Kane er þó ekki á því að pressan sé enn meiri fyrir vikið. „Ég sé það ekki þannig, ég er ótrúlega spenntur að fá tækifærið til að gleðja stóran hóp af fólki, þar á meðal mig sjálfan. Þetta verður mikill bardagi.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Úrslitaleiks Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu annað kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Liðin hafa farið nokkuð ólíka leið í úrslitaleikinn. Spænska liðið hefur verið afar sannfærandi og það besta á mótinu að flestra mati. Englendingar hafa hins vegar fengið töluverða gagnrýni fyrir leiðinlega knattspyrnu á mótinu en eru engu að síður komnir í úrslitaleikinn. Harry Kane er fyrirliði enska liðsins og sá markahæsti í sögu þess. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á sínum ferli en á hins vegar fjögur silfurverðlaun í safni sínu. „Þetta er ekkert leyndarmál, ég hef ekki unnið liðstitil og með hverju árinu sem líður verð ég staðráðnari í að breyta því,“ sagði Kane á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Á morgun fæ ég tækifæri til að vinna til einna stærstu verðlauna sem möguleiki er á og skrifa söguna með minni þjóð. Það er engin spurning að ég myndi skipta á öllu sem ég hef gert á ferlinum til að eiga frábært kvöld og vinna annað kvöld.“ „Sé það ekki þannig“ Stuðningsmenn enska landsliðsins hafa beðið óþreyjufullir eftir titli í fjölmörg ár en endað með brostin hjörtu á hverju stórmótinu á fætur öðru. Kane segir að það yrði magnað augnablik fyrir stuðningsmennina ef enska liðið yrði Evrópumeistari á morgun. „Það myndi breyta öllu. Það yrði ótrúlegasta tilfinning sem hægt er að finna sem atvinnumaður í knattspyrnu og ég er viss um að þannig sé það líka fyrir stuðningsmennina. Að eignast þetta augnablik í sögunni og fá tækifæri til að fagna væri ansi sérstakt.“ Enska liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins árið 2021 gegn Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley í London. „Það var erfitt en nú er hungrið enn meira að sjá til þess að þetta falli okkar megin. Við vitum að þetta verður erfitt kvöld. Eins og þjálfarinn sagði þá mun þetta ráðast á litlum atriðum, við höfum náð þeim rétt hingað til á mótinu. Við munum þurfa þess á morgun og meira til.“ England hefur ekki unnið titil síðan liðið varð heimsmeistari árið 1966 og biðin því orðin ansi löng. Kane er þó ekki á því að pressan sé enn meiri fyrir vikið. „Ég sé það ekki þannig, ég er ótrúlega spenntur að fá tækifærið til að gleðja stóran hóp af fólki, þar á meðal mig sjálfan. Þetta verður mikill bardagi.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira