Bellingham líklega á leið í aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 11:01 Jude Bellingham finnur vel fyrir axlarmeiðslunum en fari hann í aðgerð missir hann af tveimur fyrstu mánuðum næsta tímabils. Getty/Robbie Jay Barratt Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham gengur ekki alveg heill til skógar og hefur ekki gert það síðan í nóvember á síðasta ári. Bellingham og félagar í enska landsliðinu eru nú aðeins einum leik frá fyrsta stóra titli Englendinga frá árinu 1966 og enska liðið þarf á góðum leik frá honum að halda til að landa titlinum um helgina. Bellingham hefur glímt við axlarmeiðsli í meira en sex mánuði og spænski miðilinn Relevo segir að hann gæti þurft að fara í aðgerð eftir Evrópumótið. Bellingham meiddist á öxl í leik á móti Rayo Vallecano 5. nóvember síðastliðinn. Hann hefur spilað í gegnum meiðsli í allan þennan tíma en Relevo segir að hann finni enn vel fyrir þessu. Reminder: Jude Bellingham has been nursing a shoulder injury, which will require surgery, since November - it won't stop him playing for #RealMadrid in the #UCLFinal.pic.twitter.com/dcsJzNx6ue— Football España (@footballespana_) June 1, 2024 Real Madrid mun skoða leikmanninn betur eftir úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. Þá verður tekin ákvörðun um aðgerð sem myndi þýða að Bellingham missir af fyrstu tveimur mánuðum næsta tímabils. Á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid þá vann Bellingham Meistaradeildina og spænsku deildina með Real Madrid. Hinn 21 árs gamli Bellingham var með 23 mörk og 13 stoðsendingar á tímabilinu. Hann gæti síðan bætt Evrópumeistaratitli við um helgina og væri þá örugglega búinn að taka forystuna í keppninni um næsta Gullhnött, Ballon d'Or. Bellingham missti af tveimur leikjum vegna meiðslanna. Hann var þá kominn með 14 mörk og 4 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjunum í deild og Meistaradeild. Eftir meiðslin þá bætti hann „bara“ við 10 mörkum og 8 stoðsendingum í 26 leikjum í deild og Meistaradeild. 🚨If Jude Bellingham does the shoulder surgery to permanently fix his injury, he will be OUT for atleast two months. @JorgeCPicon pic.twitter.com/vtvtXMQpQu— Madrid Zone (@theMadridZone) July 11, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Bellingham og félagar í enska landsliðinu eru nú aðeins einum leik frá fyrsta stóra titli Englendinga frá árinu 1966 og enska liðið þarf á góðum leik frá honum að halda til að landa titlinum um helgina. Bellingham hefur glímt við axlarmeiðsli í meira en sex mánuði og spænski miðilinn Relevo segir að hann gæti þurft að fara í aðgerð eftir Evrópumótið. Bellingham meiddist á öxl í leik á móti Rayo Vallecano 5. nóvember síðastliðinn. Hann hefur spilað í gegnum meiðsli í allan þennan tíma en Relevo segir að hann finni enn vel fyrir þessu. Reminder: Jude Bellingham has been nursing a shoulder injury, which will require surgery, since November - it won't stop him playing for #RealMadrid in the #UCLFinal.pic.twitter.com/dcsJzNx6ue— Football España (@footballespana_) June 1, 2024 Real Madrid mun skoða leikmanninn betur eftir úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. Þá verður tekin ákvörðun um aðgerð sem myndi þýða að Bellingham missir af fyrstu tveimur mánuðum næsta tímabils. Á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid þá vann Bellingham Meistaradeildina og spænsku deildina með Real Madrid. Hinn 21 árs gamli Bellingham var með 23 mörk og 13 stoðsendingar á tímabilinu. Hann gæti síðan bætt Evrópumeistaratitli við um helgina og væri þá örugglega búinn að taka forystuna í keppninni um næsta Gullhnött, Ballon d'Or. Bellingham missti af tveimur leikjum vegna meiðslanna. Hann var þá kominn með 14 mörk og 4 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjunum í deild og Meistaradeild. Eftir meiðslin þá bætti hann „bara“ við 10 mörkum og 8 stoðsendingum í 26 leikjum í deild og Meistaradeild. 🚨If Jude Bellingham does the shoulder surgery to permanently fix his injury, he will be OUT for atleast two months. @JorgeCPicon pic.twitter.com/vtvtXMQpQu— Madrid Zone (@theMadridZone) July 11, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira