Úrval einhleypra bænda á „Bænder“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 22:03 Einhleypir bændur tóku sig til og auglýstu eftir mökum í Bændablaði dagsins. Skjáskot/Bændablaðið Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag, má finna heilsíðu þar sem finna má „hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins.“ Þar hafa nokkrir bændur birt af sér myndir og auglýst eftir maka. Yfirskrift síðunnar er „Bænder,“ sem er skemmtilegur orðaleikur þar sem snúið er upp á nafn vinsæla stefnumótaforritsins Tinder. „Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, kæru landsmenn, er hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins. Aldursbilið er afar breitt, eða frá sautján til sextíu og fimm ára og næsta víst að hvert um sig hafi væna mannkosti til að bera - og jafnvel smá heimanmund í formi jarðar og bústofns,“ segir í blaðinu. Ellefu bændur hafa þar óskað eftir maka, birt af sér mynd, og ýmist lýst eigin mannkostum eða þeim sem æskilegt væri að tilvonandi maki byggi yfir. Frábært ef makinn fílar Ferguson traktora „Er að leita að sætri sveitastúlku sem hefur áhuga á sveitaskemmtun og með húmor fyrir sjálfri sér. Væri líka frábært ef hún fílar Massey gamla Ferguson,“ segir Kolbeinn Óskar Bjarnason, sauðfjárbóndi í Reykhólahreppi. Hann kveðst vera yngsti bóndi landsins. Kolbeinn er ekki sá eini sem víkur máli að traktorum. „Ekki væri það verra ef hún myndi elska traktor á borð við Zetor. Ég er með helvíti flott sveitamullet þó ég segi sjálfur frá, og skemmti mér helst við að djöflast í vinum mínum, enda stutt í glensið,“ segir Kristján Steinn Guðmundsson, sem er einnig í Reykhólahreppi. Hér er heilsíðan.Skjáskot/Bændablaðið Makinn þarf að vinna launalaust og geta bakkað traktor með vagni Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi á Flúðum, segir að makinn þurfi að geta unnið launalaust allar helgar og á stórhátíðardögum. Ekki nóg með það heldur þurfi hann líka að geta bakkað traktor með vagni fyrir horn án þess að brjóta rúður í gróðurhúsunum. „Svo almennt að vera með réttar skoðanir.“ „Draumaprinsinn er vel fjáður (ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis), hjartahlýr og huggulegur herramaður sem er ekki morgunfúll (ég sé um það), segir Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá RML. Sjá auglýsingarnar í Bændablaðinu í dag. Tinder Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Sjá meira
„Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, kæru landsmenn, er hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins. Aldursbilið er afar breitt, eða frá sautján til sextíu og fimm ára og næsta víst að hvert um sig hafi væna mannkosti til að bera - og jafnvel smá heimanmund í formi jarðar og bústofns,“ segir í blaðinu. Ellefu bændur hafa þar óskað eftir maka, birt af sér mynd, og ýmist lýst eigin mannkostum eða þeim sem æskilegt væri að tilvonandi maki byggi yfir. Frábært ef makinn fílar Ferguson traktora „Er að leita að sætri sveitastúlku sem hefur áhuga á sveitaskemmtun og með húmor fyrir sjálfri sér. Væri líka frábært ef hún fílar Massey gamla Ferguson,“ segir Kolbeinn Óskar Bjarnason, sauðfjárbóndi í Reykhólahreppi. Hann kveðst vera yngsti bóndi landsins. Kolbeinn er ekki sá eini sem víkur máli að traktorum. „Ekki væri það verra ef hún myndi elska traktor á borð við Zetor. Ég er með helvíti flott sveitamullet þó ég segi sjálfur frá, og skemmti mér helst við að djöflast í vinum mínum, enda stutt í glensið,“ segir Kristján Steinn Guðmundsson, sem er einnig í Reykhólahreppi. Hér er heilsíðan.Skjáskot/Bændablaðið Makinn þarf að vinna launalaust og geta bakkað traktor með vagni Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi á Flúðum, segir að makinn þurfi að geta unnið launalaust allar helgar og á stórhátíðardögum. Ekki nóg með það heldur þurfi hann líka að geta bakkað traktor með vagni fyrir horn án þess að brjóta rúður í gróðurhúsunum. „Svo almennt að vera með réttar skoðanir.“ „Draumaprinsinn er vel fjáður (ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis), hjartahlýr og huggulegur herramaður sem er ekki morgunfúll (ég sé um það), segir Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá RML. Sjá auglýsingarnar í Bændablaðinu í dag.
Tinder Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Sjá meira