Reiknuðu út að xG var bara 0,05 í sigurmarki Ollie Watkins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 09:16 Ollie Watkins var hetja kvöldsins en hann þurfti bara rúmar tíu mínútur til að tryggja Englandi sæti í úrslitaleiknum og sér útnefninguna maður leiksins. Getty/Michael Regan Ollie Watkins tryggði enska landsliðinu 2-1 sigur á Hollandi í gær og um leið sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi. Watkins hafði komið inn á sem varamaður undir lokin og fékk þarna boltann frá Cole Palmer eftir að hafa tekið flott hlaup inn í teiginn. Watkins var hins vegar kominn í þrönga stöðu, hægra megin við markteiginn, með bæði hollenskan varnarmann og markmann fyrir framan sig. "The winning goal."by Ollie Watkins, July 2024 🏴#NEDENG | #Euro2024 pic.twitter.com/fJObIdIK3r— StatsBomb (@StatsBomb) July 10, 2024 Áætlaðar líkur á marki úr þessari stöðu voru aðeins 0,05 samkvæmt útreikningum á xG. Watkins er með bullandi sjálfstraust eftir frábært tímabil með Aston Villa og það sást á þessari afgreiðslu. Maðurinn, sem hefur lítið fengið að spila á þessum EM vegna ástar Gareth Soutgate á Harry Kane, þurfti ekki langan tíma eða frábært færi til að vera hetja þjóðar sinnar. Ollie Watkins skorar hér sigurmarkið á móti Hollandi í gær.Getty/Eddie Keogh Þetta var fjórða landsliðsmark hans en það fyrsta síðan í október í fyrra. Watkins hafði aðeins spilað í tuttugu mínútur í mótinu fyrir leikinn og kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í gær. Hann hafði verið ónotaður varamaður í þremur leikjum á undan en var heldur betur klár þegar kallið kom loksins. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hans. OLLIE WATKINS!⚽️ Sléttar 90 mínútur og núll sekúndur á klukkunni þegar Watkins skorar sigurmarkið og kemur Englendingum í úrslitaleikinn🏴 pic.twitter.com/KWOgrcaQ4v— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Sjá meira
Watkins hafði komið inn á sem varamaður undir lokin og fékk þarna boltann frá Cole Palmer eftir að hafa tekið flott hlaup inn í teiginn. Watkins var hins vegar kominn í þrönga stöðu, hægra megin við markteiginn, með bæði hollenskan varnarmann og markmann fyrir framan sig. "The winning goal."by Ollie Watkins, July 2024 🏴#NEDENG | #Euro2024 pic.twitter.com/fJObIdIK3r— StatsBomb (@StatsBomb) July 10, 2024 Áætlaðar líkur á marki úr þessari stöðu voru aðeins 0,05 samkvæmt útreikningum á xG. Watkins er með bullandi sjálfstraust eftir frábært tímabil með Aston Villa og það sást á þessari afgreiðslu. Maðurinn, sem hefur lítið fengið að spila á þessum EM vegna ástar Gareth Soutgate á Harry Kane, þurfti ekki langan tíma eða frábært færi til að vera hetja þjóðar sinnar. Ollie Watkins skorar hér sigurmarkið á móti Hollandi í gær.Getty/Eddie Keogh Þetta var fjórða landsliðsmark hans en það fyrsta síðan í október í fyrra. Watkins hafði aðeins spilað í tuttugu mínútur í mótinu fyrir leikinn og kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í gær. Hann hafði verið ónotaður varamaður í þremur leikjum á undan en var heldur betur klár þegar kallið kom loksins. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hans. OLLIE WATKINS!⚽️ Sléttar 90 mínútur og núll sekúndur á klukkunni þegar Watkins skorar sigurmarkið og kemur Englendingum í úrslitaleikinn🏴 pic.twitter.com/KWOgrcaQ4v— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Sjá meira