Danska súperstjarnan grét Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 09:41 Jonas Vingegaard átti erfitt með sig eftir frábæran dag. Það hefur verið krefjandi fyrir hann að koma til baka eftir slæmt slys í vor. EPA-EFE/JEROME DELAY Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar undanfarin tvö ár en árið í ár hefur reynst honum mjög erfitt. Vingegaard stórslasaði sig þegar hann skall í jörðina í keppni fyrir nokkrum mánuðum. Það var óttast að hann hefði með þessu misst af möguleikanum á því að vinna stærstu hjólreiðakeppni heims þriðja árið í röð. Honum tókst hins vegar að ná sér góðum fyrir Frakklandshjólreiðarnar og vann sína fyrstu sérleið í keppninni í gær. Það var ellefta sérleiðin í Tour de France 2024. Three months after a career threatening crash, Jonas Vingegaard is back at his best level and took his 4th TDF stage win, spanking Pogacar in an uphill sprint. Definitely one of the most incredible comebacks I've ever seen. Hats off, Jonas. 🎩 #TDF2024pic.twitter.com/5GBxSA7RUI— Mihai Simion (@faustocoppi60) July 10, 2024 Daninn réð ekki við tilfinningar sínar eftir keppni dagsins. „Ég er bara svo ánægður að vera hérna,“ sagði Vingegaard og tárin runnu. „Það eru auðvitað miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna. Að koma til baka eftir slysið ... fyrirgefðu,“ sagði Vingegaard en varð að taka sér smá pásu til að þurrka tárin og ná tökum á sér. Vingegaard er þriðji í heildarkeppninni en þetta var hans besti dagur síðan að hann lenti í slysinu. „Þetta skiptir miklu máli eftir allt sem ég hef gengið í gegnum undanfarna mánuði. Ég hefði aldrei getað þetta án fjölskyldu minnar,“ sagði Vingegaard. Í viðtali fyrr í vikunni talaði Vingegaard um það að hann hafi óttast það að deyja í slysinu. „Ég bara ánægður að fá að vera hér. Það skiptir svo miklu máli að vinna sérleið. Ekki síst að vinna hana fyrir framan fjölskyldu mína sem stóðu með mér og hvöttu mig áfram allan tímann,“ sagði Vingegaard. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. An emotional Jonas Vingegaard reacts to his Tour de France stage win after coming back from the terrible crash earlier this year. #TDF2024 pic.twitter.com/Laz2jHhCwC— NBC Sports Cycling (@NBCSCycling) July 10, 2024 Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira
Vingegaard stórslasaði sig þegar hann skall í jörðina í keppni fyrir nokkrum mánuðum. Það var óttast að hann hefði með þessu misst af möguleikanum á því að vinna stærstu hjólreiðakeppni heims þriðja árið í röð. Honum tókst hins vegar að ná sér góðum fyrir Frakklandshjólreiðarnar og vann sína fyrstu sérleið í keppninni í gær. Það var ellefta sérleiðin í Tour de France 2024. Three months after a career threatening crash, Jonas Vingegaard is back at his best level and took his 4th TDF stage win, spanking Pogacar in an uphill sprint. Definitely one of the most incredible comebacks I've ever seen. Hats off, Jonas. 🎩 #TDF2024pic.twitter.com/5GBxSA7RUI— Mihai Simion (@faustocoppi60) July 10, 2024 Daninn réð ekki við tilfinningar sínar eftir keppni dagsins. „Ég er bara svo ánægður að vera hérna,“ sagði Vingegaard og tárin runnu. „Það eru auðvitað miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna. Að koma til baka eftir slysið ... fyrirgefðu,“ sagði Vingegaard en varð að taka sér smá pásu til að þurrka tárin og ná tökum á sér. Vingegaard er þriðji í heildarkeppninni en þetta var hans besti dagur síðan að hann lenti í slysinu. „Þetta skiptir miklu máli eftir allt sem ég hef gengið í gegnum undanfarna mánuði. Ég hefði aldrei getað þetta án fjölskyldu minnar,“ sagði Vingegaard. Í viðtali fyrr í vikunni talaði Vingegaard um það að hann hafi óttast það að deyja í slysinu. „Ég bara ánægður að fá að vera hér. Það skiptir svo miklu máli að vinna sérleið. Ekki síst að vinna hana fyrir framan fjölskyldu mína sem stóðu með mér og hvöttu mig áfram allan tímann,“ sagði Vingegaard. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. An emotional Jonas Vingegaard reacts to his Tour de France stage win after coming back from the terrible crash earlier this year. #TDF2024 pic.twitter.com/Laz2jHhCwC— NBC Sports Cycling (@NBCSCycling) July 10, 2024
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira