Man United nálægt því að selja Greenwood til Frakklands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2024 15:00 Mason Greenwood gæti verið á leið til Frakklands. Diego Souto/Getty Images Franska úrvalsdeildarliðið Marseille nálgast það að festa kaup á hinum 22 ára gamla Mason Greenwood frá Manchester United. Greenwood hefur ekki leikið með United í um tvö og hálft ár, eða síðan hann var sakaður um kynferðisbrot og heimilisofbeldi gagnvart kærustu sinni árið 2022. Hann fékk þó tækifæri með Getafe á síðasta tímabili þar sem hann var á láni frá United. Hjá Getafe lék Greenwood 33 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. Frá árinu 2018 hefur Greenwood leikið 83 deildarleiki fyrir United og skoraði í þeim 22 mörk. Þá hefur hann leikið einn leik fyrir enska landsliðið árið 2020. Sá leikur var á Laugardalsvelli þar sem Englendingar unnu 1-0 sigur gegn íslenska landsliðinu. Leikurinn dró þó dilk á eftir sér fyrir Greenwood og kollega hans hjá Manchester City, Phil Foden. Nú virðist kafla Greenwood hjá Manchester United hins vegar vera að ljúka. Greenwood er sagður vera á leið til Marseille í Frakklandi fyrir um 30 milljónir punda, eða um 5,3 milljarða íslenskra króna. Marseille sendi tilboð í leikmanninn í gær og er talið að samningaviðræður gangi vel. Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir hins vegar frá því að United vilji fá 40-50 prósent af söluverði Greenwoods ef Marseille selur leikmanninn aftur í framtíðinni. 🚨🔴 More on Mason Greenwood. In any case, Man United will include big sell-on clause into the deal.It could be even up to 40/50% of the future sale, clubs are in talks about that.Olympique Marseille, getting closer after official bid sent earlier today. 🔵⚪️⏳ pic.twitter.com/DgScFv8lny— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 8, 2024 Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira
Greenwood hefur ekki leikið með United í um tvö og hálft ár, eða síðan hann var sakaður um kynferðisbrot og heimilisofbeldi gagnvart kærustu sinni árið 2022. Hann fékk þó tækifæri með Getafe á síðasta tímabili þar sem hann var á láni frá United. Hjá Getafe lék Greenwood 33 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. Frá árinu 2018 hefur Greenwood leikið 83 deildarleiki fyrir United og skoraði í þeim 22 mörk. Þá hefur hann leikið einn leik fyrir enska landsliðið árið 2020. Sá leikur var á Laugardalsvelli þar sem Englendingar unnu 1-0 sigur gegn íslenska landsliðinu. Leikurinn dró þó dilk á eftir sér fyrir Greenwood og kollega hans hjá Manchester City, Phil Foden. Nú virðist kafla Greenwood hjá Manchester United hins vegar vera að ljúka. Greenwood er sagður vera á leið til Marseille í Frakklandi fyrir um 30 milljónir punda, eða um 5,3 milljarða íslenskra króna. Marseille sendi tilboð í leikmanninn í gær og er talið að samningaviðræður gangi vel. Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir hins vegar frá því að United vilji fá 40-50 prósent af söluverði Greenwoods ef Marseille selur leikmanninn aftur í framtíðinni. 🚨🔴 More on Mason Greenwood. In any case, Man United will include big sell-on clause into the deal.It could be even up to 40/50% of the future sale, clubs are in talks about that.Olympique Marseille, getting closer after official bid sent earlier today. 🔵⚪️⏳ pic.twitter.com/DgScFv8lny— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 8, 2024
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira