Luke Shaw loksins leikfær: Síðustu fjórir mánuðir erfiðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 12:01 Luke Shaw fagnar sigri enska landsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Getty/Matt McNulty Luke Shaw er búinn að ná sér af meiðslunum og gæti því byrjað inn á í enska landsliðinu í undanúrslitaleik Evrópumótsins annað kvöld. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, valdi Shaw í EM-hópinn þrátt fyrir að hann var meiddur. Shaw er eini vinstri bakvörðurinn í hópnum en hafði ekkert tekið þátt í mótinu þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Sviss í átta liða úrslitunum. „Síðustu fjórir mánuðir hafa verið erfiðir. Í fyrstu var talið að ég yrði mun fljótari að koma til baka en raunin varð önnur. Ég lenti í bakslagi hvað eftir annað,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Þegar hópurinn var valinn þá var búist við því að ég myndi ná öðrum eða þriðja leik í mótinu en því miður gekk það ekki upp og endurkomunni seinkaði,“ sagði Shaw. "I went through quite a few setbacks, hopefully I can get some more minutes in next game" 💬England left back Luke Shaw says he's fit and ready to play against Netherlands 🇳🇱🏴 pic.twitter.com/mYjcNF5vI6— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2024 „Ég er hérna núna og það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn í síðasta leik. Ég var farinn að iða í skinninu að fá að spila,“ sagði Shaw sem gæti byrjað inn í leiknum á móti Hollandi annað kvöld. „Það stóðu allir með mér, ekki bara Gareth og Steve [Holland, aðstoðarþjálfari Englands] heldur einnig læknaliðið líka. Ég á þeim mikið að þakka,“ sagði Shaw. Hann efast ekki um getu sína að spila allan leikinn á morgun. „Auðvitað tel ég mig vera tilbúinn í níutíu mínútur. Ég er klár og tilbúinn í slaginn,“ sagði Shaw. Shaw kom inn á völlinn á 78. mínútu á móti Sviss og spilaði rúmar 42 mínútur því leikurinn var framlengdur. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, valdi Shaw í EM-hópinn þrátt fyrir að hann var meiddur. Shaw er eini vinstri bakvörðurinn í hópnum en hafði ekkert tekið þátt í mótinu þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Sviss í átta liða úrslitunum. „Síðustu fjórir mánuðir hafa verið erfiðir. Í fyrstu var talið að ég yrði mun fljótari að koma til baka en raunin varð önnur. Ég lenti í bakslagi hvað eftir annað,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Þegar hópurinn var valinn þá var búist við því að ég myndi ná öðrum eða þriðja leik í mótinu en því miður gekk það ekki upp og endurkomunni seinkaði,“ sagði Shaw. "I went through quite a few setbacks, hopefully I can get some more minutes in next game" 💬England left back Luke Shaw says he's fit and ready to play against Netherlands 🇳🇱🏴 pic.twitter.com/mYjcNF5vI6— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2024 „Ég er hérna núna og það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn í síðasta leik. Ég var farinn að iða í skinninu að fá að spila,“ sagði Shaw sem gæti byrjað inn í leiknum á móti Hollandi annað kvöld. „Það stóðu allir með mér, ekki bara Gareth og Steve [Holland, aðstoðarþjálfari Englands] heldur einnig læknaliðið líka. Ég á þeim mikið að þakka,“ sagði Shaw. Hann efast ekki um getu sína að spila allan leikinn á morgun. „Auðvitað tel ég mig vera tilbúinn í níutíu mínútur. Ég er klár og tilbúinn í slaginn,“ sagði Shaw. Shaw kom inn á völlinn á 78. mínútu á móti Sviss og spilaði rúmar 42 mínútur því leikurinn var framlengdur.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn