Fyrsta konan til að lyfta steininum Fullsterki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 07:40 Sandra Bradley með steininn Fullsterka í Dritvík. @sandrabradley_ Þýska aflraunakonan Sandra Bradley hefur lagt það í vana sinn að mæta til Íslands og lyfta steinum sem engin kona hefur lyft áður. Hún var þannig fyrsta konan til að lyfta hinni frægu Húsafellshellu og á dögunum var hún mætt til Dritvíkur á Snæfellsnesi. Að þessu sinni lá það fyrir að lyfta steini sem hefur nafnið Fullsterkur. Fullsterkur er þarna ásamt þremur öðrum léttari steinum sem heita Amlóði (23 kíló), Hálfdrættingur (54 kíló) og Hálfsterkur (100 kíló). Steinarnir voru notaðir á sínum tíma þegar þetta var útgerðarstaður og það þurfti að kanna styrk sjómannanna. Fullsterkur er 154 kíló á þyngd og engin smásmíði. Það hafði líka engin konan lyft þessum steini fyrr en Sandra mætti á svæðið. „Eftir að hafa verið fyrsta konan til að lyfta hinni goðsagnakenndu Húsafellhellu þá var ég mætt aftur til land elds og íss. Nú var ég fyrsta konan til að lyfta steininum Fullsterki,“ skrifaði Sandra Bradley á Instagram síðu sína. „Fullsterkur er ekki aðeins krefjandi vegna þyngdarinnar (tvisvar sinnum líkamsþyngd mín). Stóra vandamálið er að hann er alveg sléttur eins og silki sem gerir erfitt að ná taki á honum. Ég þurfti því að finna öðruvísi leið en aðrir eru að lyfta honum,“ skrifaði Sandra. „Að lyfta steinum er svo stórbrotið próf fyrir þig, ekki aðeins á styrk þínum heldur einnig færni. Að finna það út hvernig er best að lyfta steinum sem eru alls konar í laginu. Ég nýt þess í botn,“ skrifaði Sandra. „Ég vona að ég geti verið innblástur fyrir aðrar konur í leit þeirra að sterkustu útgáfunni af þeim sjálfum, hvort sem það er út í náttúrunni, í lyftingasalnum eða hvar sem er í lífinu,“ skrifaði Sandra. Hún sýndi myndband af sér lyfta steininum í Dritvík. Það má sjá hér fyrir neðan. Sandra Bradley hefur fjórum sinnum verið sterkasta kona heims og hún hefur einnig unnið Arnold aflraunamótið. View this post on Instagram A post shared by SUNNY 🇩🇪 | Strength Coach | Pro Strongwoman (@sandrabradley_) Aflraunir Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Hún var þannig fyrsta konan til að lyfta hinni frægu Húsafellshellu og á dögunum var hún mætt til Dritvíkur á Snæfellsnesi. Að þessu sinni lá það fyrir að lyfta steini sem hefur nafnið Fullsterkur. Fullsterkur er þarna ásamt þremur öðrum léttari steinum sem heita Amlóði (23 kíló), Hálfdrættingur (54 kíló) og Hálfsterkur (100 kíló). Steinarnir voru notaðir á sínum tíma þegar þetta var útgerðarstaður og það þurfti að kanna styrk sjómannanna. Fullsterkur er 154 kíló á þyngd og engin smásmíði. Það hafði líka engin konan lyft þessum steini fyrr en Sandra mætti á svæðið. „Eftir að hafa verið fyrsta konan til að lyfta hinni goðsagnakenndu Húsafellhellu þá var ég mætt aftur til land elds og íss. Nú var ég fyrsta konan til að lyfta steininum Fullsterki,“ skrifaði Sandra Bradley á Instagram síðu sína. „Fullsterkur er ekki aðeins krefjandi vegna þyngdarinnar (tvisvar sinnum líkamsþyngd mín). Stóra vandamálið er að hann er alveg sléttur eins og silki sem gerir erfitt að ná taki á honum. Ég þurfti því að finna öðruvísi leið en aðrir eru að lyfta honum,“ skrifaði Sandra. „Að lyfta steinum er svo stórbrotið próf fyrir þig, ekki aðeins á styrk þínum heldur einnig færni. Að finna það út hvernig er best að lyfta steinum sem eru alls konar í laginu. Ég nýt þess í botn,“ skrifaði Sandra. „Ég vona að ég geti verið innblástur fyrir aðrar konur í leit þeirra að sterkustu útgáfunni af þeim sjálfum, hvort sem það er út í náttúrunni, í lyftingasalnum eða hvar sem er í lífinu,“ skrifaði Sandra. Hún sýndi myndband af sér lyfta steininum í Dritvík. Það má sjá hér fyrir neðan. Sandra Bradley hefur fjórum sinnum verið sterkasta kona heims og hún hefur einnig unnið Arnold aflraunamótið. View this post on Instagram A post shared by SUNNY 🇩🇪 | Strength Coach | Pro Strongwoman (@sandrabradley_)
Aflraunir Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira