Giannis á leið á sína fyrstu Ólympíuleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 06:31 Giannis Antetokounmpo fær loksins að upplifa það að spila á Ólympíuleikunum en Grikkir komust þangað í fyrsta sinn í sextán ár. EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Grikkland, Brasilía, Spánn og Púertó Ríkó voru síðustu fjórar þjóðirnar til að tryggja sér sæti í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í París. Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo fór fyrir sínu liði í öruggum 80-69 sigri á Króatíu í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Giannis skoraði 23 stig en í leiknum á undan enduðu Grikkir Ólympíudraum Luka Doncic og félaga í slóvenska landsliðinu. Georgios Papagiannis var með 19 stig í þessum leik og Nick Calathes skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn frá á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Grikkir fá að vera með í körfuboltakeppni karla. Gríska liðið spilar í A-riðli á ÓL í París með Ástralíu, Kanada og Spáni. Þetta skipti Giannis mjög miklu máli en kappinn var í tilfinningalegu uppnámi eftir að úrslitin voru ljós eins og sjá má hér fyrir neðan. Giannis emotional after qualifying for Olympics 🥹💙He leads Greece to their first Olympics since 2008 🇬🇷(via @FIBA)pic.twitter.com/eM31ZxPoL2— Bleacher Report (@BleacherReport) July 7, 2024 Spánverjar tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 86-78 sigri í hörkuleik á móti Bahamaeyjum. Lorenzo Brown var stigahæstur hjá Spáni með 18 stig og Willy Hernangomez skoraði 15 stig. Hjá Bahamaeyjum voru NBA leikmennirnir Buddy Hield (19 stig), Deandre Ayton (17 stig og 14 fráköst) og Eric Gordon (15 stig) atkvæðamestir. Brasilíumenn tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 94-69 sigri á Lettlandi í úrslitaleik í undanriðlinum sem var spilaður á heimavelli Letta. Brasilíumenn fóru á 19-0 sprett í lok fyrsta leikhluta til að taka yfir leikinn. Giannis and Greece dominated Luka and Slovenia 96-68 to move to the final round of the Olympic Qualifying Tournament 👀🔥Slovenia will NOT be in the 2024 Olympics pic.twitter.com/Qhi8sEMLfu— Bleacher Report (@BleacherReport) July 6, 2024 Bruno Caboclo var atkvæðamestur Brassana með 21 stig og Leo Meind skoraði 20 stig. Brasilíumenn verða í B-riðli með Frökkum, Þjóðverjum og Japan. Púertó Ríkó vann 79-68 sigur á Litháen og varð tólfta og síðasta liðið til að komast á Ólympíuleikana. Jose Alvarado, sem spilar með New Orleans Pelicans var stigahæstur með 23 stig en Tremont Waters skoraði 18 stig. Púertó Ríkó spilar í C-riðli með Bandaríkjunum, Serbíu og Suður-Súdan. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo fór fyrir sínu liði í öruggum 80-69 sigri á Króatíu í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Giannis skoraði 23 stig en í leiknum á undan enduðu Grikkir Ólympíudraum Luka Doncic og félaga í slóvenska landsliðinu. Georgios Papagiannis var með 19 stig í þessum leik og Nick Calathes skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn frá á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Grikkir fá að vera með í körfuboltakeppni karla. Gríska liðið spilar í A-riðli á ÓL í París með Ástralíu, Kanada og Spáni. Þetta skipti Giannis mjög miklu máli en kappinn var í tilfinningalegu uppnámi eftir að úrslitin voru ljós eins og sjá má hér fyrir neðan. Giannis emotional after qualifying for Olympics 🥹💙He leads Greece to their first Olympics since 2008 🇬🇷(via @FIBA)pic.twitter.com/eM31ZxPoL2— Bleacher Report (@BleacherReport) July 7, 2024 Spánverjar tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 86-78 sigri í hörkuleik á móti Bahamaeyjum. Lorenzo Brown var stigahæstur hjá Spáni með 18 stig og Willy Hernangomez skoraði 15 stig. Hjá Bahamaeyjum voru NBA leikmennirnir Buddy Hield (19 stig), Deandre Ayton (17 stig og 14 fráköst) og Eric Gordon (15 stig) atkvæðamestir. Brasilíumenn tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 94-69 sigri á Lettlandi í úrslitaleik í undanriðlinum sem var spilaður á heimavelli Letta. Brasilíumenn fóru á 19-0 sprett í lok fyrsta leikhluta til að taka yfir leikinn. Giannis and Greece dominated Luka and Slovenia 96-68 to move to the final round of the Olympic Qualifying Tournament 👀🔥Slovenia will NOT be in the 2024 Olympics pic.twitter.com/Qhi8sEMLfu— Bleacher Report (@BleacherReport) July 6, 2024 Bruno Caboclo var atkvæðamestur Brassana með 21 stig og Leo Meind skoraði 20 stig. Brasilíumenn verða í B-riðli með Frökkum, Þjóðverjum og Japan. Púertó Ríkó vann 79-68 sigur á Litháen og varð tólfta og síðasta liðið til að komast á Ólympíuleikana. Jose Alvarado, sem spilar með New Orleans Pelicans var stigahæstur með 23 stig en Tremont Waters skoraði 18 stig. Púertó Ríkó spilar í C-riðli með Bandaríkjunum, Serbíu og Suður-Súdan.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn