Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. júlí 2024 17:06 Viktor Jónsson hefur farið á kostum í Bestu deildinni í sumar. vísir/Anton „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. ÍA komst snemma yfir í leiknum og skoraði sitt fjórða mark með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og staðan því 4-0 í hálfleik. Viktor skynjaði þó ekki þessa yfirburði sem hans lið hafði í leiknum í upphafi leiks. „Ekki til að byrja með, en svo fundum við bara að mómentið var með okkur og við ætluðum okkur að nýta það. Við náðum inn þremur mörkum tiltölulega snemma, held ég, þetta er allt í móðu. Þegar leið á leikinn fundum við að við vorum alveg með yfirtökin og okkur langaði bara í meira. Við héldum í okkar konsept, við fórum aldrei fram úr okkur og vorum bara duglegir að vinna varnarvinnuna, þolinmóðir á boltann og það skilaði sér í þessum 8-0 sigri.“ Viktor hefur nú skorað 12 mörk í deildinni í sumar í 13 leikjum. Aðspurður út í þessa ógnvænlegu markaskorun sem og þá umræðu sem loðað hefur við hann í mörg ár, að hann eigi erfitt með að skora í efstu deild, þá svaraði Viktor því á þennan veg. „Hefði verið fínt að fá fimmta, þá hefði þetta verið 13 mörk í 13 leikjum. Bara vá! Ótrúlega gaman að finna markið loksins í efstu deild. Þetta var náttúrulega hávær umræða í byrjun og það er bara gaman að geta loksins sýnt fólki hvað býr í mér, eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér og bara frábært að sýna það loksins. Ekki „loksins að ég vissi ekki að ég gæti þetta eða ekki“ eins og Gummi Ben sagði í Stúkunni um daginn. Ég vissi að ég gæti þetta og það er gott að geta loksins sýnt öðrum.“ Írskir dagar eru í fullum gangi á Akranesi þessa helgina sem endar með Lopapeysuballi í kvöld. Viktor segir liðið hafa verið staðráðið í því að taka þátt í fjörinu með því að sigra í dag. „Við vorum staðráðnir í því að gera þetta að góðum degi. Þetta hefði náttúrulega getað orðið algjör hamfaradagur hefðum við tapað í dag. Menn náðu að halda sér á jörðinni og fókusera á leikinn og kvöldið verður bara enn betra fyrir vikið,“ sagði Viktor að lokum. Besta deild karla ÍA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
ÍA komst snemma yfir í leiknum og skoraði sitt fjórða mark með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og staðan því 4-0 í hálfleik. Viktor skynjaði þó ekki þessa yfirburði sem hans lið hafði í leiknum í upphafi leiks. „Ekki til að byrja með, en svo fundum við bara að mómentið var með okkur og við ætluðum okkur að nýta það. Við náðum inn þremur mörkum tiltölulega snemma, held ég, þetta er allt í móðu. Þegar leið á leikinn fundum við að við vorum alveg með yfirtökin og okkur langaði bara í meira. Við héldum í okkar konsept, við fórum aldrei fram úr okkur og vorum bara duglegir að vinna varnarvinnuna, þolinmóðir á boltann og það skilaði sér í þessum 8-0 sigri.“ Viktor hefur nú skorað 12 mörk í deildinni í sumar í 13 leikjum. Aðspurður út í þessa ógnvænlegu markaskorun sem og þá umræðu sem loðað hefur við hann í mörg ár, að hann eigi erfitt með að skora í efstu deild, þá svaraði Viktor því á þennan veg. „Hefði verið fínt að fá fimmta, þá hefði þetta verið 13 mörk í 13 leikjum. Bara vá! Ótrúlega gaman að finna markið loksins í efstu deild. Þetta var náttúrulega hávær umræða í byrjun og það er bara gaman að geta loksins sýnt fólki hvað býr í mér, eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér og bara frábært að sýna það loksins. Ekki „loksins að ég vissi ekki að ég gæti þetta eða ekki“ eins og Gummi Ben sagði í Stúkunni um daginn. Ég vissi að ég gæti þetta og það er gott að geta loksins sýnt öðrum.“ Írskir dagar eru í fullum gangi á Akranesi þessa helgina sem endar með Lopapeysuballi í kvöld. Viktor segir liðið hafa verið staðráðið í því að taka þátt í fjörinu með því að sigra í dag. „Við vorum staðráðnir í því að gera þetta að góðum degi. Þetta hefði náttúrulega getað orðið algjör hamfaradagur hefðum við tapað í dag. Menn náðu að halda sér á jörðinni og fókusera á leikinn og kvöldið verður bara enn betra fyrir vikið,“ sagði Viktor að lokum.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira