Sú besta verður í París: „Vissi að ég myndi snúa aftur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 14:01 Það er líkt og þyngdaraflið eigi ekki við Biles þegar hún sýnir listir sínar. Nikolas Liepins/Getty Images Fimleikadrottningin Simone Biles tekur þátt á Ólympíuleikunum í París. Hún hefur unnið fjögur Ólympíugull á ferli sínum til þessa. Hin 27 ára gamla Biles tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í sumar með frábærri frammistöðu á sunnudag þegar undankeppni leikanna fór fram í Minneapolis. Verða þetta þriðju leikar hennar en hún stimplaði sig heldur betur inn í Ríó í Brasilíu árið 2016. Þar vann hún fjögur gull og nældi í eitt silfur en tókst ekki að endurtaka leikinn í Tókýó fjórum árum síðar. Hún vann til silfur- og bronsverðlauna en hún glímdi við andleg veikindi á mótinu og dró sig úr keppni í nokkrum greinum. Eftir leikana tók við löng pása en hún sneri aftur til keppni á síðasta ári. Síðan hefur hún unnið sinn sjötta heimsmeistaratitil í samanlögðum árangri ásamt þremur öðrum gullverðlaunum og tveimur landstitlum. Engin í sögu fimleika hefur unnið til jafn margra verðlauna og Biles sem stefnir á að bæta við verðlaunagripum í sumar. „Ég vissi að þetta væri ekki endirinn eftir frammistöðuna í Tókýó. Ég þurfti bara að komast aftur í ræktina, leggja hart að mér og treysta ferlinu. Ég vissi að ég myndi snúa aftur,“ sagði Biles um endurkomu sína. Watched this so many times and still unready. She’s ready for it tho👏👏👏🥇🇺🇸❤️— Taylor Swift (@taylorswift13) June 29, 2024 Biles er síðasta púslið í annars gríðarlega sterkt fimleikalið Bandaríkjanna. Ásamt þeirri bestu eru þær Jordan Chiles, Sunisa Lee, Jade Carey og Hezly Rivera í liðinu. Fimleikakeppni Ólympíuleikanna mun fara fram frá 28. júlí til 10. ágúst. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira
Hin 27 ára gamla Biles tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í sumar með frábærri frammistöðu á sunnudag þegar undankeppni leikanna fór fram í Minneapolis. Verða þetta þriðju leikar hennar en hún stimplaði sig heldur betur inn í Ríó í Brasilíu árið 2016. Þar vann hún fjögur gull og nældi í eitt silfur en tókst ekki að endurtaka leikinn í Tókýó fjórum árum síðar. Hún vann til silfur- og bronsverðlauna en hún glímdi við andleg veikindi á mótinu og dró sig úr keppni í nokkrum greinum. Eftir leikana tók við löng pása en hún sneri aftur til keppni á síðasta ári. Síðan hefur hún unnið sinn sjötta heimsmeistaratitil í samanlögðum árangri ásamt þremur öðrum gullverðlaunum og tveimur landstitlum. Engin í sögu fimleika hefur unnið til jafn margra verðlauna og Biles sem stefnir á að bæta við verðlaunagripum í sumar. „Ég vissi að þetta væri ekki endirinn eftir frammistöðuna í Tókýó. Ég þurfti bara að komast aftur í ræktina, leggja hart að mér og treysta ferlinu. Ég vissi að ég myndi snúa aftur,“ sagði Biles um endurkomu sína. Watched this so many times and still unready. She’s ready for it tho👏👏👏🥇🇺🇸❤️— Taylor Swift (@taylorswift13) June 29, 2024 Biles er síðasta púslið í annars gríðarlega sterkt fimleikalið Bandaríkjanna. Ásamt þeirri bestu eru þær Jordan Chiles, Sunisa Lee, Jade Carey og Hezly Rivera í liðinu. Fimleikakeppni Ólympíuleikanna mun fara fram frá 28. júlí til 10. ágúst.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira