82 ára snillingur í Hafnarfirði í hannyrðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júní 2024 20:04 Tryggvi Anton, 82 ára, sem kallar ekki allt ömmu sína þegar handverk er annars vegar. Hann gerir mikið af því að hekla. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það ánægjulegasta, sem Tryggvi Anton Kristinsson, sem er á níræðisaldri í Hafnarfirði gerir er að sauma út myndir, hekla, mála, setja saman módel og keppa í pílukasti. Við sögðum nýlega frá Magnúsi Þorfinnssyni, 85 ára heklumeistara á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri en það eru fleiri karlmenn en hann sem kunna að hekla en það er Tryggvi Anton Kristinsson 82 ára í Hafnarfirði. Það var gaman að heimsækja Tryggva Anton og sjá allt handverkið, sem hann hefur heklað en allt það sem hann gerir gefur hann til Rauða krossins. „Þetta er allt í lagi ef maður kann það. Ég er mest að hekla barnateppi eða trefla. Svo hef ég líka verð að hekla fyrir fólk, sem er að biðja mig um það,” segir Tryggvi. Tryggvi hvetur karlmenn til að snúa sér að handverki því það sé svo skemmtilegt að gera allskonar í höndunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og útsaumuðu myndirnar hans Tryggva upp á veggjum eru glæsilegar og svo allir púðarnir, sem hann er búin að gera og svo málverkin hans. „Myndirnar sem þú varst að taka myndir af eru þær, sem ég málaði á Hrafnistu. Þetta er allt ljómandi gott, betra að gera þetta heldur en að gera ekki neitt,” bætir Tryggvi við. Útsaumaðar myndir uppi á vegg hjá Tryggva.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvetur þú karla til að vinna í svona handverki? „Því ekki það, það er ekkert verra heldur en að sitja á rassinum og gera ekki neitt,” segir Tryggvi hlæjandi. Púðarnir hjá Tryggva eru einstaklega fallegir og teppið líka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Tryggvi hefur sett mikið af allskonar módelum saman í gegnum árin og þá hefur hann unnið nokkra bikara fyrir pílumót á Hrafnistu þar sem hann fer í dagvist þrjá daga í viku. Þessi mynd Tryggva vekur alltaf mikla athygli á heimili hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Eldri borgarar Prjónaskapur Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Við sögðum nýlega frá Magnúsi Þorfinnssyni, 85 ára heklumeistara á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri en það eru fleiri karlmenn en hann sem kunna að hekla en það er Tryggvi Anton Kristinsson 82 ára í Hafnarfirði. Það var gaman að heimsækja Tryggva Anton og sjá allt handverkið, sem hann hefur heklað en allt það sem hann gerir gefur hann til Rauða krossins. „Þetta er allt í lagi ef maður kann það. Ég er mest að hekla barnateppi eða trefla. Svo hef ég líka verð að hekla fyrir fólk, sem er að biðja mig um það,” segir Tryggvi. Tryggvi hvetur karlmenn til að snúa sér að handverki því það sé svo skemmtilegt að gera allskonar í höndunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og útsaumuðu myndirnar hans Tryggva upp á veggjum eru glæsilegar og svo allir púðarnir, sem hann er búin að gera og svo málverkin hans. „Myndirnar sem þú varst að taka myndir af eru þær, sem ég málaði á Hrafnistu. Þetta er allt ljómandi gott, betra að gera þetta heldur en að gera ekki neitt,” bætir Tryggvi við. Útsaumaðar myndir uppi á vegg hjá Tryggva.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvetur þú karla til að vinna í svona handverki? „Því ekki það, það er ekkert verra heldur en að sitja á rassinum og gera ekki neitt,” segir Tryggvi hlæjandi. Púðarnir hjá Tryggva eru einstaklega fallegir og teppið líka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Tryggvi hefur sett mikið af allskonar módelum saman í gegnum árin og þá hefur hann unnið nokkra bikara fyrir pílumót á Hrafnistu þar sem hann fer í dagvist þrjá daga í viku. Þessi mynd Tryggva vekur alltaf mikla athygli á heimili hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Eldri borgarar Prjónaskapur Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira