Kia styður rafíþróttir á Íslandi Atli Már Guðfinsson skrifar 8. júlí 2024 11:01 Frá vinstri : 2. Sæti Fannar og Grímur 1. Sæti Alexander og Bragi Atli Már Guðfinnsson Kia og Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) skrifuðu í dag undir samstarfssamning á sviði rafíþrótta á Íslandi. Kia mun styðja Rafíþróttasamband Íslands með áherslu á mótamál og þá sérstaklega ungmennamót en aðilarnir héldu nýverið í samstarfi við Arena Gaming í Kópavogi, Kia - Íslandsmeistaramót Grunnskólanema í Rafíþróttum en þar tóku þátt 130 börn af öllu landinu. Rafíþróttasamband Íslands er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga á Íslandi, Sambandið hefur frá 2018 verið stærsti mótshaldari Íslands á sviði rafíþrótta. „Það er virkilega virkilega ánægjulegt að sjá þennan stuðning Kia við íslenskar rafíþróttir. Ungmennastarfið er grasrót og grunnur árangurs í rafíþróttum og mikilvægt að fjölga mótum þar sem ungir og efnilegir rafíþróttamenn geta látið ljós sitt skína,“ segir Jökull Jóhannsson framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. „Rafíþróttir eru sífellt vaxandi og RÍSÍ sinnir mikilvægu hlutverki í að hlúa að ungum iðkendum. Kia er því stoltur stuðningsaðili við þetta flotta starf sem er bæði mikilvægt og mótandi fyrir komandi kynslóð rafíþróttamanna á Íslandi,” segir Egill Örn Gunnarsson, vörumerkjastjóri Kia á Íslandi. Kia hefur á síðustu árum tekið þátt í miklum vexti rafíþrótta á heimsvísu, en Kia var m.a. fyrsta vörumerkið sem skrifaði undir styrktarsamning við Evrópumeistaramótið í League of Legends eftir að það var sett á laggirnar árið 2018. Jökull Jóhannsson, formaður RÍSÍ og Helgi Ragnar Gunnarsson, aðstoðarsölustjóri Kia á Íslandi við undirritun samningsins. Rafíþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport
Rafíþróttasamband Íslands er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga á Íslandi, Sambandið hefur frá 2018 verið stærsti mótshaldari Íslands á sviði rafíþrótta. „Það er virkilega virkilega ánægjulegt að sjá þennan stuðning Kia við íslenskar rafíþróttir. Ungmennastarfið er grasrót og grunnur árangurs í rafíþróttum og mikilvægt að fjölga mótum þar sem ungir og efnilegir rafíþróttamenn geta látið ljós sitt skína,“ segir Jökull Jóhannsson framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. „Rafíþróttir eru sífellt vaxandi og RÍSÍ sinnir mikilvægu hlutverki í að hlúa að ungum iðkendum. Kia er því stoltur stuðningsaðili við þetta flotta starf sem er bæði mikilvægt og mótandi fyrir komandi kynslóð rafíþróttamanna á Íslandi,” segir Egill Örn Gunnarsson, vörumerkjastjóri Kia á Íslandi. Kia hefur á síðustu árum tekið þátt í miklum vexti rafíþrótta á heimsvísu, en Kia var m.a. fyrsta vörumerkið sem skrifaði undir styrktarsamning við Evrópumeistaramótið í League of Legends eftir að það var sett á laggirnar árið 2018. Jökull Jóhannsson, formaður RÍSÍ og Helgi Ragnar Gunnarsson, aðstoðarsölustjóri Kia á Íslandi við undirritun samningsins.
Rafíþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport