„Við börðumst eins og ljón“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júní 2024 21:21 Hallgrímur Jónasson var ánægður með sigurinn í kvöld. vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með að ná í þrjú stig í Kórnum í kvöld. Leikurinn var annar sigurleikur KA í röð í Bestu deildinni og er liðið komið úr fallsæti. „Ég er mjög sáttur með 95% af leiknum. Við spilum vel og sköpum fullt af færum og áttum að skora miklu fleiri mörk. HK eru bara virkilega góðir í sumum þáttum leiksins og við vorum búnir að sjá það. Þegar markið dettur þá verður hálfgert ‚panic' í lokin hjá okkur. Við erum búnir að skipta fjórum inn á og það riðlar leiknum. Þeir gerðu þetta bara erfitt fyrir okkur síðustu mínúturnar,“ sagði Hallgrímur eftir leikinn í Kórnum. „Við börðumst eins og ljón fyrir hvorn annan. Það hefur einkennt mitt lið, þó að hlutirnir hafa ekki gengið þá hafa allir staðið saman og það var mjög sætt að það dugði í dag,“ bætti Hallgrímur við. KA herjaði á mark HK framan af leik en náðu ekki að brjóta ísinn fyrr en á 51. mínútu. Hallgrímur ítrekaði að það megi ekki missa þolinmæðina þó að hlutirnir gangi ekki upp. Hefur verið saga okkar áður í sumar „Ég var smá svekktur því þetta hefur verið saga okkar áður í sumar, við náum ekki að pota honum inn. Það er bara að halda áfram og gera vel það sem við gerum vel og ekki missa þolinmæðina. Ef þú ferð of hátt á HK og þeir geta komið með skyndisóknir á stórum mönnum og unnið skallaboltana þá lendiru í veseni. Við héldum þolinmæðinni og fókus, þeir fá ekki mörg færi og fáum frekar ódýrt mark á okkur“. Allt leit út fyrir öruggan og nokkuð þægilegan sigur en Arnþór Ari Atlason náði að minnka muninn fyrir HK í 2-1 og kom mikil spenna í leikinn í uppbótartíma. „Það er eðlilegt þegar þú færð svona mark að það komi ‚panic'. Það er bara spurning, ætlar þú að vera svekktur og ekki gera neitt eða ætlar þú að vinna alvöru vinnu til þess að halda þessu heim og við gerðum það. Það er klárt mál eins og leikurinn leit út í 2-0 og liðið mitt með fullt sjálfstraust þá ættum við ekki að hleypa þessu í svona mikla spennu,“ sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í síðustu mínútur leiksins. Nú er bara ótrúlega spennandi verkefni Hallgrímur er mjög sáttur með spilamennskuna að undanförnu og er útlitið orðið mun bjartara fyrir hann og hans lærisveina. „Þetta er æðislegt, komnir úr fallsæti og erum búnir að vinna fimm af síðustu átta leikjum á móti úrvalsdeildarliðum, tveir í bikarnum og þrír í deildinni. Það er bara jákvætt og nú er bara ótrúlega spennandi verkefni. Við eigum heimaleik í bikarnum og í fyrra fórum við í úrslitaleikinn og áttum flottan leik en náðum því miður ekki klára það. Okkur langar rosalega að upplifa það aftur að fara á Laugardalsvöll og stemninguna sem KA-fólk kom með,“ sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla KA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með 95% af leiknum. Við spilum vel og sköpum fullt af færum og áttum að skora miklu fleiri mörk. HK eru bara virkilega góðir í sumum þáttum leiksins og við vorum búnir að sjá það. Þegar markið dettur þá verður hálfgert ‚panic' í lokin hjá okkur. Við erum búnir að skipta fjórum inn á og það riðlar leiknum. Þeir gerðu þetta bara erfitt fyrir okkur síðustu mínúturnar,“ sagði Hallgrímur eftir leikinn í Kórnum. „Við börðumst eins og ljón fyrir hvorn annan. Það hefur einkennt mitt lið, þó að hlutirnir hafa ekki gengið þá hafa allir staðið saman og það var mjög sætt að það dugði í dag,“ bætti Hallgrímur við. KA herjaði á mark HK framan af leik en náðu ekki að brjóta ísinn fyrr en á 51. mínútu. Hallgrímur ítrekaði að það megi ekki missa þolinmæðina þó að hlutirnir gangi ekki upp. Hefur verið saga okkar áður í sumar „Ég var smá svekktur því þetta hefur verið saga okkar áður í sumar, við náum ekki að pota honum inn. Það er bara að halda áfram og gera vel það sem við gerum vel og ekki missa þolinmæðina. Ef þú ferð of hátt á HK og þeir geta komið með skyndisóknir á stórum mönnum og unnið skallaboltana þá lendiru í veseni. Við héldum þolinmæðinni og fókus, þeir fá ekki mörg færi og fáum frekar ódýrt mark á okkur“. Allt leit út fyrir öruggan og nokkuð þægilegan sigur en Arnþór Ari Atlason náði að minnka muninn fyrir HK í 2-1 og kom mikil spenna í leikinn í uppbótartíma. „Það er eðlilegt þegar þú færð svona mark að það komi ‚panic'. Það er bara spurning, ætlar þú að vera svekktur og ekki gera neitt eða ætlar þú að vinna alvöru vinnu til þess að halda þessu heim og við gerðum það. Það er klárt mál eins og leikurinn leit út í 2-0 og liðið mitt með fullt sjálfstraust þá ættum við ekki að hleypa þessu í svona mikla spennu,“ sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í síðustu mínútur leiksins. Nú er bara ótrúlega spennandi verkefni Hallgrímur er mjög sáttur með spilamennskuna að undanförnu og er útlitið orðið mun bjartara fyrir hann og hans lærisveina. „Þetta er æðislegt, komnir úr fallsæti og erum búnir að vinna fimm af síðustu átta leikjum á móti úrvalsdeildarliðum, tveir í bikarnum og þrír í deildinni. Það er bara jákvætt og nú er bara ótrúlega spennandi verkefni. Við eigum heimaleik í bikarnum og í fyrra fórum við í úrslitaleikinn og áttum flottan leik en náðum því miður ekki klára það. Okkur langar rosalega að upplifa það aftur að fara á Laugardalsvöll og stemninguna sem KA-fólk kom með,“ sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla KA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Sjá meira