„Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. júní 2024 20:30 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Breiðablik vann Keflavík 0-2 í kvöld á HS Orku vellinum, en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir þau bæði. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sitt lið að leik loknum. „Í fyrri hálfleik fannst mér við vera frábærar. Við komumst í góðar stöður, vorum bara virkilega góðar, héldum boltanum vel og ég held að Keflavík hafi varla átt skot í fyrri hálfleik. Ég var mjög ánægður með hvað við gerðum og það var á endanum nóg fyrir okkur til þess að klára leikinn. Keflavík kom sterkt inn í seinni hálfleikinn og fengu nokkur góð færi, en frammistaða okkar í dag dugði til þess að klára leikinn.“ Leikurinn var nokkuð tíðindalítill fyrir utan þau mörk sem Breiðablik skoraði í fyrri hálfleik. Nik Chamberlain fannst þó sigurinn ekki hafa verið þægilegur. „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur, ef Keflavík hefði skorað hefðum við mögulega spilað betri sóknarbolta, reynt að ná inn öðru marki en í staðin héldum við fenginni stöðu og það hélst út leikinn. Við vorum á köflum óvandvirkar í seinni hálfleik, en frammistaða okkar í fyrri var það sem skilaði sigrinum.“ Katrín Ásbjörnsdóttir var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu í Bestu deildinni og átti flotta frammistöðu, enda skoraði hún tvö mörk. „Hún var í stöðum til þess að skora mörk og það er það sem þú villt frá framherjanum þínum. Eins og ég segi með fyrsta markið þá var það frábær hreyfing hjá henni eftir gott samspil og seinna markið var bara að vera á réttum stað á réttum tíma. Restin af leiknum spilaði hún vel,“ sagði Nik Chamberlain um frammistöðu framherja síns, Katrínu Ásbjörnsdóttur. Að lokum var Nik Chamberlain spurður út í meiðsli Öglu Maríu Albertsdóttur og Ólöfu Sigríðar Kristinsdóttir sem báðar fóru slasaðar af velli gegn Víkingi í síðasta leik. „Agla María og Ólöf fara í MRI skanna á morgun og eftir það kemur í ljós hversu alvarleg þau meiðsli eru.“ Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Í fyrri hálfleik fannst mér við vera frábærar. Við komumst í góðar stöður, vorum bara virkilega góðar, héldum boltanum vel og ég held að Keflavík hafi varla átt skot í fyrri hálfleik. Ég var mjög ánægður með hvað við gerðum og það var á endanum nóg fyrir okkur til þess að klára leikinn. Keflavík kom sterkt inn í seinni hálfleikinn og fengu nokkur góð færi, en frammistaða okkar í dag dugði til þess að klára leikinn.“ Leikurinn var nokkuð tíðindalítill fyrir utan þau mörk sem Breiðablik skoraði í fyrri hálfleik. Nik Chamberlain fannst þó sigurinn ekki hafa verið þægilegur. „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur, ef Keflavík hefði skorað hefðum við mögulega spilað betri sóknarbolta, reynt að ná inn öðru marki en í staðin héldum við fenginni stöðu og það hélst út leikinn. Við vorum á köflum óvandvirkar í seinni hálfleik, en frammistaða okkar í fyrri var það sem skilaði sigrinum.“ Katrín Ásbjörnsdóttir var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu í Bestu deildinni og átti flotta frammistöðu, enda skoraði hún tvö mörk. „Hún var í stöðum til þess að skora mörk og það er það sem þú villt frá framherjanum þínum. Eins og ég segi með fyrsta markið þá var það frábær hreyfing hjá henni eftir gott samspil og seinna markið var bara að vera á réttum stað á réttum tíma. Restin af leiknum spilaði hún vel,“ sagði Nik Chamberlain um frammistöðu framherja síns, Katrínu Ásbjörnsdóttur. Að lokum var Nik Chamberlain spurður út í meiðsli Öglu Maríu Albertsdóttur og Ólöfu Sigríðar Kristinsdóttir sem báðar fóru slasaðar af velli gegn Víkingi í síðasta leik. „Agla María og Ólöf fara í MRI skanna á morgun og eftir það kemur í ljós hversu alvarleg þau meiðsli eru.“
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira